Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 31
Athugasemd
í síðasta tölublaði Heima er bezt, er gerð sú athugasemd við
skýringar á bréfi síra Matthíasar Jochumssonar, að Albert
sá, sem þar er nefndur sé Albert Thorvaldsen myndhöggv-
ari, og við Þórður í Skógum bornir fyrir því. Þótt ekki skipti
miklu máli tel ég rétt að rekja þau rök, sem ég hefi fyrir
þeirri skoðun.
Ég hygg að skírnarnafn Thorvaldsens hafi verið Albert,
því að svo er hann ætíð nefndur í eldri ritum íslenskum.
Þannig yrkir Jónas Hallgrímsson til hans kvæði Til Alberts
Thorvaldsens að honum lifandi, og síra Magnús Hákonar-
son samdi fyrir Bókmenntafélagið Ævisögu Alberts Thor-
valdsens, skömmu eftir andlát hans. íslendingar hafa þá
ekki haft annað nafn á honum, en hversvegna og hvenær
nafni hans er breytt í Bertel, veit ég ekki.
Síra Matthías nefnir Thorvaldsen nokkrum sinnum bæði
í ljóðum og Söguköflum sínum. í kvæðinu um Kaup-
mannahöfn, þar sem hann ber saman annars vegar andans
menn Dana og hins vegar herkónga og stríðshetjur segir
svo: „Adam og Albert ég set ofar en Gorm eða Knút“, og í
skýringargrein með kvæðinu er sagt að það séu þeir
Öehlenschláger og Thorvaldsen. Eru þeir nefndir þarna í
sömu andránni eins og i áðurnefndu bréfi. En mestu máli
skiptir þó, að í sjálfu kvæðinu um Skagafjörð telur síra
Matthías upp nokkur stórmenni, sem þar séu fæddir eða
ættir eigi að rekja þangað og segir svo:
Síðast tel ég þó hinn fyrsta,
Albert jöfur allra lista
er ei þarna kyn þitt fœtt?
En Þorvaldur faðir Alberts var Skagfirðingur. Hygg ég
enginn þurfi að velkjast í vafa um, hver sá Albert er, sem
síra Matthías getur í bréfinu til síra Einars Jónssonar.
St. Std.
Tilmæli
Það eru vinsamleg tilmæli útgefanda Heima er bezt til
skuldugra áskrifenda að þeir greiði gíróseðla sína hið
fyrsta. Bent skal á að vegna hins lága hlutfalls auglýsinga í
Heima er bezt (5-6%), miðað við venjulegt auglýsinga-
magn í íslenskum tímaritum (25-50%), fá lesendur blaðs-
ins meira í sinn hlut af „hreinu“ tímaritsefni þar en víðast
annars staðar. Þess vegna er áskrift að Heima er bezt ódýr
og hagstæð kaupandanum.
Með bestu kveðjum,
Heima erbezt
Heimaerbezt 175