Heima er bezt - 01.05.1996, Qupperneq 19
undir þunnum brekánum á beddum,
sem klambrað hafði verið saman til
þeirra nota.
Reynt var að blanda saman þjóð-
ernum, þannig að hverjum íslenskum
stúdent var ætlað að hafa ofan af fyr-
ir tveim til þrem útlendum, þá daga
sem þeir dveldust hér á landi. Var
það danskur piltur, Erik Bratting, og
norsk stúlka, Gudrun Monsen, sem
mér voru fengin til handleiðslu. Ekki
sköpuðust nein varanleg vináttu-
tengsl milli mín og þessara stúdenta,
sem ég átti að mata á fróðleik um
land og þjóð og reyna að sjá um að
leiddist ekki úr hófi fram, og er ekki
mitt að dæma hvort það tókst.
Norska stúlkan var lítil og lagleg
og ljúf í viðmóti, en nokkuð fannst
mér gæta herraþjóðargorgeirs hjá
piltinum. Til að mynda fysti blaða-
ljósmyndara einn að taka mynd af
Guðrúnu, sem skrýdd var fallegum
norskum þjóðbúningi, og hafði stillt
sér upp á stein í því skyni, og sannar-
lega hefði hún sómt sér vel á ein-
hverri kápusíðunni í sínu rauða og
hvíta skarti, með stúdentshúfu á
höfði og hinn fagra og tilkomumikla
fjallahring að baksviði. En sá danski
brást hinn versti við og linnti ekki
látum fyrr en myndasmiðurinn sá sitt
óvænna eftir nokkurt karp og hvarf á
braut. Stúlkan hafði þar engan at-
kvæðis- eða tillögurétt, þótt ekki
leyndi sér gleði hennar yfir þeirri at-
hygli, sem hún vakti og vonbrigði
yfir málalyktum.
Fyrri dag hátíðarinnar, 26. júní,
setti Tryggvi Þórhallsson, þáverandi
forsætisráðherra, hana með ræðu, en
síðan steig Kristján konungur í ræðu-
stól til að setja Alþingi, og flutti
setningarformálann á íslensku, sem
þó var naumast skiljanleg í fram-
burði konungs og komu víst ein-
hverjum í hug skopstælingar ágætra
leikara okkar á málfari sumra Dana,
búsettra hér á landi, sem voru að
burðast við að tala íslensku.
Síðari dag hátíðahaldanna skyldi
okkur stúdentum hlotnast sú upphefð
að hávelborinn jöfur heiðraði okkur
með heimsókn í tjaldbúð okkar og
handabandi. Gekk nú framfyrir
skjöldu fyrirliði hins danska stúd-
entaliðs, kallaði saman lýðinn í því
skyni að kenna tilhlýðilega fram-
komu við hið konunglegu handa-
band. Var öllum hópnum raðað upp
eins og síðar yrði þegar stóra stundin
rynni upp, og rækilega brýnt fyrir
mönnum hvernig þeir skyldu bera
sig að. Aðferðin var sú, að þegar
konungur stæði andspænis hverjum
og einum, skyldi sá þrífa af sér húf-
una með hægri hendi, flytja hana
sem skjótast yfir í þá vinstri, halda
húfunni að brjósti sér, hneigja sig og
rétta konungi höndina. Þessi aðferð
átti að sjálfsögðu við um piltana,
ekki minnist ég hvernig stúlkurnar
skyldu bera sig að, en auðvitað hafa
þær haldið höfuðfötunum á kollin-
um, sennilega hnébeygt og rétt fram
höndina. Eftir myndum að dæma
hefur þetta víst eitthvað ruglast og
piltarnir staðið berhöfðaðir meðan
sjóli þokaðist hjá.
Nú rann upp hin stóra stund, kon-
ungur birtist ásamt föruneyti sínu og
gekk á röðina. Vék hann nokkrum
orðum að sumum stúdentanna, m.a.
þeim sem stóð mér á vinstri hönd, og
man ég ekki betur en sá hafi verið
Jóhann Skaftason, síðar sýslumaður.
Einhverra hluta vegna hafði Jóhann
vafið trefli um háls sér, enda svalt í
veðri, og virtist það hafa orðið kon-
ungi tilefni til nokkurrar undrunar,
því hann spurði:
„Er De forkolet, Mand?“ Hinn
ungi og upprennandi konunglegi
embættismaður varð svolítið flaum-
ósa við, enda vill tiðum verða fátt
um svör þegar stórt er spurt.
Að kvöldi þessa dags neyttu stúd-
entar ljúffengs kvöldverðar í skála
þeim hinum mikla, sem reistur hafði
verið við Valhöll, og var aðalréttur-
inn soðið heilagfiski í kaperssósu,
við ræðuhöld og hressilegan söng
undir borðum. Bar þar ein rödd langt
af öllum öðrum, hár og kristalstær
tenór Einars Kristjánssonar, sem átti
eftir að bera hróður sinnar þjóðar um
lönd og álfur á litríkum frægðarferli
sem virtur og dáður óperusöngvari.
Þeim þætti stúdentamótsins, sem
haldinn var á Þingvöllum lauk með
hópgöngu undir fánum til Lögbergs,
þar sem Thor Thors flutti kveðju frá
norrænum stúdentum, og var síðan
haldið til Reykjavíkur.
Þá um kvöldið voru haldnir dans-
leikir á Hótel Borg og Hótel íslandi,
en daginn eftir gengið um bæinn,
söfn skoðuð og annað þvílíkt. Þegar
ég ásamt skjólstæðingum mínum,
gekk upp Hverfisgötuna á leiðinni að
Safnahúsinu, hafði safnast saman
nokkur þyrping fólks á horninu við
Ingólfsstræti, utan um bíl, sem þar
stóð. Þarna hafði orðið einhvers kon-
ar umferðaróhapp og ætlaði ég að
ganga nær og forvitnast um hvort
slys hefðu orðið á fólki. Þetta líkaði
ekki danskinum, því hann greip í
handlegg minn og bað mig láta af
ótímabærri forvitni. Ekki man ég nú
hvað þama hafði borið við á þessum
tíma, kannski hefur það verið minni
háttar árekstur, og sennilega um hann
getið í blöðum, því slíkir atburðir
þóttu fréttnæmir á þessum timum
fárra ökutækja og tilbreytingalítils
mannlifs.
Eftir að hafa skoðað söfnin og rölt
síðan um bæinn fram eftir degi, var
gert hlé, sem m.a. var notað til stuttr-
ar heimsóknar um borð í Hellig Olav,
þar sem m.a. var leikinn þjóðsöngur
íslands, þó með nokkuð öðrum blæ
og minni fjálgleika en tíðkaðist í
hefðbundnum, íslenskum flutningi.
Mótinu lauk svo með miklum mann-
fagnaði að Hótel Borg. Upp úr mið-
nætti stigu svo hinir erlendu stúdentar
á skipsfjöl og létu í haf.
Svo sem að líkum lætur er margt
úr minni liðið nú hálfum sjöunda
áratug eftir atburði þá, sem hér er lít-
illega drepið á. En þau myndbrot,
sem upp úr standa, geyma enn angan
löngu horfinna æskudaga.
Ljósmyndir:
Svavar Hjaltested. Birtar með góð-
fúslegu leyfifrú Láru Hjaltested.
Heima er bezt 175