Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 16

Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 16
aðalmálinu á fundinum, því er mest var rætt þar sem annarsstaðar, sem sé ritsímamálinu, 15 með og 7 móti þessari ályktun: „Fundurinn lýsir yfir því, að hann sé hlynntur ritsímalagningu milli landa og innanlands, en skorar jafn- framt á alþingi, að gæta þess, að landinu verð ekki reistur hurðarás um öxl.“ Með 9 atkv. gegn 3, fékk þingmað- urinn, snæfellska yfirvaldið, marið fram svofelldri ályktun í undirskrift- armálinu, meira en helmingur fund- armanna hefir ekki greitt atkv.: „Fundurinn lítur svo á, sem undir- skriftarmálið sé og hafi jafnan reynst formspursmál, sem ekki sé gerandi mikið úr.“ Strandamenn. Þaðan hefur frést, að fundur í norðurhreppum sýslunnar hafi sam- þykkt mjög harðorðar ályktanir í stjórnarinnar garð í ritsímamálinu og undirskriftarmálinu. Meira vitum vér eigi þaðan. Heldur kákkenndar ályktanir í stór- málunum kváðu hafa verið sam- þykktar bæði á Akureyri og á Ljósa- vatni (fyrir Suður-Þingeyjarsýslu). En fjöldi manna ekki tekið þátt í at- kvæðagreiðslunni, á báðum fundun- um. ísafold 7. júní 1905. Upp á besta máta Þann veg orðaða fundarályktun er mælt að stjómarliðar hugsi sér að fá samþykkta á sínum þingmálafundum í ritsímamálinu, þ.e. láta fela sér að ráða því til lykta „upp á besta máta.“ Ekki er búist við miklum skarp- leika hjá kjósendum þá sem oftar. Það er gert ráð fyrir, að þeir skilji það ekki eða sjái ekki, að þar með verjast kjósendur allra frétta um, hvað þeir vilja og gefa sig alveg á vald þingmanna. En tilgangur þing- málafunds er þó að veita kjósendum kost á að láta uppi sinn sameiginlega vilja, hvort sem hann kemur heim við það, sem þingmenn vilja vera láta eða ekki. Hitt er skriðdýra háttur í mannsmynd, og annað ekki. Enda er naumast til sú óhæfa í meðferð og úrslitum þjóðmála, að ekki finnist þeim og þeim þingmanni það vera að ráða fram úr málinu „upp á besta máta,“ eða þá að þeir fullyrði að svo sé, ekki síst ef vald- hafar þeir, er þeir þjóna, vilja svo kveðið hafa. Ráógjafinn. kom heim aftur úr Khafnarferð sinni nú á sunnudaginn 4. þ.m., og frú hans með honum. Ritsímakostnaðurinn. Hann verður 11-1200 þús. kr. í minnsta lagi, frumkostnaðurinn, sem á landssjóði lendir, ef með er talinn álman til Ísaíjarðar en sleppt öllum kvíslum öðrum út frá honum, stórum og smáum, og sömuleiðis sleppt hin- um gífurlega viðhaldskostnaði, sér- staklega endurnýjun símastólpanna á 15-16 ára fresti. En 11-1200 þús. kr. er sama sem hér um bil 14-16 króna kostnaður á mann, hvert mannsbarn á landinu. Það er aftur sama sem fast að 100 kr. á hvert meðalheimili á landinu (6,4 menn í heimili). Það er nefskatturinn, sem „heima- stjóm“ vor hefir strengt þess heit að leggja á þjóðina og ætlast er til að fulltrúar hennar, þingmenn, samsinni henni um, til þess að ráðgjafinn verði ekki fyrir neinu skakkafalli fyr- ir glappaskot hans, ritsímasamning- inn alræmda. Því annars „steypa þeir ráðgjafan- um!“ Það er voðinn, sem við liggur og allt verður fyrir að þoka annað. Lögsóknargrýlan. Það er eitt, sem stjórnarliðar hugsa sér að beita til að hræða og kúga þjóð og þing til að gera sér að góðu gjörðir ráðgjafans í ritsímamálinu, að Ritsímafélagið norræna muni fara í mál, ef samningurinn verð ekki lát- inn standa. Ekki sé betra að verða dæmdur til að greiða þennan 100 kr. skatt af hverju heimili á landinu og máls- kostnað að auki, heldur en að láta hann góðmótlega. Nú vita allir, að þeir einir fá að jafnaði dóm fyrir því, sem þeir fara fram á er einhver lög hafa fyrir sér, gildandi lög. En fyrir heimild ráðgjafans til að gera samninginn alræmda við rit- símafélagið getur það ekki bent á nein lög, nema ef vera skyldi fyrri ára fjárlög, sem öll eru og voru úr gildi gengin, þegar samningurinn var gerður. Þá giltu og nú gilda aðeins, Qárlögin fyrir árin 1901-1905. En þar er, eins og allir vita, ekki nokkur einn heimildarstafur fyrir þessu. Fé- lagið verður blátt áfram að gjalda glópsku sinnar, er það semur við mann, sem enga hemild hefir til að gera þetta, sem hann gerir. Svo er um allt, sem það verður á. Eða ætti máske heldur að láta skaðann bitna á bláfátækum, íslensk- um barnamönnum, með 100 kr. á heimili hvert, en útlendu stórgróða- félagi, með fleiri milljóna höfuðstól en öll þjóðareign vor nemur. Með s/s Laura. Er hér kom á sunnudaginn, var fjöldi farþega, auk ráðgjafahjónanna og Marconifélags erindrekanum, bæði hingað og á vesturhafnimar, þeirra á meðal Ásgeir kaupm. G. Ás- geirsson af ísafirði og móðir hans, ekkjufrú Sigr. Ásgeirsson. Hingað komu læknaskólakandídatarnir Jón Rósenkranz og Matthías Einarsson og eitthvað 12 stúdentar. Ennfremur eitthvað af enskum ferðamönnum. íslenskir Molbúar. Regluleg Molbúasaga er það, sem hér gengur um bæinn frá því á sunnudaginn, er Marconimaðurinn kom hingað, og heldur tvær en ein saga þó, af nokkrum ónefndum 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.