Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 20
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á 42. þáttur Sofus Berthelsen frá Hafnarfirði, sendi okkur bréf og segir meðal annars þetta: „Ég fletti nokkrum blöðum, sem ég var að binda inn af árganginum ‘95, og komst í kynni við vísnaþáttinn. Ég hef áhuga á að sjá þar nokkuð af því, sem ég hef samið. Þau þrjú síðustu árin, sem ég vann fulla vinnu sem verkamaður, vann ég í Frystihúsi Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, og þar sem ég var aldursforseti fyrirtækisins, þá var ég látinn brýna hnífana fyrir konurnar, létt verk og löðurmannlegt: Er að brýna sköllótt skar, skrækja og hvína dömurnar, ekkert grín því vinnan var vesœld mín til sönnunar. Daginn út ég tók mér tak, talsvert sút mig áfram rak, í einum kút með bogið bak í Bœjarútgerð niður lak. Lengstum átti ég trillu, sem ég reri á í frístundum. Eitt sinn hvessti duglega á mig, svo ég flúði í land, en ljúft var undanhaldið og ég kvað: Þegar aldan himinhá hífir fald á ægir, þá er sjaldan fisk að fá fyrr en kaldann lœgir. Að endingu er hér ljóð, sem ég gerði nýlega: Öldrun. Alltaf fœkka höfuðhárin, heilsan dvín og líða árin, œskublóma égfæ ei léðan, gróið er heilt um hjartasárin, ég held að lokum sáttur héðan. Ég dey ekki frá digrum sjóði, þó dauðinn mig í burtu bjóði, veit nokkur hvar loks við lendum en ég mun kannski í litlu Ijóði lifa hjá mínum afkomendum. “ Jóhann Þorvaldsson frá Tungufelli, segir þetta um eftir- farandi vísur sínar: „Svo mælir nú æska íslands, er lík sér, í fjöru eða við fjall, fyrstu áratugi tuttugustu aldar, öldinni okkar, er bráðum stígur yfir landamerkin. Gjarnan vildi, ef guð lofar, fylgja henni á leiðarenda. Sjá hin góðu verk unnin við að græða, rækta land og þjóð. Að sjá alfijálsa þjóð og ísland í litklæðum lifandi jarðarskrúða. Það er okkar framtíðarsýn.“ Verk að vinna, framtíðarsýn. Græðum landið, græðum fólkið, græðum allt, sem lífið ól. Klæðum sandinn, klæðum hraunið, klæðum allt, sem vantar skjól. Greiðum skuld og græðum sárin, gerum landið vistarvænt. Þá fer saman, um ókomin árin, alfrjáls þjóð og landið grœnt. Þá rœtist Islands óskadraumur, um ásýnd lands ogfarsœld manns. Þá rætist fólksins frjálsi draumur, um fegurð lífs og óskir manns. Er litum við yfir liðna daga, Ijómar sólskinsbros um vanga. Það verður Islands ástarsaga, því æskan feðraslóð mun ganga. Bergur Bjarnason, Reykjavík, kveður svo næst um það að viðhalda gleðinni og segir: Vertu glaður. Þó lífið marga leiki grátt leiði að vonahruni, » 176 Heima er bezt wi-m>

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.