Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 8
Jón Jónsson, faðir Póreyjar. Amma Póreyjar, með hana og Jón. maður lenti á þessum hesti, hann átti til að rjúka. Ég var að verða tvítug þegar faðir minn dó. Hann var þá 53 ára. Síðustu mánuðina var hann á sjúkrahúsi í Reykjavík og mamma hjá honum. Þá þurftum við syst- umar að sjá um búskapinn og á tímabili Elínborgu litlu, sem þá var tveggja ára, vegna þess að mamma var á sjúkrahúsi líka. Eftir þetta sá ég um búskapinn í nokkur ár. Systur mínar þurftu að klára sinn skóla, en að sumrinu og í öllum fríum unnu þær að búinu. Ég er ekkert ósátt núna þó að ég hafi ekki komist í framhaldsnám, því það er líka hægt að læra utanskóla. Auðvitað var margt sem ég hefði viljað gera og langar enn til. Það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt. Nú er skólakerf- ið orðið þannig uppbyggt að allir eiga möguleika. I mínu ungdæmi var það þannig að ef maður missti af lestinni þá voru engir möguleikar, lestin var farin. Arið sem pabbi dó var mjög erfitt. Við vomm nýbúin að byggja, þetta voru kalár og áföll í búskap, allt mjög erfitt og um enga peninga að ræða. Allt var á núlli og eitthvað varð að gera. Mamma ákvað að taka sumardvalarbörn, við vorum oft yfir tuttugu í heimili. Það var tólf manna borð í eldhúsinu og oft tvísetið við það. A vet- urna var bamaskólinn hjá okkur og mikið um að vera. Þessi vinna bitnaði mest á mömmu, þó að við tækjum stundum til hendinni innandyra. En þetta gerði það að verkum að það var aldrei um neitt fjöl- skyldulíf að ræða hjá okkur, húsið var miklu líkara félagsheimili en einkaheimili. Þar fyrir utan var alltaf mikið um gesti. Faðir minn var mjög félagslyndur. Eitt af því sem hann gerði eftir að búið var að byggja húsið, var að halda dansnámskeið í stofunni. Hann sótti danskennara á Blönduós til þess að kenna nýjustu dansana, og þarna komu allir í sveitinni, sem vildu. Eitt af því sem hann saknaði úr gamla bænum var orgelið. Pabbi spilaði á orgel og harmóniku, Hanna systir hans og mamma á gítara og Hannes sonur Hönnu á harmóniku. Það var mikið sungið og spilað á heimilinu. Það var svo margt öðruvísi, en nú, eins og það tilheyri annarri öld. En það var mikið félagslíf í sveitinni, fólk kom saman til að spila og dansa á þeim bæjum þar sem húspláss var, fólk á öllum aldri alveg frá kornabörnum og upp úr. Þarna var kynslóðabilið ekki komið. Ég man ekki eftir að það hafi verið illindi á milli bæja og fólk hjálpað- ist að orðalaust, ef á þurfti að halda enda nutum við vin- áttu og hjálpar sýslunganna í ríkum mæli eftir lát pabba. Eftir að pabbi dó þá nutum við systurnar þess sem hann hafði kennt okkur. Viðgerðir á vélum voru lítið vandamál enda höfðum við alltaf verið með honum í því sem hann var að gera. Ég dundaði t.d. við að slípa ventla meðan hann gerði eitthvað annað og sagði okkur sögur á meðan. Við lærðum mikið af þessu og það var góður skóli sem við gátum notað okkur þegar á þurfti að halda. En nú erum við líklega jafn úreltar og vélamar, sem þá vom. Við vorum afskaplega hændar að pabba, systurnar, og ekki vantaði sjálfstraustið á þeim árum. Til dæmis þegar Didda (Sigurbjörg) var þriggja ára, þá var eitthvað sem pabbi efaðist um að hún gæti. Þetta litla stýri leit á hann 204 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.