Heima er bezt - 01.05.1996, Side 6
Skólinn
Margrét, lítil stúlka í sveit á Þor-
valdsstöðum, tveggja ára.
Fermingarmynd af Margréti
Sigríði.
Ég fór ekki í skóla fyrr en 10 ára gömul. Fram að þeim
tíma var mér kennt heima. Amma kenndi mér að lesa og
mamma kenndi mér íslensku og það var eiginlega sam-
eiginlegt verkefni á heimilinu að koma börnunum til
mennta. En 10 ára byrjaði ég í skóla og þá í nokkurs kon-
ar farskóla. Minn fyrsti kennari var Guðlaug Sigurðar-
dóttir frá Útnyrðingsstöðum, sem margir kannast við en
hún var kennari í ljöldamörg ár á Völlum og í Skriðdal.
Guðlaug var hálfan mánuð í einu við kennslu á Völlum
og annan hálfan mánuð í Skriðdal. Ég var því hálfan
mánuð í skólanum og hálfan mánuð heima. Ég man að ég
kveið alveg óskaplega fyrir að fara í skóla. Það er erfitt
fyrir krakka sem aldrei hafa farið að heiman að þurfa að
búa annars staðar í hálfan mánuð í einu. Síðan var ég svo
lánsöm að komast í Hallormsstaðarskóla og var í fyrsta
árgangi sem sótti skóla þangað. Það voru fjögur sveitar-
félög sem stofnuðu hann; Vallahreppur, Skriðdalshrepp-
ur, Fljótsdalshreppur og Fellahreppur. Hallormsstaðar-
skóli byrjaði í upphafi árs 1967. Við tókum fúllnaðarpróf
eins og það hét þá og vorum líka í fyrsta og öðrum bekk
gagnfræðaskóla hér á Hallormsstað. Eftir það fór ég í
Eiðaskóla og tók þar landspróf og síðan 5. bekk. Þá tók
ég mér frí frá hefðbundnu námi í einn vetur og fór í tón-
listarskóla á Egilsstöðum fram að jólum. Ég hafði átt pí-
anó frá því að ég var barn og hafði alltaf langað að læra á
hljóðfæri svo að ég var að láta gamlan draum rætast. Því
miður tók ég aldrei nema fyrsta stig á píanó, þá tók við
annríki á öðrum sviðum.
Eftir áramót þennan vetur fór ég í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og var þá búin að ákveða að fara í Hús-
stj órnarkennaraskólann.
Hússtjórnarnámið
í mínum huga kom aldrei til greina að feta í fótspor
ömmu minnar og verða ljósmóðir. Á yngri árum ól ég um
tíma með mér þann draum að verða hjúkrunarkona en ég
gerði mér fljótlega grein fyrir að það gengi ekki, til þess
var ég of hrædd við blóð. Afi var mjög metnaðargjarn
Uppvaxtarárin
Ég er uppalin á Austurlandi, nánar til-
tekið á Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Móð-
ir mín, Jóna Vilborg Friðriksdóttir, er
þaðan, en faðir minn, Sigbjörn Brynj-
ólfsson, er frá Ekkjufelli í Fellum. Ég
ólst upp á Þorvaldsstöðum hjá afa mín-
um og ömmu, sem hétu Friðrik Jóns-
son og Sigríður Benediktsdóttir. Um
það leyti sem ég fæddist gerðu for-
eldrar mínir sér grein fyrir því að þau
áttu ekki samleið og mamma fór með
mig heim í Þorvaldsstaði. Nokkrum
árum seinna giftist hún og fór að búa
þar líka þannig að ég var að mestu
leyti alin upp hjá afa og ömmu en hafði móður mína og
stjúpa, Kjartan Runólfsson, og svo systkini mín á sama
heimilinu. Ég á engin alsystkini en mörg hálfsystkini og
ólst upp með fjórum þeirra.
Mér finnst að ég hafi átt óskaplega notalega og góða
æsku. Afi minn og amma voru mikið sómafólk og voru
mjög ánægð með að fá eitt barn til að hlúa að á efri árum
og það gerðu þau sannarlega af mikilli kostgæfni. Afi
minn var mikill framámaður í sinni sveit. Hann var odd-
viti til margra ára og amma var ljósmóðir þannig að þau
höfðu í ýmsu að snúast en gáfu mér þó góðan tíma.
162 Heima er bezt