Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 6

Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 6
Bernskan „Ég er fædd í Stóradal, Svínavatnshreppi, í Austur- Húnavatnssýslu, þann 17. október 1945, um kaffileytið. Foreldrar mínir eru Guðfinna Einarsdóttir fædd 19. des- ember 1921 og Jón Jónsson fæddur 11. apríl 1912 og d. 14. október 1965. Faðir minn var frá Stóradal. Móðir hans var Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, ættuð frá Eyrar- bakka, og faðir hans, Jón Jónsson frá Stóradal. Foreldrar móður minnar voru Þóra Valgerður Jónsdóttir og Einar Guðmundsson. Hún var fædd á Fáskrúðsfirði en hann var úr Þingvallasveitinni. Þau bjuggu í Reykjavík. Astæðan íyrir því að móðir mín kom í Húnavatnssýsl- una var sú að hún kom í Kvennaskólann á Blönduósi, kynntist föður mínum og fór ekki aftur. Þær voru nokkuð margar stúlkurnar, sem komu í Kvennaskólann á þessum árum, kynntust þar mönnum sínum og settust að. (Þetta var nokkur konar „miðlun“. Það fjölgaði kannski í sveit- unum aftur ef þessar „miðlanir“ væru endurreistar.) Við erum fimm systurnar, ég er elst en hinar heita: Sveinbjörg Brynja, Sigurbjörg Þórunn, Margrét Rósa og Elínborg Salóme. Mér finnst þegar ég hugsa til baka til bernskunnar, að alltaf hafi verið gott veður og lífið ánægjulegt. Auðvitað komu hríðar og slagveður en við nutum þess líka að vera úti í hvaða veðri sem var. Það var stórt heimili í Stóradal, tvíbýli og mikill samgangur á milli. Við bjuggum í stór- um torfbæ, byggðum 1884, en hann brann þegar ég var 15 ára. Bruninn í Stóradal Faðir minn var að kenna á bíl vestur á Reykjaskóla þeg- ar þetta gerðist. Við Sveinbjörg systir mín höfðum her- bergi uppi á lofti, en einhverra hluta vegna þá vildi mamma að við svæfum niðri þessa nótt. Það varð okkur til lífs. Stór hluti bæjarins var brunninn þegar mamma vaknaði við lætin í hundunum. Hún rétt komst til að vekja fólkið og hringja neyðarhringingu. Þá var sveita- sími og ein löng hringing var neyðarkall og allir sem gátu, komu til hjálpar. Þessa nótt voru 10 manns heima og urðu sumir að fara út um gluggana. Það var brunninn allur sá hluti bæjarins sem enginn svaf í. Tveir hundar brunnu inni, það var ekki möguleiki að ná þeim. Við misstum mest allt okkar þama. Þá átti ég eina bláa peysu með grænlensku munstri og gati á olnboganum, gallabuxur, strigaskó og nærbuxur. Annað var það ekki. Það var ekkert samráð haft um hverju ætti að reyna að bjarga en allir reyndu að grípa með sér það sem var óbæt- anlegt, bæði muni og bækur. Við hoppuðum inn og út um gluggana til að reyna að bjarga einhverju, hvergi var hægt að fara inn um dyr. Slökkviliðið kom líka en þá var allt bmnnið. Bærinn var allur viðarklæddur að innan og brann því mjög fljótt. Æskumyndir af Þóreyju. Mamma henti út Flateyjarbók, sem er geysilega stór og þung og er enn í Stóradal. Margt af bókunum sem náðust voru ónýt- ar, brunnar að hluta til. Við hoppuðum inn og út til að reyna að ná einhverju, sem var auðvitað vitleysa og á ekkert skylt við hugrekki. Við einfaldlega hugsuðum ekkert um hættuna sem var því samfara. Eitt af því sem ég náði, var útskorin hilla, sem amma átti. Hún var skrúfuð föst á panilvegg með þremur skrúf- um, en mér tókst að brjóta hana frá og hluti af panilnum fylgdi með. Þessi hilla var skorin út af Ríkharði Jónssyni og var afmælisgjöf frá sveitungunum til ömmu minnar, en nú prýðir hún vegginn hér hjá mér. Þarna brann mikið af ómetanlegum gripum. Ég fann ekki til ótta meðan á þessu stóð. Það var ekki fyrr en á eftir sem ég fór að hugsa. Það kemur óneitanlega fát á fólk þegar það vaknar við það að allt er að brenna í kringum það og allt á kafi í reyk. 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.