Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.05.1996, Qupperneq 18
Krístján konungur X, heilsar stúdentum í Hvannagjá. Taliðfrá vinstri: Bergljót Magnúsdóttir, tannlœknir, Sigríður Guðmundsdóttir (Rokstad), KatrínJ. Smári, Einar B. Guðmundsson prófessor, Þórir Kjartansson, lögfrœðingur, Haraldur Bjarnason, skrifstofumaður. Jón Sigurðsson verkfræðingur (slökkvi- liðsstj. ogsíðar vatnsveitustjóri), stendur konungi á hœgri hönd, að nokkru leyti falinn. Fleiri verða ekki þekktir með vissu á myndinni. í Osló 1925 og Stokkhólmi 1928, og einhverjir íslenskir stúdentar tekið þátt í þeim. Hófst þetta mót miðvikudag 25. júní, eftir að hinir erlendu stúdentar, sem voru 227 tals- ins, höfðu stigið á land úr norska skemmtiferðaskipinu Hellig Olav, með því að Einar Arnórsson, þáverandi háskóla- rektor, fyrrverandi ráðherra og síðar hæstaréttardómari og aft- ur ráðherra, bauð vora norrænu gesti velkomna af svölum Al- þingishússins, sem þá hýsti einnig Háskólann. Síðan var hinni ungu sveit og raunar allstórum hópi eldri stúdenta, smalað upp í Gamla bíó, sem fáum árum áður var risið við Ingólfsstræti, hið glæsilegasta hús að innviðum þá eins og nú. Mótið setti Thor Thors stud. jur, siðar sendi- herra, formaður hinnar ís- lensku stúdentamóttökunefnd- ar, og eftir það töluðu fulltrúar allra hinna Norðurlandanna. Minnisstæð er mér djúp og karlmannleg rödd Davíð Stef- ánssonar skálds frá Fagraskógi er flutti ávarp af hálfu ís- lenskra stúdenta, en því miður er mér ræða hans liðin úr minni og hef ég ekki, enn sem komið er, hirt um að gera leit að henni. Þótt skömm sé frá að segja þá eru einu orðin, sem ég þykist muna óbrengluð úr samkundu þessari, úr kvæði, sem einn hinna erlendu gesta felldi inn í ræðu sína og hljóða svo: „I Solens skraa Straaler, der ligger han og trawler“ og vísa til miðnætur- stemmningar á Hornbanka eða þvi- líkum slóðum, og kannski komust þessi orð til langdvalar inn í höfuð- skel minni vegna þess, að ég hafði um sumarsólstöður árið áður, verið þar á togara og horft uppnuminn á Drangajökul og StrandaQöllin böðuð geislum miðnætursólarinnar, en þeg- ar augu urðu slitin frá þeirri dýrðar- sýn og litið í norður, þá blasti við beinn og breiður vegur, gulli lagður, beint að ljósgjafanum mikla, sem eina hverfula stund, hafði tyllt sér niður og ók likt og rauðleitt risahjól eftir hafsbrúninni, uns hann hóf sig aftur til flugs. Þá rifjast líka upp slitur úr kynn- ingarkvikmynd, sem þarna var sýnd og í henni, meðal annars forvitnilegs efnis, vinnubrögð við fisk á sjó og landi. Gaf þar að líta togara að veið- um, sýnt hvernig trollið var tekið inn, pokahnúturinn leystur og inni- haldið látið steypast með sporðaköst- um á dekkið. Þá sást háseti taka um hnakkann á spriklandi steinbít og lyfta honum að strengdum vír, sem hann læsti í tönnum og hékk þar. Við þessa sjón var sumum hinna erlendu áhorfenda ofboðið, og við hlið mér gall við rödd, skelfingu þrungin: „Dyrplageri!" og fannst víst við- stöddum stúdentum, íslenskum með víkinga- og sjómannsblóð í æðum hneykslan piltsins næsta hláleg. Eftir móttökuathöfnina í Gamla bíói, var sest að veisluborði á Hótel Borg, ræður haldnar og sungnir stúd- enta- og ættjarðarsöngvar, og að því loknu, um áttaleytið um kvöldið, safnast í bíla og haldið til Þingvalla. Á Þingvöllum hafði verið slegið upp tjaldborg mikilli í Hvannagjá, þeim hluta Almannagjár, sem er upp af Leirunum, handa stúdentunum meðan þeir dveldu á hinum helga stað. Þar er gjáin allmiklu grynnri en nær þingstaðnum sjálfum, slétt og grasi gróin í botninn, skjólgóð og til- komumikil. Var næturvistin þó nokk- uð kaldsöm þar á einfoldum segldúk A 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.