Heima er bezt - 01.05.1983, Page 10
Steingrímur setur upp hvítabjörn fyrir Ólafsfirðinga. Á fyrstu myndinni eru þeir feðgar,
Jón Trausti og Sleinyrimur að útbúa mótin. Steingrímur verður að fá dýrin í heilu lagi,
mœla þau nákvœmlega og flá síðan. Búið er til leirmódel og síðan steypt gipsmót af því í
mörgum pörtum. Loks er svoútbúið svokallað holgips (eins og um fótbrot) af gipsmótinu og
þannig fœst holur skrokkur, eins og við höggmyndagerð.
sótt í uppsetta gripi. En nú er ekki lengur hætta af arseniki,
eins og áður var, þegar það var notað innan í gripina, því
það er alveg úr sögunni.
Skemmtilegustu dýrin sem ég á við eru tófurnar. Ég er nú
friðunarsinni, en engu að síður hef ég legið á grenjum. Ég
er meðmæltur að refurinn verði friðaður á vissum svæðum,
en held að menn ættu að fara varlega í að alfriða hann.
Þetta er nú dýr, sem er pínulítið í kapphlaupi við okkur. Og
það eru til nýleg dæmi um að allt að 14- lókindur hafi verið
bitnar í einu vetfangi að kalla má, mjög illa, og þá er þetta
farið að skipta máli.
Mér er illa við að taka við fuglum sem fólk hefur skotið,
gagngert til að láta setja þá upp. En hafi fuglarnir slasast og
þurft að aflífa þá, eða fundist dauðir gegnir náttúrlega öðru
máli, nema um þá, sem alfriðaðir eru. Við þeim tek ég ekki
undir neinum kringumstæðum, nema fyrir söfn og vís-
indastofnanir, sem fá undanþágu til þess.
GRUNDVÖLLURINN:
Lífið og tilveran
Ég hef alltaf haft mínar ákveðnu skoðanir á málum og í
raun og veru tel ég engan mann fullorðinn, fyrr en hann
hefur myndað sér ákveðna skoðun, það skiptir ekki öllu
hvar hann lendir, en hann verður að hafa skoðun. Ég tel að
hlutleysið sé alveg út í hött.
Ég hef ekki mikið verið í félögum og kannski í eðli mínu
félagsskítur. Ég er einrænn og hef haft svo mörg hugðar-
efni, að ég er ævinlega tímalaus. það er alltaf eitthvað sem
situr á hakanum.
Ég er trúaður og hef alltaf verið, ekki kirkjurækinn, þrátt
fyrir að ég hafi sungið í kirkjukór í hartnær hálfa öld, en
það er önnursaga. Ég hafði gaman af að kenna biblíusögur
á sínum tíma, fór ekki endilega svo mikið eftir bókinni, en
fannst þær gefa tilefni til svo mikillar umræðu um lífið og
tilveruna. Ég held að flestir íslendingar séu trúaðir, en lítil
kirkjusókn stafar kannski af því að mönnum finnst kirkjan
of fastheldin á gamla siði. Maður hefur heyrt það. En hitt
veit ég, að margir sem hafa talið sig trúlausa og vilja ekki sjá
kirkjur og kristindóm, eru skyndilega farnir að hallast að
trúmálum á efri árum. Ég veit þó nokkuð mörg dæmi slíks
og veit heldur ekki fyrir víst af hverju þetta stafar, nálægð
dauðans kannski.
Það er gott að búa hér á Dalvík, eins og alls staðar við
Eyjafjörð. Þó er mikill munur milli svæða. Um Hagaás, rétt
utan við Fagraskóg, eru nánast skil á milli loftslagsbelta.
Hér utar er svo miklu snjóþyngra en innar í firðinum. En þó
að þessi snjóþyngsli séu til dæmis hér, í Ólafsfirði, Fljótum
og Siglufirði, þá hefur þetta annað til síns ágætis, það er
hægviðrið. Við hér búum við fjarska mikla veðursæld hvað
það snertir. Eins og fjallahringurinn bendir til, svona hár og
brattur, þá er þetta frostpollur sem við erum í. Við getum
aldrei verið óhult neinn sumarmánuð að fá ekki næturfrost.
Þótt snjólaust sé inni í „sókn“, eins og við segjum, á leiðinni
til Akureyrar, meðan allt er á kafi hér, þá byrjar sláttur
oftast um líkt leyti hér. Við fáum oft minni klaka í jörð með
allan okkar mikla snjó, sem er aftur svo lengi að bráðna á
vorin, að raki helst í jörð. Þetta hefur allt sína kosti, til
dæmis aðalbláberin sem eru hér uppi um öll fjöll og mundu
ekki þrífast án fannarinnar.
Ef við förum hins vegar í ræktun æðri gróðurs. til dæmis
trjáa, þá má nefna að tré inni á Akureyri eru skrúðgræn
þegar brum hafa ekki sprengt af sér hérna. Sumrin hér eru
örstutt, en fjarska góð.
Úr Svarfaðardal.
Olíumálverk eftir
Steingrím Þorsteinsson.
154 Heimaerbezt