Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 17
PÆTTIR UM ÞJOÐFRÆÐI HELGI HALLGRIMSSON TOK SAMAN A ströndinni fyrir utan og neðan bœinn Halland í Eyjafirði, rétt fyrir utan eyðibýlið Hallandsnes, eru björg nokkurþverhnípt í sjó niður, er kallast Hallandsbjörg (eða Hallandsbjarg). Fram af þeim miðjum fellur Lambhagalœkur í háum og fallegum fossi, oftast vatnslítill en getur orðið myndarlegur í vorleysingum og blasir þá við frá Oddeyri, en björgin eru gegnt henni. Undir bjarginu norðanverðu er Merkjasker, á merkjum Hallands og Meyjarhóls. SKIP VIÐ HALLANDSKLETT í hinni nýju útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árnasonar (3. bindi. bls. 10) er að finna eftirfarandi klausu, ritaða af Gunnari J. Gunnarssyni. presti á Svalbarði í Þistilfirði og víðar (1839-1873): ..Það er almæli. að huldufólk hafi búið í hólum og klettum hingað og þangað um allt land, og það svo margt, að skip hafi komið af hafi með vörubirgðir handa því. Á vorin þegar fyrstu skip komu á Akureyri. sáust (önnur) skip fyrir framan Hallandsklett. andspænis Akureyri, hinumegin (austan megin) á höfninni. Þar lágu huldu- fólksskipin jafnhliða skipum landsmanna og átti huldu- fólk að hafa verzlað þar við klettinn. En aðeins skyggnir menn sáu skipin eins og lika huldufólkið sjálft.“ Huldukaupstaðurinn í Hallandsbjörgum Það hefur lengi verið hald manna, að í Hallandsbjörgunum væri kaupstaður huldufólksins í Eyjafirði. Hafa menn merkt það af ýmsu, m.a. af undarlegum skipakomum að björgunum, og flutningalestum þaðan, en þó ekki síður af mikilli ljósadýrð sem þar sást endrum og sinnum, og margir þeir Akureyringar hafa orðið vitni að, sem gæddir eru einhverri ófreskigáfu. Ýmsar sögur eru um þetta skráðar og verða þær raktar nokkuð hér á eftir^en fleiri munu þó þær sem óskráðar eru, en ganga á milli manna, eða eru á fárra vitorði. arveginn. heldur fara suður og upp til fjalls. fjárstíg einn mjög ógreiðfæran eftir brekkum tveim. Beizlabrekku og Fögrubrekku. í þeirri átt voru fjarska miklar klappir og klungur. og fjærri öllurn mannavegi. Hún fylgdi þeim með augunum þangað til þeir hurfu fyrir eina klöppina og sáust þeir eigi síðan. Það liggur svo sem í augum uppi að þetta átti að vera kaupstaðarlest frá Hallandskletti." HULDUFOLKSLESTIN Þessu til staðfestingar segir Guittjájjfrá atburði er gerðist um 1760 að Vöglum í Eyjafirði. Kona ein að nafni Ingi- björg var að hreinsa tún sitt að næturlagi um vortíma. Um sólarupprás ætlaði hún að taka á sig náðir, en þurfti þá út aftur til að reka fé úr túninu. „Þegar hún kemur í bæjardyrnar sér hún hvar koma fjórir menn að utan og neðan, alfaraveg, nteð allmarga hesta, alla klyfjaða með kaupstaðarvarning, kornvöru og trjávið og fleira. Hún aðgáði og ntundi hestalit og hesta- tölu. en sögumaður (dóttursonur hennar) mundi það ekki. Hún skýldi sér bak við bæjarstaf því hún var fá- klædd. Þeir riðu um hiaðið sem leið lá, en mæltu ekki orð frá munni. Úr hlaðinu sér hún þeir ríða ekki fram sveit- SKONNORTA UNDIR FULLUM SEGLUM Víkur þá að sjálfum hulduskipunum er stundum sáust við Hallandsbjörgin. I þjóðsagnasafninu Grímu er að finna mjög merkilega frásögn af slíku skipi, er gerðist um 1870og ýmsir sáu. (Gríma 22. hefti, bls. 73-75, og Gríma hín nýja 5. 160 Heimaerbezt Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.