Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 9
Pórey og Jóhann með stúdentinn, Stellu Hrönn.
Jóhann með barnabörnin.
jörð á leigu um miðjan sauðburð. Við opinberuðum 6.
maí og gifitum okkur 15. júlí. Þá vorum við búin að búa
saman frá enduðum maí. Ég veit ekki hvort þessi hraði er
gott fordæmi fyrir unga fólkið, en við erum þó búin að
vera saman síðan og gengið vel, með tilheyrandi árekst-
Börn Póreyjar og Jóhanns auk drengs, sem var lengi í
sveit hjá þeim og er stœrstur á myndinni. Hann heitir
Róbert, svo koma Jón Axel, Ólafur Finnur, Halldóra
Elín, Stella Hrönn og Jóhann Oddgeir.
ffi-pHeima er bezt 205
og sagði: „Ef þú getur það pabbi minn, þá get ég það
líka.“ Þetta sjálfstraust hefur nú rjátlast af okkur að
mestu.
Sveinbjörg amma mín var í Stóradal alla tíð en afi
minn var dáinn áður en ég fæddist. Sveinbjörg amma var
sérstök kona, aldrei man ég eftir öðru en að hún væri að
vinna. Hún passaði okkur krakkana oft með því að láta
okkur halda til skiptis í hlaupastelpuna á rokknum, þegar
hún var að spinna. Svo sagði hún okkur sögur, las fyrir
okkur og var mikill félagi. Hún sagði okkur margt frá
gamla tímanum, eldaði fyrir okkur mat úr fortíðinni, til
að leyfa okkur að smakka og svo framvegis.
Hanna föðursystir mín og hennar maður, Sigurgeir
Hannesson, bjuggu á móti pabba og mömmu í Stóradal.
Þau eignuðust bara drengi en hjá foreldrum mínum komu
einungis stúlkur. Elsti sonur þeirra, Jón, fæddist 30. júní
1945, svo að við erum jafngömul. Sveinbjörg fæddist svo
12. nóvember 1949 og Hannes sonur Hönnu og Sigur-
geirs, 11. janúar 1950. Svo ruglaðist röðin. Sigurbjörg er
fædd 22. maí 1951, Margrét 20.september 1953 og Elín-
borg 3.desember 1962. Hanna og Sigurgeir eignuðust svo
Ægi fæddan 9. ágúst 1959 og Guðmund fæddan 8. maí
1962. Eftir brunann þá byggðu Hanna og Sigurgeir ný-
býlið Stekkjardal á hálfu Stóradalslandi.
Fjölskyldan
Ég á þrjú börn, þau heita Jón Axel f. 10. júlí 1971,
Stella Hrönn 9. maí 1974 og Jóhann Oddgeir 11. janúar
1978.
Ég kynntist manninum mínum, Jóhanni Má Jóhanns-
syni, þegar hann var tamningamaður á Blönduósi. Þá átti
ég Jón Axel Hansson og Jóhann átti tvö börn áður. Við
hittumst fyrst um miðjan mars og vorum búin að taka