Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 17
heimastjórnarhöfðingjum, sem hafa verið heldur daufir í dálkinn síðan. Önnur er sú, að maður þessi muni hafa með sér í vasanum hraðskeyti þau, er síðar eigi að láta sem borist hafi hingað með hraðskeytstólum Marconi. Þau verða sjálfsagt meðal annars um ýmis óorðin tíðindi utan úr heimi og yrði þá Marconi og hans menn að hafa vitað þau öll fyrirfram áður en Laura fór frá Leith! Hin er, að ekkert sé að marka, þó að hraðskeyti geti borist hingað handan um haf með Marconi-um- búnaðinum. Hér þurfi að sanna, að þau geti borist héðan líka út fyrir pollinn með þeim sama umbúnaði. En það sannist ekki íyrr en hér sé reist afgreiðslustöð. Samsetning loftsins hér geti verið öll önnur en þar og aftrað því, að hraðskeyti geti orðið send héðan! Enginn alþýðumaður mundi geta látið út úr sér svona „dellu.“ Það þarf „vísindalega“ flónsku til þess. usQb s Gissur O Erlingsson: mér fyrir sjónir, há tign í tvennri merkingu, því bæði var hann flestum mönnum hærri vexti og enginn hon- um hærri að metorðum hafði fram að því stigið fæti á íslenska grund. Hið fyrra skipti, sem augu mín höfðu glaðst af þvílíkri upphefð, var árið 1921 er gufusnekkja af stríðsdreka konungs, „Varkyrjunni,“ batt landfest- ar og jöfur steig á land. Hafði hann þá enn aukið hæð sína að verulegum mun með bjarnarskinnshúfu einni mikilli og hárri, er hann hafði á höfði til merkis um mikla tign sína og hæð umfram aðra menn, er hann gekk í fararbroddi síns ffíða föruneytis ásamt frú sinni ágætri, eftir rauðum dregli upp hallandi Steinbryggjuna fram af Eimskipafélagshúsinu og undir blómum og fánum skrýddum sigurboga, þegar hana þraut. í það skipti var Menntaskólinn lagður undir konung og fjölmenna hirð hans. Nú, þessa sumardaga, var það er- indi konungs við þegna sína íslenska, að fagna með þeim þúsund ára af- mæli Alþingis íslendinga á hátíð, sem haldin skyldi á Þingvöllum dag- ana 26. og 27. júní. Var einnig hing- að komið margt stórmenna af fjörr- um löndum sömu erinda. Þá var og korninn hópur af Norð- urlöndum á samnorrænt stúdenta- mót, hið þriðja í röðinni, sem nú var haldið hér á landi í tilefni hátíðarinn- ar. Höfðu slík mót áður verið haldin Sumarið 1930 verður íslendingum minnisstætt fyrir alþingishátíðina og allt það umstang, sem henni fylgdi. Þá var Hótel Borg nýbyggð svo taka mætti á móti erlendum höfðingjum með nokkurri reisn, þó ekki konungi vorum, Kristjáni tíunda, sem að þessu sinni þótti vist tryggara að dvelja i herskipi sínu, „Niels Juel,“ nætur sinar hér við land. Var það í annað skipti, sem hans hátign bar Stúdentcir við tjaldborgina í Hvannagjá. MINNINGA- BROT FRÁ STÚDENTAMÓT- INU 1930 Z Heirna er bezt 173

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.