Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Side 15

Heima er bezt - 01.05.1996, Side 15
Hann sagði það vera sína sannfær- ing, að stjórnfrelsi landsins stæði enginn háski af undirskrift forsætis- ráðgjafans danska, undir skipun ís- landsráðgjafans og að hraðskeyta- samband það, er hann hefði útvegað hjá Ritsímafélaginu danska, væri langbest og ódýrast alls þess, er vér ættum kost á. Þessu samkvæman taldi hann og þjóðarviljann mundu vera, einkum á Norðurlandi (Hrafns- gili), og því væri svo sem ekki mikil ástæða til að vera að rjúfa þing, o.s.frv. Þetta vandlega hugsaða, sannorða og viturlega svar, var það, sem fékk þær undirtektir af bænda hálfu og viðstaddra Reykvíkinga, sem fyrr segir. Til alþingis og alþingismanna. Alþingi í heild sinni, sendi fundur- inn bréflega fyrrnefndar ályktanir, ásamt einróma yfirlýsingu fundar- manna um, að yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda í nefndum kjördæm- um (Rangárvalla, Arness, Gullbringu og Kjósar, Borgarfjarðar og Mýra) sé, að því er þeim sé frekast kunnugt, af alhug samdóma fundarlyktunum. Samhljóða bréf að miklu leyti, var þeim ritað, þingmönnum þessara kjördæma, þeim er kunnugt er um að eru andvígir þjóðarviljanum í stór- málum þeim, er hér um ræðir, undir- skrifað hvert um sig af þar til kjör- inni fyrr nefndri tylft manna úr hverju kjördæmi, er skyldi flytja þeim bréfið sjálfir, og var í niðurlagi bréfsins áskorun um að fylgja fram ályktunum fundarins á alþingi, „en leggja að öðrum kosti niður þing- mennskuumboð yðar tafarlaust.“ Annar þingmaður Rangæinga, f. landsh. Magnús Stephensen, gerði sér lítið fyrir, og synjaði þeim áheyrnar, er honum skyldi flytja þetta bréf. Hinir gerðu þó ekki það, en svarið var bergmál af orðum hús- bónda þeirra, ráðgjafans, nema þjá þm. Borgf. (Þórh. B.) einhverjar vífilengjur, sem lítið þótti vera á að græða, nema það þó, að hann kvaðst vera fús að leggja niður þing- mennsku, ef sá væri vilji kjósenda. Skilnaóarsantkvæmi lítilsháttar var þeim haldið um kveldið, þriðjudagskveldið, í Báru- húsinu, gestunum úr sveitinni, þeim er fundinn höfðu sótt, með forgöngu Þjóðræðisfélagsstjórnarinnar. Þar var húsfyllir. Veitingar kaffi og óáfengir drykkir. Samkvæmið stóð nokkuð fram yfirmiðnætti, nál. 4 stundir, og varð að kalla aldrei þann tíma allan, nokkurt hlé á ræðum, söng eða hljóðfæralist (á lúðra). Þessir voru ræðumennirnir, taldir í stafrófsröð, og má þó vera, aðein- hverjum sé gleymt: Agúst Jónsson amtsráðsmaður í Höskuldarkoti, ritstjórarnir Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson, Eyjólfur Guðmundsson oddviti í Hvammi, mag. Guðm. Finnbogason, Guðmundur Lýðsson bóndi á Fjalli, cand. theol. Haraldur Níelsson, Jens prófastur Pálsson, Kolbeinn Eiríksson bóndi í Más- tungu, síra Ólafur alþm. Ólafsson, Pétur hrepppstjóri í Hjörsey Þórðar- son, Stefán Hannesson kennari úr Mýrdal, Stefán f. prestur Stephensen frá Laugardalshólum, Stefán alþm. Stefánsson kennari frá Möðruvöll- um, alþm. dr. Valtýr Guðmundsson háskólakennari, Vigfús Guðmunds- son bóndi í Haga, Þorsteinn Hjálms- son bóndi í Örnólfsdal og Þórður hreppstjóri Guðmundsson frá Hala. Þess eru engin dæmi, að jafnmikill og góður rómur hafi gerður verið að máli manna á neinni samkomu hér, og þótti engu síður til þess koma, sem ýmsir bændur töluðu, heldur en hjá Reykvíkingum, sem vanari eru við að tala í margmenni. Fór sam- kvæmið hið besta fram, skipulega og prúðmannlega, og töluðu það mjög margir, að ánægjulegra kveld hefðu þeir ekki lifað á ævi sinni. Því lauk með því, að Þórður héraðslæknir Pálsson, söng kvæðið: „Þú ert móðir vor kær,“ af mikilli snilld. Margt manna reið með bændum á leið, er þeir lögðu á stað heimleiðis daginn eftir. Þeir kusu það heldur en að eiga þátt í þjóðhátíð þeirri á Landakotstúninu, er stjórnarhöfð- ingjarnir höfðu efnt til og stóðu fyrir. ísafold 28. júní 1905. Þingmálafundir Gullbringusýsla. Eftir Hafnarfjarðarfundinn, voru fundir haldnir á 4 stöðum í þeirri sýslu, á Brunnastöðum á Vatnslysu- strönd, í Keflavík, á Gerðum í Garði og að Garðhúsum í Grindavík. Fundarmenn voru á Ströndinni, kjósendur, 25, í Keflavík um 40, í Garðinum 12 og í Grindavík 24. Allsstaðar var þar ritsímamálið efst á dagskrá og allsstaðar samþykkt í e.hlj. hörð ámæli í stjórnarinnar garð út af ritsímasamningnum alræmda og skorað á þingið að hafna honum al- gerlega, en leita betri kosta með loft- skeyta aðferð. Undirskriftarmálið fékk þær undir- tektir á 2 fundunum í einu hlj. að undirskriftin (forsætissráðh.) var tal- in „háskalegt brot á landaréttindum vorum“ og skorað á alþingi „að mót- mæla þeirri lögleysu alvarlega.“ Hinir fundirnir (í Garð og Grinda- vík) fóru vægilegar í málið, en víttu þó aðferðina eindregið, í Grindavík með 9 atkv. og í Garðinum með 5. Um réttarfarið var með öllum sam- hljóða atkv. samþykkt á 3 fundunum samhljóða ályktun þeirri, sem sam- þykkt var í Hafnarfirði (sbr. síðasta bl.). En á Garðsfundinum var því máli ekki hreyft. Hólmverjar m.fl. Fyrir innhreppa Snæfellsnessýslu, svo og Hnappadalssýslum var þing- málafundur haldinn í Stykkishólmi 19. þ.m. Fulltrúar úr úthreppunum 5 héldu fund 4 dögum áður í Ólasvík, sbr. síðasta blað. Þar voru á fundi 30 kjósendur mest, nær eingöngu úr 2 næstu hreppum og Stykkishólmi, 2 úr Hnappadalssýslu. Af þeim 30 greiddu 22 atkvæði í Heima er bezt 171

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.