Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 39
um mikið af góðum bókum. Það er svo skemmtileg til- viljun að við hjónin ólumst bæði upp hjá öfum okkar og ömmum og á báðum þessum bernskuheimilum okkar var mikill bóklestur. Við höfum því erft talsvert af góðum bókum. Svo er maðurinn minn þannig gerður að hann getur ekki gengið inn í bókabúð án þess að eitthvað gerist og því eykst safnið stöðugt. Eg hef ekki lesið nema brot af þessu safni okkar og ég horfi stundum yfir bækurnar og hugsa með mér að það sé nú gott að eiga þetta inni þegar tími gefist til. Gleðikonurnar á Hallormsstað Hér á Hallormsstað hefur oft á tíðum verið blómlegt fé- lagslíf. Konur í Vallahreppi stofnuðu t.d. „Gleðikonufé- lag“ fyrir nokkrum árum. Tilgangurinn var meðal annars að skoða merkingu orðsins. Það er nefnilega þannig að það er sitthvað að vera gleðimaður eða gleðikona. Það væru mjög jákvæð eftirmæli í minningargrein um látinn karlmann að segja hann mikinn gleðimann en hætt er við að einhverjum þætti skrýtið að lesa í minningargrein að hún hefði verið gleðikona. Við settum okkur í samband við Orðabók Háskólans og hina og þessa, skrifuðum bréf og fengum svör. Á tímabili hélt þessi félagsskapur 2-3 fundi yfir vetrartímann. Við, staðarbúar, leikum líka krikket hér á sumrin saman og gerum ýmislegt okkur til skemmtunar. Samt er það nú ekki þannig að við séum inni á gafli hvert hjá öðru, fólkið sem hér býr. Margir vinna saman daglangt og hafa þá ekki mikla þörf fyrir samveru þar fyrir utan. Sumar og vetur Það er mikill munur á sumri og vetri á Hallormsstað hvað varðar störf og fólksfjölda og samskipti fólks. Á veturna mótast umhverfið af starfi skólanna og skógrækt- arinnar en þó er orðið nokkuð um að fólk búi hér og sæki vinnu annað. Samskipti fólks á staðnum eru heilmikil og samskipti við fólkið í sveitunum talsverð, bæði í tengsl- um við grunnskólann, þorrablótin og persónuleg tengsl. Umhverfið mótast af stöðugleika og rólegheitum. Á sumrin breytist þetta mikið. í báðum skólunum eru þá rekin hótel, fjöldi fólks kemur til starfa hjá skógrækt- inni og allt fyllist af ferðafólki. Þetta er ótrúlega mikil breyting fyrir þá, sem búa hér en segja má að þetta sé góð tilbreyting. Að kynnast nýju fólki Þótt mér fyndist ég ekki vera að koma heim þegar við fluttum hingað austur, þá fann ég samt að það var auð- veldara fyrir mig en Sigfús, sem þekkti ekki bæjarnöfn og varla áttirnar. Þær eru nefnilega allt öðruvísi hér en annars staðar á landinu. Hér eru austur og norður gagn- stæðar áttir og vekur oft furðu. En ég ólst upp í næsta sveitarfélagi og þekkti ekki marga Vallamenn. Sem ung- lingur vann ég á sumrin á Egilsstöðum og t.d. var ég aldrei í skógræktinni hér á Hallormsstað. En við lögðum okkur talsvert eftir því að kynnast fólkinu þegar við kom- um hingað og kennarar kynnast auðvitað börnunum og foreldrum þeirra. Vallamenn hafa tekið okkur óskaplega vel og hér býr gott og skemmtilegt fólk. Ymis verkefni verða til þess að maður kynnist fólki fyrr en ella. Eg fékk t.d. um daginn beiðni um það, sem oddviti, að safna mörkum í nýja markaskrá. Það varð til þess að ég skrifaði öllum eigendum marka bréf og sendi þeim markaseðla. í tengslum við þetta átti ég mörg og löng samtöl við margt fólk, sem ég hafði sárasjaldan talað við. Bændur komu jafnvel til mín með markaseðlana og settust þá inn og við spjölluðum saman. Framtíð fjölskyldunnar Við höfum mikið velt fyrir okkur framtíðinni. í raun viljum við helst vera hér fyrir austan. Hér er svo fallegt og mikil veðursæld og margt við að vera. Náttúran gerist ekki fegurri og margbreytilegri og hér gefst kostur á að sinna ólíkum störfum og áhugamálum. En allt veltur á því að hafa vinnu. Þær raddir hafa heyrst að undanfornu að fólk megi ekki vera nema ákveðinn tíma í sama starf- inu, annars sé hætta á stöðnun. Ég er ekki sammála þessu. Ég geri mér grein fyrir að það væri gott að komast í burtu í endurhæfingu en ég sé enga ástæðu þess að ég geti ekki komið aftur í þetta starf eða annað sambærilegt. Þetta er það, sem ég hef menntað mig til og ég hef mikinn áhuga á þessu. Starfið er líka svo fjölbreytt að það verður varla leiði- gjamt. Ég vil líta svo á, að með því að fara í einhvers konar endurmenntun sértu að gera þig betri og hæfari starfskraft. Mér finnst gott að búa við stöðugleika, sér- staklega meðan börn eru á heimilinu. Minn maður er hins vegar þannig gerður að hann þarf alltaf að vera að byggja upp og ég held honum finnist kannski að upp- byggingu hér sé að nokkru leyti lokið. Hann hefur tekist á við ýmis verkefni hér við grunnskólann með sínu góða samstarfsfólki. En hann er jafnvel að horfa í kringum sig eftir nýju starfi, sem helst væri þá þannig vaxið að við gætum búið hér á Hallormsstað, a.m.k. eitthvað áfram. Staðan getur auðvitað orðið allt önnur þegar börnin eru uppkomin og fari það svo að þau setjist að í Reykjavík, þá gæti ég vel hugsað mér að flytja suður um tíma. Hins vegar vildi ég gjarnan koma aftur þegar ég er komin á eftirlaun og fá þá að vera hér í rólegheitunum, þegar þessum daglega erli lýkur. Það er allt opið hjá okkur. Heima er bezt 195

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.