Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 32
Franchezzo:
Þýðing:
Guðbrandur
E. Hlíðar
Ritað
ósjálfrátt af
A. Faranese
Ég heilsaði honum með faðmlögum,
eins og við Suðurlandabúar heilsum
þeim, sem eru okkur mjög kærir. Þama
mættust með gleði, tveir sem höfðu
syndgað og þjáðst mikið. Héðan í frá
myndum við vera bræður.
Þannig atvikaðist það að ég varð ekki
lengur einmana, því þegar annar okkar
kemur heim írá störfúm þá tekur hinn
aðilinn á móti og við sameinumst í gleði
og áhyggjum og ræðum um happ og
óhapp.
33. kafli
Hvemig á ég að lýsa þeim fjölda vina,
sem heimsóttu mig í þessu bjarta og
fagra heimili, öllum þeim borgum, sem
ég sá í þessu fagra landi og þeim heill-
andi stöðum, sem ég heimsótti? Það er
mér um megn. Það mundi fylla fleiri
bindi, en nú hefur frásögn mín náð tak-
marki sínu.
Ég vil aðeins minnast á vitmn, sem
birtist mér, því í henni var mér vísuð ný
leið, sem ég þyrfti að þræða og gæti
hjálpað mér, með þeirri reynslu, sem ég
hafði öðlast á vegferð minni. Ég lá í
rúmi mínu, nývaknaður af löngum
svefni. Ég lá og virti fýrir mér, eins og
svo oft áður, englastyttumar tvær og
uppgötvaði nýja fegurð og merkingu í
andlitum þeirra og yfirbragði, í hvert
sinn, sem ég leit þær. Þá varð ég mér
þess meðvitandi að hinn austurlenski
stjómandi minn, Ahrinziman, leitaði
sambands við mig frá fjarlægu sviði
hans. Ég slappaði því fúllkomlega af og
fann brátt að skínandi efni lagðist um
mig. Það virtist má út veggi herbergisins
og allt, sem í því var.
Því næst virtist sál mín lyftast úr anda-
hjúpi sínum og svifa burtu, en hjúpurinn
lá eftir í rúminu. Ég virtist berast upp á
við líkt og öflugur vilji stjómanda míns
i
Sögulok
drægi mig til sín og ég sveif léttar en ég
hafði gert nokkm sinni áður.
Að lokum staðnæmdist ég á háum
fjallstindi, en þar gat að líta jörðina og
lægri og æðri svið hennar snúast undir
mér. Ég sá einnig sviðið, þar sem heimili
mitt var, en það virtist liggja langt undir
því fjalli, sem ég var nú staddur á.
Við hlið mér var Ahrinziman og sem í
draumi, heyrði ég rödd hans tala til mín
og segja:
„Fóstursonur minn, sjáðu nú hinn
nýja veg, sem ég vildi óska að þú fetaðir.
Sjáðu jörðina og fýlgisvið hennar og sjá
hve þýðingarmikið það er fyrir hana að
þú fetir þessa braut. Sjá nú gildi þess
máttar, sem þú aflaðir þér með heimsókn
þinni til konungdæma undirheima, þar
sem þú munt verða félagi í þeim stóra
her, sem dag og nótt ver dauðlega menn
árásum íbúa undirheima. Skoðaðu þetta
víða útsýni af sviðum og lærðu hvemig
þú getur aðstoðað, sem er eins öflugt og
yfirgripsmikið og sviðin sjálf.“
Ég leit þangað, sem hann benti og sá
hið mikla kringlótta jarðsvið og segul-
strauma þess, sem líktist flóði og íjöm
heimshafanna, en á þeim bámst milljóna
tugir anda. Ég sá alla þessa furðulegu
astrallíkami, suma hryllilega, aðra fagra.
Ég sá einnig jarðbundna menn og konur,
anda, sem enn vom viðjaðir grófum
nautnum og syndsamlegu lífemi og
margir þeirra notuðu dauðlega líkami til
þess að svala lágum fysnum sínum. Ég
sá þessi og skyld dularmál á jarðsviðinu
og sá jafnframt líkt og bylgjur, dökkar,
afmyndaðar vemr þyrlast upp frá undir-
djúpunum, mörgum sinnum hættulegri
fyrir menn en þeir dökku andar, sem
dvelja á jarðsviðinu. Ég sá þessar dökku
vemr troðast að mönnum og þrengja sér
upp á þá og þar sem þeir þyrptust sam-
an, skyggðu þeir á birtu hinnar andlegu
sólar, sem stöðugt sendir geisla sína til
jarðar. Þeir skyggðu á þessa birtu með
dimmum, spilltum hugsunum og þar sem
slík dimm ský mynduðust, hófust morð,
rán, hryðjuverk, losti og hvers konar
ánauð og í kjölfar þess fýlgdi dauði og
sorg. Alls staðar, þar sem menn höfðu
varpað frá sér samviskunni og tekið upp
græðgi, sjálfselsku, hroka og dramb,
flykktust þessar dökku vemr að og
skyggðu á ljós sannleikans með dökkum
líkömum sínum. Enn sá ég marga dauð-
lega syrgja glataða ástvini með beiskum
támm, þar sem þeir gátu ekki lengur séð
þá. Jafnframt sá ég þá syrgðu standa hjá
þeim og reyna, með öllu móti, að gera
þeim ljóst að þeir lifðu enn og væm
þeim nálægir, og að dauðinn hefði ekki
rænt burt frá syrgjendum hlýjum hugs-
unum og óskum.
Tilraunir þeirra virtust árangurslausar.
Lifendur gátu hvorki séð né heyrt þá.
Hinir vesælu syrgjandi andar, gátu ekki
horfið á braut til bjartari sviða, sem biðu
þeirra, vegna þess að þeir, sem eftir
lifðu, syrgðu þá svo mjög, að þeir gátu
ekki losnað við jarðsviðið, en ljós sálar-
lampa þeirra bliknaði, þar sem þeir bár-
ust fram og aftur um jarðsviðið í van-
máttar sorg. Ahrinziman bætti við:
„Er hér ekki þörf sambands milli lif-
enda og svo kallaðra dauðra, svo unnt sé
að hugga syrgjendur beggja vegna tjalds-
ins? Er ekki líka þörf sambands til þess
að vara syndugt mannkyn við þessum
dökku vemm, sem svífa um og reyna að
draga sálir manna niður til undirheima?“
Því næst sá ég mikla birtu, líkt og frá
tindrandi sólu, sem skein skærar en
nokkur dauðleg augu hafa séð sólina
skína á jörðinni. Geislar hennar tvístmðu
skýjum myrkurs og sorgar og ég heyrði
dásamlega hljóma að ofan og hugsaði að
188 Heima er bezt