Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 29

Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 29
Hálft tólfta þúsund króna var mikil skuld árið 1928, ef miðað er við það verð, sem bændur fengu þá fyrir afurð- ir sínar. Þeim óx það þó ekki meira í augum en svo að þeir reyndu að fá viðbótarlán til þess að einangra kirkjuna, en fengu ekki. Hún var því vígð óeinangruð með timburgólfi. Það reyndist svo æði dýrt því segja má, að frá vígslu- degi til ársins 1966 hafi stór hluti af orku sóknarnefndar- innar og aflafé kirkjunnar farið í baráttu við slagaða veggi og fúið timbur. Öll hugsanleg tæki voru reynd við upphituna, en allt kom fyrir ekki. Árið 1940 varð að skipta um gólf kirkj- unnar vegna fúa. Það gefur því auga leið, að miklar skuldir og hár við- haldskostnaður ollu því að fjárhagurinn var heldur bágborinn. Ur því rættist þó árið 1944, þegar þeir Þóroddur Jónsson og Marteinn Einarsson, kaupmenn í Reykjavík en ættaðir úr Hjallasókninni, gáfu ijár- hæð, sem nægði til þess að greiða all- ar skuldir kirkjunnar og mála hana. Nú var fjárhagsstaðan auðvitað öll önnur, en baráttan við slagann og fú- ann hélt áfram. Árið 1954 mun þó hafa verið eitt- hvert smáhlé á þessari styrjöld því þá var rafmagn leitt í kirkjuna og á jóla- dag það ár var í fyrsta sinn messað í henni raflýstri. En þetta var aðeins stund milli stríða því að 1959 og 60 fer enn fram heilmikil viðgerð á kirkjunni. Fyrra árið var gert við fúa í gólfinu og meiri og minni (aðallega meiri) við- gerðir fóru fram innanhúss, en seinna árið var þakið málað og dytt- að að ýmsu að utanverðu. Allt var þetta þó unnið fyrir gýg. Kuldinn utan og hitinn innan við óeinangraða veggina skópu þær að- stæður, að inni fúnaði allt, sem fúnað gat. Á safnaðarfundi 2. janúar 1966 var Predikunarstóll, smíðaður 1897. samþykkt að fara skyldu fram gagn- gerar endurbætur á kirkjunni. Haft var samband við biskupsstofu og að hennar ráði gerði Finnur Árnason til- lögur um hvað gera skyldi og hvern- ig að því staðið, en þeir Jón Guð- mundsson, trésmiður, og Guðjón Pálsson, rafvirki, báðir úr Hvera- gerði, önnuðust framkvæmdir. Með þessari aðgerð fékk kirkju- skipið það útlit, sem það hefir í dag. Mér hefir ekki tekist að finna neitt skriflegt um þessar framkvæmdir, en Jón Guðmundson kom í Hjallakirkju 2.5. 1995 og er það sem hér fer á eft- ir tekið úr samtali við hann. Byrjað var á því að nánast moka öllu gólfinu út því það var grautfúið, bæði borð og bitar. Rauðamöl var sett í grunninn og tveggjatommu plast sett á milli gólfbitanna. Veggirnir voru einangraðir á sama hátt en loftið með glerull. Kórgafl fékk núverandi útlit, þó altari og grátur væri óbreytt. Smíðuð var ný útihurð en sú innri er frá 1928. Bekkimir voru smíðaðir á verkstæði Jóns eftir teikning- um, sem Halldór Jónsson arki- tekt í Reykjavík gaf kirkjunni, en þær höfðu áður verið notað- ar í kirkjunni að Bæ í Borgar- firði. Séra Sigurður Pálsson, vígslu- biskup á Selfossi, endurvígði kirkjuna að þessari viðgerð lok- inni, en mér hefir ekki enn tek- ist að finna hvenær það var gert. Hinn 14. október 1985 var haldinn sóknarnefndarfundur þar sem fyrir lá að hitaveitu- inntakið, sem sett var í kirkjuna í júní 1980, væri nær ónýtt og þarfnaðist gagngerðra breyt- inga. Samþykkt var að byggja sitt húsið hvorum megin við forkirkju og skyldi skrúðhús vera að sunnanverðu, en hita- veituinntak og snyrting að norðan. Þeir Sigurður Gíslason og Ragnar Emilsson hjá húsameistara ríkisins sáu um alla hönnunarvinnu í sam- bandi við þetta verk. Samtímis þessum viðbyggingum var skipt um jám á þaki kirkjunnar og hún máluð bæði að utan og innan. Þessum framkvæmdum öllum var lokið fyrir 60 ára afmæli hennar en upp á það var haldið með hátíðar- messu hinn 27.11.1988. III. Prestssetur í bókinni Merkir Islendingar (Nýr fl. I) er grein um Skafta Þóroddsson, lögsögumann. Hann er talinn fæddur að Hjalla 960-70, hafa alist þar upp og tekið við búi og goðorði eftir föð- ur sinn, sem mun hafa látist 1002 eða 3. Þóroddur var talinn vel lögfróður maður og hefir Skafti sennilega numið lög af honum og frænda sín- um, Grími Svertingssyni lögsögu- manni á Mosfelli, en það mun hafa verið eftir tillögu hans að Skafti tók Heima er bezt 185

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.