Heima er bezt - 01.05.1983, Side 24

Heima er bezt - 01.05.1983, Side 24
FÁEINAR SPURNINGAR VARÐANDI HULDUFÓLK Heima er bezt hefur beint til mín nokkrum spurningum varðandi það efni sem um er fjallað í greininni, og mun ég leitast við að svara þeim, enda þótt þekking mín sé (enn) mjög takmörkuð á þessu sviði. Helgi Hallgrímsson. r 1 Er huldufólk til? Ef við tökum huldufólkið ekki ein- göngu sem einhverja tegund fólks er búi í nábýli við okkur, heldur sem fyrirbæri er gerast ínágrenni okkar, helzt á ákveðnum stöðum, e.t.v. við ákveðin skilyrði, og geta komið fyrir hvern sem er, þá er svarið já. Þær þúsundir manna sem orðið hafa fyrir þessari reynslu á öllum öldum og allt til þessa dags, verða ekki gerðar að ómerkingum. 2 Er huldufólkið sér-ís- lenzkt fyrirbæri? Nei — því fer fjarri. Ég hygg að mætti fremur segja, aö það væri al- þjóðlegt, því að finnast munu sagnir hjá flestum þjóðum sem eru a.m.k. keimlíkar íslenzku huldu- fólkssögunum. Á Norðurlöndum kallast það yfir- leitt álfar (alver, alfer, álver) eða álfafólk (elvefolk, ellefolk), en hulda (hulder, huldra) og huldufólk (huldrefolk) koma einnig fyrir, einkum ÍNoregi, auk fjölda annarra heita svo sem ,,bergfolk“, „under- jordiske folk“ og (íNoregi) ,,rá“ og tusse“, (af þursi). [ enskumælandi löndum er orðið fairy notað almennt um álfa og huldufólk, en íSkotlandi er orðið elf einnig tíðkað og keltneska orðið sidhe (skylt seiður?), sem einnig er notaó á írlandi (aes sidhe). í Frakklandi kallast álfafólkið fée, sem talið er komið af latneska orð- inu fata (eins og enska orðið fairy). Þannig mætti lengi telja, en yfir- leitt finnst mér íslenzka huldufólk- inu svipa mest til þess skozka og írska. 3 Hverjar eru helstu kenn- ingar um huldufólk? Eins og að líkum lætur hafa verið settar fram ýmsar kenningar til út- skýringa á þessu fyrirbæri, þótt næsta hljótt hafi verið um allt slíkt hér á landi frá því á 17. öld, en þá voru nokkrir íslendingar „jarðfróð- ir“ sem kallað var, þ.e. lögðu stund á álfafræði (jarðbúafræöi). í seinni tíð hafa einkum brezkir fræðimenn fjallað um þetta efni, en oftast frá hreinu þjóðsögulegu við- horfi, þ.e. þeir hafa reynt að skýra tilurð huldufólkstrúarinnar en ekki sjálf fyrirbærin. Einn íslendingur, Guðrún Bjart- marsdóttir, nemi í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands, hefur valið svipaða leið og m.a. birt niðurstöð- ur sínar í greininni „Ljúflingar og fleira fólk, - Um formgerð, hug- myndafræði og hlutverk íslenzkra huldufólkssagna" íTímariti Málsog menningar (3. hefti 1982, bls. 319-336). Ein helzta huldufólkskenningin er sú, að sagnir um það séu sþrottnar af trú manna á líf eftir dauðann, og dýrkun látinna for- feðra. Hefur sú kenning notið mikillar hylli skandinavískra fræði- manna. Aórir telja að um sé að ræða leif- ar gamalla trúarbragða, eða jafnvel óljósar minningar um þjóðflokka sem byggt hafi löndin á undan okkar kynþætti, og hafi orðið að hörfa fyrir honum eða fara í felur. Hefur þeirri kenningu mjög verið haldið á lofti í Bretlandi, þar sem sú saga hefur endurtekið sig ótal sinnum. Tengsl huldufólks við kletta, hóla og steina (eða tré í út- löndum), hafa þótt benda til skyld- leika við forn og frumstæð trúar- brögð (totem-trú). Þeir sem hins vegar ganga út frá því, að einhver raunveruleg fyrir- bæri liggi huldufólkstrúnni til grundvallar, hafa flestir hneigst að skýringum guðspekinga, sem ætt- aðar eru frá Indlandi, að um sé að ræða ýmiss konar „náttúruanda“, sem þó eru ekki nánar skilgreinan- legir. Loks má geta þeirrar kenningar, sem líklega er sprottin upp hér á landi, að huldufólksfyrirbærin verði til við ,,hugsamband“ þeirra sem fyrir þeim verða, við aðra menn í öðru umhverfi, annaðhvort hér á jörðu eða á öðrum byggðum hnött- 168 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.