Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Side 4

Heima er bezt - 01.05.1996, Side 4
Agœtu lesendur. Lengi heíiir mannkynið leitað uppnana síns, leitað sannanna með hjálp fomleifafræðinnar og fleiri vísindagreina, fyrir tilveru Adams og Evu, sem Biblían segir að hafi verið forfeður alls mannkyns. Ekki verður þó séð að vísindin séu almennt sammála kenningum Biblíunnar um uppmna mannsins, því þau virðast telja að forfaðir mannkynsins hafi verið simpansi, með öllum þeim einkennum og eðli, sem með þeim dýrum búa. Hvað svo varð til þess að forfaðir mannsins allt í einu tekur upp á því að yfirgefa letilífið í tijánum og leita út á sléttumar, þar sem hann hóf að veiða sér til matar, hefúr alla tíð verið vísinda- mönnum ráðgáta. Eflir að út á sléttumar kom hélt þróun sköpunarinnar svo áffarn að hanna þennan nýja meið dýraflokksins, hann rétti úr sér svo að auðveldara væri að ganga langar vega- lengdir og heili hans stækkaði, eftir því sem hann tókst á við flóknari verkefni. Uppi hafa verið kenningar um að einhveijar náttúmhamfarir hafi orðið til þess að þessi aðskilnaður á milli simpansa og forföður mannsins hafi orðið, en það er auðvitað ósannað at- riði. Einnig er nokkuð merkilegt í þessu sambandi, hvað mannkyns- greinin tekur óskaplegri ffamþróun á meðan simpansagreyin sitja eftir, nánast gjörsamlega í sama farinu, algjörlega staðnaðir, ef svo mætti segja. Mannkynið er búið að smíða sér griðarlega flókið farartæki, sem hefúr gert því kleift að komast til tunglsins, þessa ,jiætur- lampa,“ sem lýst hefúr öllu jarðlífi allt ffá upphafi þess og raunar mikið lengur. En allt, sem blessaðir simpansamir hafa komist yfir að útbúa sér til hægðarauka og tæknivæðingar, er vesæll greinar- bútur, sem þeir hafa brotið af næsta tré og sem þeir nota til þess að pota inn í holur og göt í ætisleit. Reyndar hafa þeir, sumir hveijir, komist upp á lag með að notfæra sér steina sem verkfæri til þess að bijóta upp hnetur og aðra harðvöru, sem býr yfir ýmsu góðgæti að þeirra mati. En þetta er auðvitað varla nokkuð, sem tekur að nefna í saman- burði við það, sem hliðargrein þeirra, maðurinn, hefúr áorkað og komið í verk. Þegar maður veltir þessum atriðum fyrir sér, til gamans, þá finnst manni varla passa inn í myndina, vegna þessa geysilega hraðamunar á þróun ættkvíslanna, að einhver hluti simpansaættar hafi bara einn góðan veðurdag, tekið upp á því að kliffa niður úr tijánum og upp ffá því tekið þessum stórstígu framfömm rétt si svona. Líklegra finnst manni, a.m.k. út ffá sjónarhomi leikmanns, að þama hafi komið til skyndileg stökkbreyting í arfberum. Skyndi- lega hafi orðið til einstaklingur eða einstaklingar, með aðra eigin- leika og hæfni en áar þeirra, sern m.a. hafi gert þá hæfari til þess að komast af og veija sig. Menn hafa óralengi verið að leita að hinum svo kallaða „týnda hlekk,“ það er, vem, sem væri millistigið á milli manns og apa, og er þá væntanlega verið að hugsa málið út ffá því að maðurinn hafi þróast stig af stigi ffá apanum, forföður sínum. Fyrir nokkrum árum fúndust í Eþíópíu, steingerðar leifar 17 einstaklinga, sem talið var að hefðu verið uppi fyrir 4,5 milljón- um ára. Fundarmenn hafa gert að því skóna að þama kunni að vera um að ræða „týnda hlekkinn,“ þó ekki sé enn að fúllu ljóst hvort um er að ræða forföður simpansa eða manna. Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé í rauninni alltaf verið að leita að því, sem aldrei hefúr verið til, i þessu efni. Stökkbreyting- ar ýmiss konar í dýrarikinu, og reyndar líffíkinu öllu, em vel þekktar, svo hvers vegna gæti mannkynið ekki einmitt hafa orðið til við eina slíka.? Stökkbreytingar geta reyndar orðið viðkom- andi afbrigðum bæði til gagns og ógagns. Um leið og þær geta orðið til þess að viðkomandi verði hæfari til þess að komast af, þá geta þær að sjálfsögðu líka orðið til þess að gera viðkomandi óhæfan til hins sama. Tökum sem dæmi dýrategund, sem ætti allt sitt undir því að vera í réttum felulitum, og einstakling af henni, sem allt í einu yrði fyrir stökkbreytingu eða galla í litningi, sem ylli því að hann fæddist með afar áberandi lit. Ekki er líklegt að hans æviganga yrði löng, í umhverfi, þar sem lögmálið „eins dauði er annars brauð,“ er í fúllu gildi. Vísindamenn segja að menn og simpansar eigi nú um 98% af erfðaefni sínu sameiginlegt, en þau 2%, sem á milli greinir, séu afar mikilvæg, því þau fela m.a. í sér það að húð manna er nær hárlaus og að heili þeirra er mun stærri en simpansans. Já, „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi,“ segir máltækið, og það er aldeilis ekki lítið, sem þessi 2% hafa komið til leiðar. Stundum er því haldið ffam að það sé í raun tilviljun í hvemig mynd lífið hefúr þróast hér á jörðinni. Frumatómin geta raðað sér saman á óteljandi vegu. Tengingarmáti þeirra á jörðinni varð til þess að líffíki hennar varð ems og það er. Umhverfisþættir og af- komumöguleikar hafa svo mótað það og slípað á langri þróunar- leið í þá mynd, sem við þekkjum í dag. Á öðrum hnetti, við aðrar aðstæður, gæti það hafa þróast á gjörsamlega ólíkan hátt, og jafn- vel hefði ekki þurft annan hnött til. Auðvelt er því að láta sér detta í hug að lífið sé ekki „bara“ í þeirri mynd, sem við þekkj- um. Það væri í raun of mikil einföldun á þeim gríðarlegu ómælis- víddum og fyrirbærum geimsins, sem við emm reyndar svo agn- arsmár hluti eða brot af, að það tekur því varla að minnast á okk- ur eða jafnvel sjálfa fóstm okkar, jörðina, út ffá þeim sjónarhóli. En ekki skal sér hætt lengra út á þær risabrautir að þessu sinni, en setja einfaldan og lítinn jarðarpunkt hér við. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 160 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.