Heima er bezt - 01.05.1983, Side 9

Heima er bezt - 01.05.1983, Side 9
Hjónin að Vegamótum i apríl 1982. Ljósm.: ÓHT Steingrimur með kóp, 3 tófur og 3 minka. jafnvel frá fyrstu skólaárum mínum, halda ennþá sam- bandi við mig. Þetta eru embættismenn og mætasta fólk í öllum starfsstéttum. Einn nemandi minn var til dæmis Anna Kristín Arngrímsdóttir, leikkona í Þjóðleikhúsinu, hún lék hér í barnaskóla og ég man eftir því að ég sá fyrst til hennar þegar hún var í 4. bekk og það leyndi sér ekki neitt hvað í henni bjó. Annars var ég aldrei með neina leik- kennslu hér í skólanum. Setti að vísu upp ævintýraleikrit og þess háttar, en ekki meira. Hvort það er beint samband á milli vil ég ekki fullyrða, en það er staðreynd, að eftir að ég fór að kenna að ráði teikningu, þá steinhætti ég að mála sjálfur. Svo ég hef sjálfsagt ekki málað síðan 1944 eða þar um bil. Og ég get ekki sagt að það freisti mín sérstaklega núna, því það sem ég vinn að, uppsetningu dýra og fugla, býður upp á þetta allt. Ég held það verði aldrei gert að nokkru gagni að setja upp fugl eða dýr, án þess að menn hafi þekkingu á þó nokkuð mörgu af því sem ég þjálfaði mig ungur í. Enginn setur upp fugl eða dýr, nema hann geti teiknað það. Og ég teikna ennþá upp þannig hluti ef ég ætla að hafa þá eitt- hvað sérstaka. Bygging innan í uppsett dýr byggist alfarið á mótun, að sjá út hvernig þetta form er. Mál og annað slíkt er hægt að lesa á tommustokk. Menn verða líka að hafa tilfinningu fyrir litum, vegna þess að við þurrkun missa ýmsir hlutir oft á tíðum sinn lit, jafnvel algerlega. Og þá þarf að blanda hann. Þannig að uppsetning á dýrum sam- einar eiginlega flest í myndlistinni. Ekki er mikið um það að fólk óski eftir ákveðnum stell- ingum á fuglum og dýrum sem það kemur með til mín. Ég spyr hins vegar oft að því hvernig það vilji hafa þetta, og t.d. hef ég ekki fugla með útþanda vængi nema fólk biðji um það, vegna þess að það kostar mig um þriðjungi meiri vinnu. Þessir hlutir eru ekki stoppaðir, svo það er ekki rétt að tala um uppstoppun, heldur er hyggilegra að tala um að „setja upp“ dýr. Orðið „taxidermi“ var aldrei íslenskað. En það er rökrétt að tala um uppsetningu, því alltaf verða að vera einhverjar burðarstoðir, sem bera þetta uppi. Byrjunin á þessu var sú, að móðir mín kunni að taka hami af fuglum og kenndi mér það, áður en hún dó, þegar ég var 7 ára gamall. Hún átti ekki hami sjálf, en gerði þetta fyrir fólk, enda afar nærfærin í höndunum, og mér þótti afskaplega mikið til um þetta. Sérstaklega minnist ég eins himbrimahams. það var bróðir hennarsem átti hann. Þegar hennar naut ekki lengur við kom þessi stóra spurning sem ég gat ekki svarað, hvernig átti að rotverja hamina og fá þá til að rísa upp. Að lokum dreif ég mig í að skrifa til Bjarna Sæmunds- sonar og spurði hann ráða. Hann skrifaði mér mjög vin- gjarnlegt og ítarlegt bréf og gaf mér margar ráðleggingar, því sjálfur fékkst hann við þetta. Á þessum tíma var ég rétt um fermingu og fór svo að fikra mig áfram við að láta þessa hami mína standa, það gekk illa. En svo sá ég mynd í blaði af fugli og fékk þær upplýsingar að það sé Kristján Geir- mundsson á Akureyri sem hafi sett þennan fugl upp. Þar með setti ég mig í samband við hann og við fórum að bera saman okkar bækur. Og það einkennilega kom í ljós, að hann hafði farið nokkurn veginn sömu slóð og ég, fiktaði með sömu aðferðum, en gat ekki reist þá upp. Svo komst hann í kynni við útlending á Akureyri sem leiðbeindi hon- um. Þá var lítið til af bókum um þetta efni, og þá helst þýskar, því þetta hefur lengst verið fag þar. Núna eru til allgóðar bækur um uppsetningu, og af þeim er hægt að læra aðferðina, en hún segir lítið. Ég held að það sé alveg þrotlaus æfing og geysilöng sem til þarf, og það endist engin mannsævi til þess að fullnuma sig. Áhuginn fyrir uppsettum dýrum og fuglum hefur senni- lega fremur aukist, en á annan hátt en áður var. Undan- farin ár hafa fleiri getað veitt sér þetta, jafnvel dýrar upp- setningar. Ég hef stoppað allt frá hagamúsum til ísbjarna, en aldrei rottu, það mundi ég aðeins gera fyrir safn, en aldrei fyrir einkaaðila, ekki frekar en hunda eða ketti. Og það er regla bara frá sjálfum mér komin. Maður sem strýkur og kjassar hundinn sinn eða köttinn sinn, glóð- volgan, skemmtilegan og kvikan, sendir hann í stoppun, en fær hann aftur, ískaldan, beinharðan, jafnvel þótt hann líti kannski eins út. Þetta gæti ég sjálfur ekki þolað. Og ég vil engum svo illt. Það er allt í lagi að þetta fari á söfn. Það er talsvert um að fólk vilji hafa dýr saman, á veiðum eða á annan hátt, andahjón saman, fugl með ungum og svo framvegis. Ég set mikið upp fyrir einstaklinga og nokkur söfn. Það er vissum vanda bundið að geyma uppsett dýr, fyrst og fremst að verja þau fyrir árás meindýra, því skordýr geta Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.