Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Page 34

Heima er bezt - 01.05.1996, Page 34
þunnir silfurþræðir á jörðina og þangað, sem ástvina mín dvaldi. Ahrinziman sagði: „Horfðu á örlagastjömu hennar, hve hreint og skært hún skín og vertu þess fullviss, elskaði skjólstæðingur, að fyrir hverja sál, sem fæðist á jörðinni, kviknar í andaheimi slík stjama, með útstikaða braut, braut, sem hún verður að ganga til enda, nema jarðnesk bönd bresti við sjálfsmorð og með því sé brotið lögmál náttúmnnar, sem baka mun óendanlega sorg og þjáningu.“ „Áttu við að forlög hvers einstaklings séu ákveðin fyrirfram og að við bemmst sem reköld á fljóti örlaganna?“ „Ekki beinlínis, stærri atburðir lífsins em fyrirfram ákveðnir og hljóta að koma fram á sínum tíma, en það em slíkir at- burðir, sem hinir vísu varðmenn á engla- sviðum álíta að muni þroska og aga sál- ina. Hvemig þessir atburðir verka á líf hverrar sálar, hvort þeir marka þáttaskil til góðs eða ills, er undir sálinni sjálffi komið og þetta em forréttindi hins frjálsa vilja, en án þeirra væmm við aðeins brúður, óábyrgar gjörða okkar og því hvorki verðar hróss né hegninga. Svo við snúum okkur aftur að stjömunni, þá taktu eftir að á meðan hinn dauðlegi fylgir út- stikaða stígnum, með þeim fasta ásetn- ingi að gjöra rétt í öllum hlutum, á meðan sálin er hrein og hugur óeigingjam, þá skín þessi stjama með hreinni geisladýrð og lýsir sálinni fram á veg. Birta þessarar stjömu stafar frá sálinni og er endurskin hreinleika hennar. Ef sálin óhreinkast, ef hún þroskar lægri í stað æðri eiginleika sinna, mun stjamljós þessarar stjömu fölna og flökta um, það mun þá ekki lengur skína sálinni, sem skær leiðar- stjama. Loks mun ljósið slokkna ef sálin forherðist og mun ekki framar lýsa henni fram á við. Með því að fylgjast með þess- um andlegu stjömum, reikna útmælda braut þeirra í andaheimum, geta spámenn séð fyrir örlög hverrar sálar og út frá ljós- magni stjömunnar geta þeir séð hvort lif sálarinnar er gott eða illt. Ég kveð þig með þeirri ósk, að þessi nýi akur erfiðis þíns, megi færa þér ríku- lega uppskem.“ Hann lauk máli sínu og sál mín virtist dala niður, þar til hún náði andalíkaman- um, sem lá í rúmi mínu og um leið missti ég meðvitundina um stund. Því næst vaknaði ég á ný og sá hina fögm, hvítu engla, svífa yfir mér, tákn eilífrar vemd- ar og kærleika, eins og faðir minn hafði sagt. 1 34. kafli Ætlunarverki mínu er lokið, saga mín sögð og ég á aðeins eftir að segja öllum, sem hana lesa, að ég treysti því að þeir trúi að hún sé sönn frásögn iðrandi sálar, sem hefur þrætt veg úr myrkri í birtu, og ég spyr alla þá, hvort ekki sé gagnlegt að læra af reynslu annarra og bið þá að ígmnda gaumgæfilega vitnisburðina, með og móti, um endurkomu anda. Þið, sem álítið að gleðiboðskapurinn um mis- kunnsemi eftir líkamsdauðann sé allt of léttvinnur, of vægur fyrir synduga menn, vitið þið hvað er að öllum píslum vakn- aðrar samvisku? Hafið þið kannað stig bitm táranna og erfiði sálar, sem verður að klifra upp á við, ef hún vill snúa aftur til Guðs? Gerið þið ykkur ljóst hvað það þýðir að feta sig áfram í myrkri, þjáning- um og biturri neyð sálarinnar, sem varir um áraraðir, að bæta fyrir syndugar gjörðir, orð og hugsanir jarðlífsins, því skuldina verður að greiða að fullu? Sér- hver verður að drekka í botn þann beiska bikar, sem hann hefur sjálfur fyllt. Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það er að svífa um í geimnum í vonlausu van- mætti, sjá skýrt fyrir augum sér hryggi- lega bölvun drýgðra synda, sem verka jafnvel skaðlega á afkomendur ykkar, vegna smits fortíðarinnar, sem verkar sem eitur í æðum þeirra? Skiljið þið nú hvers vegna andar, dánir fyrir öldum síð- an, era enn að vinna á jarðsviðinu? Getið þið ykkur til um tilfmningar anda, sem reyna að hrópa úr gröfum sínum til ann- arra, einkum þeirra, sem hafa stuðlað að hmni þeirra og uppgötva að öll hjörtu era lokuð fyrir angistarópum þeirra og samviskubiti? Nú er of seint að láta mis- gjörðir og hefndir ógjörðar. Þeir geta ekki afstýrt eða mildað nokkuð af þeirri þjáningu, sem þeir hafa bakað öðmm og sjálfum sér. Skelfilegur múrveggur er risinn upp og ógnardjúp aðskilur þá og mannverur á jörðinni, nema vinarbönd vilji og geti brúað djúpið og hjálpað þeim til sambands, svo hægt sé að skýra hlutina fyrir þeim, sem órétti vora beittir. Er þá engin þörf fyrir að framliðnir snúi aftur til þess að vara meðbræður sína við, eins og ríki maðurinn í guð- spjallinu, sem reyndi árangurlaust að snúa aftur? Em jarðarbúar svo góðir að þeir þarfnist ekki hjálpar að handan? Það væri langtum betra fyrir manninn að iðr- ast nú, á meðan hann dvelur enn á jörð- unni, á meðan náðartími hans varir, en að bíða þar til hann flyst yfir um, þar sem ekki verður lengur unnt að taka þátt í eða hafa áhrif á atburði jarðarinnar. Eitt sinn hitti ég anda, sem á valdatím- um Önnu, Bretadrottningar, hafði vélað eign frá öðmm manni, með fölskum eignaskjölum. Þegar ég hitti hann var hann ennþá jarðbundinn þessari eign og gat ekki brotið þá hlekki af sér, fyrr en miðill hjálpaði honum að ljóstra upp um felustað hinna réttu gagna og upplýsa hverjum eignin réttilega tilheyrði. Þessi aumi andi losnaði, cftir þá játningu, við hlekki sína við húseignina, en ekki við jörðina. Hann varð að dvelja þar og vinna að því að veita fulla uppreist þeim, sem hann hafði hrakið út á brautir syndar og dauða, með glæp sínum. Þá fýrst get- ur hann vonast eftir að yfirgefa jörðina og því dvelur hann þar enn og reynir að afmá áhrif sinna gömlu synda. Mun nokkur álíta þessa hegningu létt- væga? Vill nokkur dæma bróður sinn og setja takmörk fyrir miskunn Guðs, þannig að syndarar skuli um eilífð for- dæmdir? Fáir þora að horfast í augu við hið sanna gildi trúarjátningarinnar, eða hug- leiða frekar þær bitra og hryllilegu af- leiðingar af trú á eilífa hegningu og for- dæmingu afvegaleiddra bama Guðs. Ég hef í frásögn þessari reynt að lýsa raunvemlegri reynslu manns, sem kirkj- an dæmir sem glataðan, því ég dó án trú- ar á kirkju eða trúffæði og hafði mjög óljósa trú á Guði. Samviska rfðn hvíslaði alltaf að mér að það hlyti að vera til eitt- hvað almætti, guðleg vera, en ég hafnaði jafnan þeirri hugsun og gabbaði mig jafnan með falskri öryggiskennd og tóm- leika, líkt og hinn heimski strútfugl, sem stingur höfðinu í sand og álítur að þá sjái hann enginn. En á vegferð minni hefur mér lærst að guðlegt almætti stjómar alheimi, við- heldur honum og varðveitir, en aldrei er hægt að minnka hann niður í ákveðinn persónuleika, líka mannvem með eigin- leika, sem við getum metið og dæmt. Ég hef ekkert séð, sem gæti fengið mig til þess að trúa á ein trúarbrögð öðmm fremur. Það, sem ég hef lært, er að losa sálina, ef unnt er, frá öllum hlekkjum ákveðinna trúarbragða. Bemskuskeið mannkyns á himintungli er þegar skapgerð manna er áþekk bamsþroska, það sem má kalla tímabil trúarinnar. Kirkjan veitir þeim huggun og von um eilíft líf og losar þá við þann vanda að skapa hugmyndafræði um upphaf, tilgang og endi. Kirkjan kemur í stað óguðlegrar fullnægingar á þrá óþroskaðra sála og frumstæðir þjóð- flokkar trúa án þess að spyrja hvers vegna þeir trúi. Meðal villtra, frum- 190 Heima er bezt ’.IW-IW

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.