Heima er bezt - 01.05.1996, Side 8
skólanámi en ég gætti bús og bams og vann fyrir okkur.
Fyrstu árin vann ég í eldhúsinu á Landsspítalanum og var
þar í ýmsum störfum, bæði við matargerð og eins vann ég
sem tengiliður milli eldhúss og deilda. Ég ræddi við sjúk-
linga, ráðlagði þeim um mataræði og kom óskum þeirra á
framfæri í eldhúsinu. Þetta var að mörgu leyti erfitt starf,
þó aðallega andlega og erfiðast af öllu fannst mér að fara
á barnadeildina. En þetta var jafnframt þroskandi og
kenndi manni að vera ekki að óskapast út af smámunum.
Til útlanda
Haustið 1979 ákváðum við að skella okkur til Dan-
merkur. Sigfús hafði þá lokið BA-prófi í íslensku og
þýsku en mig langaði að bæta við mig og átti næsta leik.
Við fórum til Árósa í Danmörku, þar sem ég fór í fram-
haldsnám í næringarfræði í háskólanum. Sigfús fékk svo-
kallaðan gestapassa inn í háskólann og fór að læra leik-
húsfræði. Við vorum rúmt ár í Danmörku og ég sé ekki
eftir þeim tíma. Þetta var skemmtilegt og eftir á að hyggja
hefðum við gjaman viljað vera lengur.
Aftur heim
Það sem m.a. kallaði okkur
heim var að mér bauðst starf
á göngudeild Landsspítalans.
Ég hafði aðeins verið þar við
afleysingar, sem matvæla-
leiðbeinandi fyrir sykursjúka,
og það starf var laust þarna á
haustdögum. Ég hafði áhuga
fyrir þessu starfi svo ég
tímdi ekki að sleppa því og
við drifum okkur heim. Ég
starfaði í 4 ár á göngudeild
fyrir sykursjúka með Þóri
Helgasyni lækni og hans
starfsliði. Þetta var lítil
deild en afskaplega
skemmtilegur og góður
vinnuandi. Þarna vann ég
hálfan daginn, hitti sykursjúkt fólk og leiðbeindi því í
sambandi við mataræði.
Á þessum Reykjavíkurárum var Sigfús við kennslu og
nam uppeldis- og kennslufræði í Háskóla Islands. Árið
1981 eignuðumst við okkar annað barn, Snorra Grétar og
tíminn leið eins og hjá flestum á þessum aldri, við nám
og starf. Við fórum í byggingarsamvinnufélag í Kópavogi
í þeim tilgangi að eignast þak yfir höfuðið. Við vorum
sem sagt í þessu hefðbundna brasi ungs fólks, of mikilli
vinnu, að koma þaki yfir höfúðið, á framabraut og að
eignast börn. Á þessum tíma, upp úr 1980, var mjög erfitt
að eignast nokkuð. Það var ekkert samræmi í launum og
Fjölskyldumynd frá Hallormsstað, Margrét
og Sigfús með börnin þrjú.
Brúðkaupsmynd af Margréti og Sigfúsi.
Margrét og Sigfús í Danmörku 1980.
k
164 Heima er bezt