Heima er bezt - 01.05.1983, Qupperneq 32
Kvæðið fundið „ „ A. , ,..
Borgarfirði eystra, 24.4. 1983
Nú í síðasta blaði, mars-heftinu (bls. 104), er Klara Tryggvadóttir
á Húsavík að spyrja um ljóðlínur. Ég sé ekki betur en þetta sé úr
kvæði eftir Álf Magnússon og heiti kvæðið „Álfur“. Ég veit harla
lítið um Álf þennan, nema hann var Vestfirðingur, mjög vel
greindur, skáldmæltur en auðnulítill.
Ég ætla að gamni mínu að senda ykkur þessar vísur Álfs.
Álfur
Mín hugsun er stœrsla, að heiti ég A Ifur,
og hafa þá afsökun jafnan ég skal.
Ef náunginn segir: „Já, nú ertu hálfur“,
ég neita að virða hans siðferðishjal
Eg svara því engu og segi með mér:
Hann sannlega hálfur af vitleysu er!
— En hvað er að undra þó A Ifur sé hálfur,
sá auli, það nafnið hans flytur með sér.
Ef hreppsnefndin spyr mig, hvar hafi ég heimili,
ég held að égfari ekki að bera upp vörn.
Eg býð henni, ef hún vill skjóta í mig skœtingi
að skaffa henni sama árið þrjátíu börn!
Eg veit það að heimili ekkert ég á
og ótrauður valsa því skal til ogfrá.
Eg stoppa ekki fyrr en ég stingst oní gröfina
og staðfastast heimili öðlast ég þá.
Svo þegar loksins ég sveima til Péturs,
sveittur þá Itklega poka ég ber,
en þáfer í verra, því verið það getur,
hann vilji ekki hleypa i dýrðina mér.
Eg vona að karltetrið vorkenni mér,
er veit hann það hver þessi ferðlangur er.
Með stórsynda-drösul ég dingla um geiminn
og dansandi af kœti með Pétri ég fer.
Klara nefnir þarna brot úr kvæði með sama bragarhætti: „Nú
staulast ég veginn minn hokinn í hnjánum... “ Ég kann ekki
þessa vísu, en mikið finnst mér þetta minna á vísurnar hans Álfs
og ekkert ósennilegt að þetta sé úr sama kvæði og væri gaman að
frétta ef einhver vissi nánar um það.
Með bestu kveðjum,
Sigríður Eyjólfsdóttir,
Ásbyrgi, Borgarfirði.
Álfur, Albert og Ólafur
Þórður Tómasson sendi okkur miðvísuna úr kvæðinu og auk þess
upplýsingar um fleira:
Skógum, 27. aprO, 1983.
Ég var að lesa marsblað „Heima er bezt“ og sá að kona á Húsavík
var að spyrja um erindi sem ég ólst upp með, svo oft heyrði ég það
sungið. Höfundur er Álfur Magnússon sem féll útbyrðis af skútu
fyrir Vestfjörðum ef ég man rétt, hafði verið við nám í Lærða
skólanum í Reykjavík, maður vel gefinn en auðnulítill og drykk-
felldur.
Móðir Álfs var Guðrún Halldórsdóttir, síðast í Holti undir
Eyjafjöllum, systir maddömu Guðlaugar í Vík í Mýrdal, móður
Halldórs kaupmanns í Vík. Guðrún var vel verki farin, vel gefin
og hagmælt. Um Álf er ritað að mig minnir í bókinni „Dagur er
liðinn", ævisaga Guðlaugs frá Rauðbarðaholti, Rvk. 1946, en hún
er skráð af Indriða Indriðasyni.
Að sjálfsögðu á séra Matthías Jochumsson við Albert Thor-
valdsen í bréfinu til séra Einars í Miklabæ 4. apríl, 1889. (Sbr.
Heima er bezt, bls. 88, 1983).
Presturinn sem orti vísuna á bls. 101 um Guðrúnu Ósvífurs-
dóttur var séra Ólafur Indriðason á Kolfreyjustað.
Með kærri kveðju og bestu óskum.
Þórður Tómasson,
safnvörður,
Skógum undir Eyjafjöllum.
Meira um Álf
Ólafur Kjartansson sendi okkur líka textann eftir Álf, nánast
samhljóða. í bréfi sínu skrifar hann:
Seli, í aprfl 1983
f marsblaði Heima er bezt er spurt um kvæði með þessum hend-
ingum: „Eg stoppa ekki fyrr en eg stingst oní gröfina, og stað-
fastast heimili öðlast eg þá“.
Höfundur kvæðisins hét ÁÍfur Magnússon. Hann var fæddur
á Suðurnesjum 1871 og mun hafa alist þar upp. Hann tók inn-
tökupróf í Lærða skólann fermingarárið sitt. í skólanum átti hann
góða kunningja meðal bekkjarbræðra sinna, og þótti margt
fremur um hann en ýmsa af jafnöldrum hans. Syndur var hann
sem selur og flestum betri í líkamsíþróttum, skarpur og næmur og
nokkuð skáldmæltur, en stundum kerskinn í kveðskap sínum.
Álfur var 3 vetur í skóla, hætti þá námi og gerðist sjómaður.
Ævilok hans urðu þau að hann hvarf af fiskiskútu fyrir Vestur-
landi í ágúst 1898 og var þá 27 ára gamall. Áfengi mun hafa orðið
ógæfa hans.
Þetta og fleira um Álf er að finna í bók Indriða Indriðasonar,
„Dagur er liðinn".
Með kærri kveðju til Heima er bezt,
Ólafur Kjartansson.
Seli,
Grímsnesi,
Árnessýslu.
176 Heima er bezt