Heima er bezt - 01.05.1983, Qupperneq 20
heim, en Magnús fór niður á Torfunefsbryggju „og settist
þar á síldartunnu, svo ég gæti í næði athugað þessi
undraverðu ljós. Þá sá ég þau spegla sig í sjónum, og það
langt fram á Poll. Þarna sat ég þar til birti af degi. Eftir
því sem meir birti dofnuðu ljósin, eins og stjörnur á
himinhvolfinu. Fannst mér sýn þessi dásamleg. Ég hef
lýst þessu fyrir konu, sem er vel skyggn og kvaðst hún sjá
þetta á hverjum degi.“
Magnús bætir því við að hann sé ekki skyggn, en hafi
hins vegar stundum séð ljósfyrirbrigði, sem hann hafi ekki
skilið. Telur hann líklegt að hann hafi öðlast þessa sýn fyrir
áhrif frá Jónasi lækni, sem hann segir hafa skyggnigáfu. Er
það gömul trú, að óskyggnir menn geti séð sýnir ef þeir líta
undir hönd skyggnum manni, og virðist frásögn Magnúsar
staðfesta þá trú.
Erfitt er að finna nokkra vísindalega skýringu á þessari
ljósasýn þeirra félaga. Þótt veðurlýsingin gefi e.t.v. vissar
grunsemdir um rafmögnun í loftinu og að ljósin hafi getað
verið eins konar hrævareldur, er þó ýmislegt sem mælir
gegn því, t.d. staðsetning eða dreifing ljósanna, útlit þeirra
og hreyfing. Auk þess hefðu þeir átt að verða varir við slíkt
í nágrenni við sig sjálfa. Ekki er heldur líklegt að um
speglun hafi verið að ræða. Rafljós voru þá ekki til nema á
örfáum bæjum, og þó að einhver götulýsing hafi verið
byrjuð á Akureyri, hefur hún varla verið notuð að nætur-
lagi, enda hefði hún ekki heldur getað framkallað slíka
speglun.
Verður því ekki hjá því komist að tengja þessa ljósadýrð
við huldufólksbyggðirnar austan fjarðarins, einkum þá
kaupstaðinn við Halland, sem hér hefur verið til umræðu,
enda stemmir það við reynslu margra annarra, einkum þó
við sýnir Margrétar frá Öxnafelli, sem sagt var frá. Hér
kemur það sama fram eins og hjá henni, að huldukaup-
staðurinn handan Pollsins nær yfir mun stærra svæði en
Hallandsbjörgin, og mun láta nærri að hann svari til Ak-
ureyrarbæjar að stærð, a.m.k. eins og hann var um 1930.
Kristján Rögnvaldsson garðyrkjumaður hefur það eftir
Margréti, að hún hafi séð eins konar veitingahús eða
kaffihús í Festarkletti, sem er við þjóðveginn, út og niður
af Kaupangi, og sé þar oft margt um manninn. Ætti þetta
hús þá að vera syðst í álfakaupstaðnum, að líkindum við
alfaraleiðina inn í fjörðinn.
í Leifsstaðaklöppum sást fyrrum mikið af huldufólki. að
sögn Jóhannesar Óla Sæmundssonar (Örnefnaskrár), og
kannast Kristján einnig við það, en klappirnar eru ofan
vegarins, utan við Festarklett.
HULDUBÖRNIN Á FOSSI
Um aldamótin síðustu var um tíma þurrabúðarbýli við
Stóragilslækinn niður við Leiruna, út og niður af Eyrar-
landi, er nefndist Foss, eftir fossi einum litlum er lækurinn
myndar ofan í hringlaga klettabyrgi, rétt fyrir neðan þjóð-
veginn sem nú er.
Eftirfarandi lýsingu ritaði Helgi Eiríksson á Eyrarlandi
(1907), eftir gamalli konu, Guðrúnu að nafni, er þá átti
heima á Fossi, en Helgi var síðar bóndi á Þórustöðum og
oft kenndur við þann bæ, gætinn og grandvar maður í
hvívetna. Birtist sagan í Grímu h. n., 5, bls. 12-13.
Vorið 1908 voru til heimilis á Fossi fátæk hjón með sex
börn, og Guðrún móðir bóndans, sem þá skorti tvo vetur í
áttrætt. Dag einn í júnímánuði voru hjónin að heiman
með tvö elztu börnin, en Guðrún var heima með hin
fjögur, er voru 3-7 ára. Var hún önnum kafin við vinnu
inni við, en að aflíðandi hádegi gengur hún út til að gá að
börnunum.
„Þegar hún kom norður fyrir bæinn, sá hún dreng á að
gizka 9-10 ára gamlan, ganga upp með læknum og leiða
við hönd sér stúlkubarn, sem virtist vera á þriðja ári eða
þar um bil. Bæði voru börnin hversdagslega búin,
drengurinn í bláröndóttri skyrtu, gráu vesti með móleitu
baki, og gráum buxum, en stúlkan var í bláum léreftskjól.
Bæði voru þau berhöfðuð og með ljósgult hár. Þegar þau
nálguðust fossinn kallaði Guðrún til drengsins og spurði
hvert hann ætlaði með barnið, því að hún taldi víst, að
þetta hlytu að vera tvö af heimabörnunum. Svo virtist
sem drengnum yrði bilt við þegar hún kallaði. Leit hann
snöggt til hennar, greip stúlkuna í fang sér og hljóp áfram
upp með læknum.“ Þóttist Guðrún þá sjá að þetta væru
ekki heimabörnin, enda var þar nú enginn drengur á
stærð við þennan og klæðnaður þeirra öðru vísi. Fór hún
þá inn í bæinn aftur, og hitti þar öll börnin fjögur að
leik inni í baðstofunni, og höfðu þau ekki farið út. Gekk
Guðrún þá aftur út til að forvitnast um börnin, en þá voru
þau horfin og sáust ekki framar. „Þess er vert að geta, að
börn þessi gátu ekki verið af næstu bæjum, því að börn á
þeim aldri voru þar engin. Taldi Guðrún því sennilegast
að þetta væru álfabörn úr berginu við fossinn.“
Líklega verður seint fyrir það girt, að börnin sem Guð-
rún sá að Fossi, hafi getað verið mennsk börn t.d. með
ferðafólki þar sem alfaraleið lá þarna rétt hjá, eða að þau
hafi komið með bátum frá Akureyri, þótt sú gamla sæi þá
ekki. Hins vegar er sagan ekki ólíklegri en ýmsar aðrar
huldufólkssögur, og þetta litla fossbyrgi er einkar snotur og
vinalegur staður, þar sem hulduverur gætu mjög líklega
hafa búið.
REYNIVIÐURINN AÐ GELDINGSÁ
í þjóðsagnasafninu „Allrahanda“ sem séra Jón Norðmann
prestur í Grímsey og síðar á Barði í Fljótum (um miðja 19.
öld) setti saman, er getið um reynivið hjá Geldingsá, er svo
átti að vera til kominn:
„Eitt sinn var vinnukona á Geldingsá. Hún bar út barn
sitt og fleygði því fram af fossinum í ánni; óx þar síðan
upp reyniviður, en sama kvöldið heyrðist þrítekið barns-
hljóð í Laufási í loftinu.“
Saga þessi er einnig skráð í þjóðsagnasöfnum Jóns
Árnasonar og Ólafs Davíðssonar, eftir handriti Jóns Norð-
manns.
í Svalbarðsstrandarbók Júlíusar Jóhannessonar (1964)
er atburðarins einnig getið á þessa leið:
164 Heima erbezt