Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 30
við lögsögunni þegar Grímur gat
ekki lengur annast hana sökum þess
hve hásmæltur hann var.
í íslendingasögu Jóns Aðils segir
um Skafta að hann hafi setið lengst
við völd allra lögsögumanna eða 27
ár samfleytt (1004-30) og að hann
hafi verið hinn mesti skörungur og
stjómsamur.
Það má því telja augljóst, að slíkur
maður hafi ekki unað því að kirkja
sú, sem hann hlýtur að hafa byggt á
bæ sínum, væri prestlaus, enda þá
ekki í mörg hús að venda til þess að
fá slíka þjónustu.
Það fer því vart hjá því að Skafti
hafi ráðið sér heimilisprest og að
þannig hafi prestur setið að Hjalla
um árið 1000 og þar muni hafa verið
prestur í nokkur hundruð ár.
í kirknatali Páls Jónssonar (um
1200) er Hjalli talinn með prest-
skyldum kirkjum.
Um presta Ölfusinga segir í mál-
dögum írá 1397 að heimilisprestur
skuli vera að Hjalla og Reykjum, en í
Arnarbæli prestur og djákni (Isl.for-
bréfas.).
í Jarðabók Áma Magnússonar frá
1708 segir um Hjalla og Reyki, að
þar séu útkirkjur frá Amarbæli og
skuli messa í hvorri kirkju þriðja
hvern helgan dag.
Það er með þessar þurm upplýs-
ingar, eins og stundum endranær, að
þær vekja fleiri spumingar en þær
svara.
Hvenær hættu prestar að sitja að
Reykjum og Hjalla og af hverju ?
Hvers vegna þurfti prest og djákna
að Arnarbæli 1397 en presturinn
einn nægði á hinum kirkjunum ?
Hvers vegna sat prestur Ölfusinga í
Amarbæli þar sem Hjallasóknar-
menn urðu að sæta sjávarföllum til
þess að ná fundi hans, en ekki að
Reykjum, sem alls ekki er neitt
meira útúr en Arnarbæli og auk þess
reitt þangað allan sólarhringinn ?
Það er augljóst að í lok 14. aldar
hafa kirkjuyfirvöld talið að snöggt-
um meiri kirkjulega þjónustu þyrfti í
Arnarbæli, en öðrum hlutum Ölfus-
ins. En hvers vegna ? Eru vegalengd-
*
ir svo miklu meiri þar en í hinum
sóknunum? Ég held varla. Voru þá
svo miklu fleiri íbúar í Amarbælis-
sókn en í hinum tveim? Heldur
finnst mér það ótrúlegt.
Ölfusið er ekki sveit neinna stór-
breytinga. Séu t.d. bomar saman
Jarðabók Árna Magnússonar frá
1708 og Fasteignamatsbókin frá
1921 kemur í ljós, að lögbýlin eru
nánast þau sömu. Eini raunverulegi
munurinn em hjáleigurnar. Árni
nefnir 11 hjáleigur hjá Arnarbæli, en
þar af vom 6 ekki í byggð 1708 og á
sumum hafði ekki verið búið í allt að
tveim áratugum. I Þorlákshöfn telur
hann 7 og voru þær allar grasnytja-
laus tómthús. I manntalinu 1703 eru
íbúar Reykjasóknar taldir 164, í
Hjallasókn voru þeir 195 og 215 í
Arnarbælissókn.
Það er næsta ólíklegt, að þessar 20
sálir, sem Arnarbælissókn hafði fram
yfir Hjallasókn, skýri þörfina á
djáknanum og vali prestssetursins,
síst af öllu þegar þess er gætt, að í
Þorlákshöfn var þá tvibýli með sam-
tals 21 heimilismann og 39 tómthús-
menn að auki svo að þar hafa verið
60 manns, sem væntanlega hafa kall-
að á einhverja prestsþjónustu.
Hér hafa óneitanlega verið notaðar
snöggtum nýrri tölur en frá 14 -
1500. Má hinsvegar ekki ætla, að úr
því að nær engar breytingar urðu á
búsetu í Ölfusinu í 200 ár eftir 1700
þá hafi ekki verið um miklar breyt-
ingar að ræða 200 árin áður?
Hvað þá? Hvers vegna þessi djákni
og hvers vegna prestsetrið í Arnar-
bæli?
I gömlum bókum er talað um
skipakomur í Arnarbælisósa. Menn
eru hins vegar hreint ekki sammála
um hvar á suðurströndinni þessi
staður hafi verið. Mér er þó ekki
kunnugt um að Skaftafellssýsla eða
Selvogur hafi verið nefnd í því sam-
bandi.
Gæti ekki hugsast, að þar sé um
Amarbæli í Ölfusi að ræða og að
skipakomur þangað hafi verið snöggt-
um meiri en almennt hefir verið
reiknað með? Það er hafið yfir allan
vafa, að Ölfusá hefir a.m.k. síðustu
1000 árin verið að mutra sér austur á
bóginn. Því er nokkum veginn víst að
leiðin, sem skip gátu siglt eftir upp að
Amarbæli á 14. og 15. öld, er nú full
af sandi og þurr um fjörur.
Af hverju er einmitt þar fyrsti
ferjusstaðurinn á Ölfusá?
Er útilokað að í Amarbælishverf-
inu hafi meirihluta ársins verið fólk
vegna flutninga þangað að og frá
landinu og að sumar hjáleigurnar þar
hafi upphaflega verið aðsetur þessa
fólks? Hafi svo verið, er ekki óeðli-
legt að þar þyrfti meiri prestsþjón-
ustu en í hinum sóknunum.
Á Gásum við Hörgárósa í Eyjafirði
var í fimm aldir einn mesti kaupstað-
ur landsins án þess þó að menn
hefðu þar fasta búsetu en hópuðust
þangað um sumartímann og dvöldu í
tjöldum. Þar var þó reist kirkja
(Daniel Bruun: Islenskt þjóðlíf í
1000 ár, Rvk. 1987 s, 197-204).
Úr því að þörf var á heilli kirkju til
þess að þjónusta þá, sem að sumrinu
dvöldu í einum stærsta verslunarstað
landsins, er þá nokkur goðgá að
hugsa sér að þörf hafi verið á djákna
í Arnarbæli?
En hver svo sem ástæðan hefir ver-
ið, þá er það allt að því sjálfgefið, að
þegar prestum Ölfusinga var fækkað,
hefur síst verið hreyft við þeim prest-
inum, sem mest hafði á sinni könnu.
En hvenær varð þessi breyting?
Auðvitað veit ég það ekki, en mér
virðist að 1540 hafi a.m.k. verið
prestur að Reykjum því í nóvember
það ár skrifar Gissur Einarsson, þá
kosinn en ekki vígður biskup í Skál-
holti - bréf þar sem segir m.a:
„Býð ég og befala mínum presti
séra Birni Ólafssyni undir skylda
hlýðni að lesa þetta bréf fýrir jól
heima á Reykjum.” (Leturbreyting
mín - ísl.fornbréfas.).
Mér finnst því sennilegast, að
þessi breyting hafi orðið með siða-
skiptunum og að lúterskur prestur
hafi aldrei setið að Hjalla.
186 Heima er bezt