Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 10
rum. Einu hjónaböndin sem eru árekstralaus eru þau þar sem báðir aðilar sameinast um að elska bara annan aðil- an, BÆÐI. Þeim fer sem betur fer fækkandi. Við leigðum Hrafnabjörg í Svínadal og bjuggum þar til 1976. Þá leigðum við Keflavík og fluttum hingað. íbúðar- húsið var ónýtt en við bjuggum í því þangað til 1979, þá byggðum við þetta hús. Það voru full margir íbúar í gamla húsinu, mýs og annað, sem okkur líkaði ekki sér- lega vel við. Bömin, sem Jóhann átti áður heita Ólafur Finnur f. 20. júní 1971 og Halldóra Elín f. 9. október 1972. Sambýlis- maður Halldóru er Gunnar Ólafsson og eiga þau tvö börn, Karolínu Eir og Hákon Orra. Jóhann Már er frá Akureyri, fæddur 10. janúar 1945. For- eldrar hans eru Jóhann Kon- ráðsson og Fanney Oddgeirs- dóttir. Það var mikill söngur og tónlist á því heimili og mikið rætt um söng. Það sem var þó frábrugðið því, sem ég átti að venjast, er að á mínu æsku- heimili var söngurinn ein- göngu til heimabrúks, en hjá þeim meira til útífrábrúks. Jó- hann hefur mikla ánægju af söng og mikið að gera í því, Jón Axel. einnig hefur hann dálæti á góð- um hestum og góðum bílum. Eg hef gaman af að lesa góðar bækur, og hef áhuga á gömlum munum og listaverkum. Ég get vel ímyndað mér að fornleifafræði hefði hentað mér vel. En í sambandi við sönginn þá hlusta ég og hef ánægju af, en syng ekki sjálf. Fyrsta merki þess að börnin mín væru músíkölsk var, að ef ég fór að syngja fyrir þau þá settu þau upp svip og sögðu: „Ekki syngja mamma.“ Síðan syng ég bara í laumi af tillitssemi við eiginmann og börn. Lífið í Keflavík Ég hef mjög gaman af öllu handverki og handavinnu. Ég er aðallega að smíða úr beinum og hornum, mér finnst það skemmtilegast eins og er. Ég er að reyna að gera þetta að atvinnu minni og því verð ég að hafa jafn- vægi á milli þeirrar vinnu sem fer í að gera hlutinn og þess verðs sem hægt er að selja hann á. Þess utan geri ég auðvitað ýmislegt fyrir mig, þar sem ég er að prófa mig áfram og sanna fyrir sjálfri mér að ég geti gert meira. En það er of mikil vinna í þeim hlutum til þess að þeir teljist söluhæfir. En ég hef stússast mikið í þessum hlutum og er búin að skoða handverk frá sem flestum hliðum. Nið- urstaðan er sú að við komumst hvorki lönd né strönd til þess að gera þetta að atvinnuvegi nema því aðeins að við fáum einhverja ívilnun t.d. gagnvart virðisaukaskatti, þá er ég að tala um handverk úr íslensku hráefni. Þar er fólk að borga virðisaukaskatt af lágum launum, sérstaklega þeir sem prjóna lopapeysur. Ég hef átt prjónavél í 25 ár og gripið í að prjóna og selja barnaföt, mismunandi mikið eftir tíma og aðstæð- um. Nú er samdráttur orðinn svo mikill í landbúnaði að ekki veitir af. Okkar bú dróst mikið saman, eins og ann- arra og í haust stóðum við frammi fyrir því að velja á milli þess að kaupa okkur kvóta eða hætta búskap. Við keyptum 126 ærgildi og megum núna vera með 253 kind- ur á fóðrum. Þar sem við fórum í 0.7 kinda regluna þýðir það að við fáum fullt verð fyrir það sem við framleiðum. Við erum með nokkur hross okkur til gamans, stóðmer- Stella Hrönn. Jóhann Oddgeir. arnar hafa aldrei verið fleiri en tvær og hrossin eru 13 alls. í haust fæddust svo óvænt þrjú folöld, sem ekki var reiknað með, en það er nú önnur saga. Við hjónin stunduðum vinnu tíma og tíma á Sauðár- króki til að drýgja tekjurnar. Núna vinn ég hér heima við handverkið með búskapn- um og Jóhann syngur. Ég held að fólk þurfi að vera mjög snjallt til þess að geta lifað af handverki, það þarf raunar að vera listafólk og það er ekki nema einum og einum gefið. Það er margt mjög gott handverksfólk til og margt fallegt og vandað sem búið er til úr íslensku hráefni. Það er mjög þægilegt að geta unnið heima og notað laus- ar stundir í vinnu sem þessa. Ég verð að vera tilbúin að grípa inn í þegar Jóhann er að heiman. Það eru töluverð ferðalög í kringum hans störf. Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir hve mikil vinna er í kringum sönginn, sérstaklega ef æfa þarf mörg prógrömm með mismunandi undirleikurum. Oft eru langar leiðir á æfingar og lítið sem stendur eftir. Ég hef alltaf haft mjög gaman af búskap og vil helst eiga heima í sveit þó að það þýði minni peningaráð. Maður er vissulega meira bundinn þar en ef maður væri í launaðri vinnu, sérstaklega þeir, sem eru með kýr. Vinnuskyldan er jöfn alla daga ársins. En mér finnst ég samt ekki vera bundin, vegna þess að þetta er það sem mig langar til að gera. Visst frelsi er þó hverjum manni nauðsynlegt. A 206 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.