Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 24
efni en fólk flest, hann Siggi litli í
Bíldsey.
Faðir hans kom honum því til
náms hjá séra Gísla Ólafssyni að
Stað á Reykjanesi. Hjá séra Gísla var
hann hluta úr tveimur vetrum og
komst m.a. töluvert niður í dönsku
og reikningi. Kennari hans, séra
Gísli, er mikill vexti og hagmæltur
nokkuð, og hann hefur mætur á
Sigga litla. Sigurður ber mikla virð-
ingu fyrir lærdómi kennara síns. En
hann öfundar hann mest af að drekka
brennivín, að mega ilma af þessum
guðadrykk eins og hann.
En fyrr en varir er skólalærdómi
Sigurðar lokið. Séra Gísli bregður
búi og Siggi litli snýr aftur heim.
Hann á enga leið til frekara náms. En
hann hefur mannast mikið hjá prest-
inum á Stað. En víst er um það, að
dvöl hans á Stað hafði ekki gert hann
vinnusamari. Hann er öllum stundum
úti, á eintali við náttúruna, og órói
kynþroskans hríslast um líkama
hans. Hann er barmafullur af ást,
ekki til neinnar konu, heldur til alls,
sem lifandi er og dautt í náttúrunnar
ríki:
Hér ég dali, heiðar, fjöll, himininn
og Ijósin þar,
grösin valin, gróin öll, get mér séð
til ununar.
Hvað ég er þá ástagjarn alla
skapta hluti við,
leik ég mér sem lítið barn, loftið,
jörð og sjó tilbið.
Vegna fátæktar var menntavegur-
inn Sigurði lokuð leið. En hann var
laghentur að eðlisfari, og því var það
ráð tekið að láta hann læra einhverja
iðn. Til þess þurfti hann að fara til
Kaupmannahafnar. Bogi Benedikts-
son, frændi hans í Stykkishólmi,
auðugur verslunarstjóri, styrkti hann
til fararinnar.
II
Sigurður fer utan síðsumars árið
1814, 16 ára að aldri, með haustskipi
frá Stykkishólmi. Samtímaheimild úr
Breiðafirði gefur honum þann vitnis-
*
burð, að hann sé „hortugur, eðlisvit-
ur og ókærinn.“ Maður með slíku
upplagi er engin sveitarprýði við
Brciðafjörð. Hann stendur á þilfar-
inu, farangurinn hefur hann í litlum
poka, þar sem geymd er sæng hans
og koddi, breiðfirskur æðardúnn,
mjúkur og hlýr. Við hann verður gott
að sofa í köldu þakherbergi í Kaup-
mannahöfn. Það er liðið á kvöld, sól-
in að ganga til hvílu í vestri, fjöllin
eru að hverfa, Breiðaljarðareyjar
sokknar í sæ. Þá verður honum að
orði þessi frábæra staka:
Sunna háa höfin á
hvítum stráir dreglum.
Veröld má sinn vænleik sjá
í vatna bláum speglum.
Eftir 7 vikna útivist í hafi kemst
skipið loks til Kaupmannahafnar.
Hann er með riðu í höfði, hið fasta
land, sem hann hefur undir fótum,
gengur í öldum, því að hann hefur
drukkið rommtoddí með skipherra í
7 vikur samfleytt. Hann hefur bætt
alin við lífsreynslu sína; vín er ekki
aðeins gleði. I dreggjum þess leynist
harmurinn, lífsleiðinn.
Honum er hjálpað á vinnustaðinn,
samkvæmt bréfi Boga kaupmanns.
Og innan skamms er Sigurður farinn
að raða stöfum innan í járngjörð.
Hann er orðinn beykir í kóngsins
Kaupmannahöfn.
Næstu 4 ár dvelur Sigurður í
Kaupmannahöfn meðal ókunnugra,
með erlenda tungu í eyrum. Hann er
mjög sagnafár um þessa löngu dvöl
sína þar, er hann lærði til beykis.
Menn vita þó, að hann undi sér þar
aldrei vel og var drykkfelldur
kvennamaður. Það eitt er víst, að
hann tók aldrei sveinspróf í iðn sinni.
En hvað sem því hefur valdið, kom
hann aftur heim til Islands tvítugur
að aldri.
Ýmislegt hefur hann að sjálfsögðu
lært í Danmörku, m.a. málið svo vel,
að hann gat ort á því máli, ef svo bar
undir. Verslunarskipið, sem flytur
hann aftur heim til föðurlandsins,
kemur út í Isaljörð vorið 1818 og
gerist hann þar strax beykir.
Hann er þar fram á haust og verður
strax kunnur um allan Isafjörð fyrir
vísur sínar, rímur og víndrykkju.
Næstu 4 árin er hann svo raunar
alltaf á flækingi hér og þar, örsnauð-
ur drykkjumaður. Þegar rukkarar
komu eitt sinn til hans á þessum
árum, hreytir skáldið frá sér þessari
stöku:
Eg er snauður, enginn auður,
er í hendi minni,
nœrri dauður, drottins sauður,
í djöfuls vesœldinni.
Snemma árs 1882 er Sigurður
kominn til Reykjavíkur og fær þar
brátt vinnu sem beykir. Batnar þá
hagur hans í bili. En eftir tveggja ára
dvöl í Reykjavík, hinni miklu
Babýlon drykkjuskaparins, var hver
skildingur uppurinn og lánstraustinu
lokið. Þá hafði hann ráðið sig til
kaupmanns í Vestmannaeyjum.
Hann kvaddi Reykjavík með vísu,
sem ekki er prenthæf. Og nú sigldi
hann á vit nýrra örlaga. Um þau vissi
hann ekki, en hann hafði gert sér
fulla grein fyrir að hann væri sjálfur
happa sinna og glappa smiður.
Sigurður Breiðfjörð var 26 ára, er
hann flutti til Vestmannaeyja. Hann
dvelur þar óslitið í 4 ár, eða fram á
haust 1828. Svo sem vænta mátti
varð Sigurður mikill fagnaðarauki í
samkvæmislífi og ástalífi Vest-
mannaeyinga. Hann yrkir mikið, og
hann leggst þar með tveim konum og
á börn með báðum á sama árinu.
Hann giftist þar nokkru síðar konu,
sem átt hafði 2 börn sitt með hvorum
manninum, og er um það mikil saga.
Hann skildi fljótt við konuna án lög-
skilnaðar, og svo sækir að honum
sama ókyrrð og flökkulíf og fyrr.
Haustið 1828 fer hann frá Vest-
mannaeyjum vestur á land til frænda
síns, sr. Jóhanns á Helgafelli, og er
þar um veturinn. Næsta ár er hann
þar eða flækist milli kunningja.
Sumarið 1830 fær hann þá hugmynd
að fara til Kaupmannahafnar og lesa
lögfræði, sem þá var leyft án stúd-
180 Heima er bezt