Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Side 34

Heima er bezt - 01.06.1996, Side 34
Bergur Bjarnason, kennari: fJÖMi 0<j IWýtÍHtjto 11, liluti Seinni hluti Ty ð þessu sinni ljúkum við ^ / \ að segja frá skúminum / \vonda... Og svo lofaði ég að segja ykkur núna síðari æskuminningu mína um þennan sérstæða fugl. Hún komst ekki að hjá okkur síðast. Þessi atburður gerðist síðla sumars, skömmu seinna en sá fyrri,ef til vill sama árið, ef til vill ári síðar. Fyrri slætti er lokið á litla túninu heima, og við erum að heyja út við Lón. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni fyrir okkur krakkana þegar hey- skapartíminn hófst þar, því að þar var hreint ævintýraland fyrir okkur. Þar var gróðurinn svo mikill, fuglalífið svo fjölbreytt, silungar og síli í hverj- um polli, vík og vogi, og prammi við höndina, ef okkur langaði til að skjótast í rannsóknar- eða veiðiferð út á lónin. Já, þarna var hreinasta sumarparadís fyrir börn. Nokkrar óþægilegar og vondar minningar á ég þó frá þessum sælu sumardögum við lónin, og þær eru allar tengdar vörgunum sem réðust öðru hverju grimmdarlega að vissum fuglategundum sem undu sér þar í friði og spekt og rændu þær lífi. Og þarna gerðist það einn fagran sumardag síðdegis, að við Bangsi kynntumst annarri hlið og harla ljótri á skúminum, sem hafði eigi alls fyrir löngu valdið okkur svo miklu hugar- angri. Við höfðum verið að dreifa heyi úr hlössum uppi á hrófunum með ein- hverjum úr hópi hinna fullorðnu, en fengum svo að því loknu að leika okkur um stund niðri við lónin. Mig minnir að við værum að svipast um efíir sílum eins og við gerðum svo oft. Það var rakin þurrkatíð þessa daga og því yndislegt veður, logn og sól- skin. Stórir hópar af öndum léku sér við unga sína hér og þar á spegilslétt- um vatnsfletinum og kenndu þeim ýmsar listir. Og öðru hverju horfðum við hugfangnir á það létta, glaða og fagra líf, sem birtist okkur þarna í ríki fuglanna fyrir utan. En allt í einu sáum við Bangsi að ótti mikill og glundroði greip um sig meðal andanna sem höfðu verið svo rólegar og hamingjusamar. Nú görg- uðu þær hátt og flestar flýðu í ofboði lengra út á lónin en aðrar stungu sér strax. Það leyndi sér ekki að þær voru að forða sér undan einhverju, sem þær voru mjög hræddar við. Hvað gat það verið, sem olli þessu- mótta meðal andanna? Við Bangsi litum spyrjandi hvor til annars því að við höfðum aldrei fyrr veitt þessum algenga atburði athygli. En við þurft- um ekki að bíða svarsins lengi. Fyrr en varði sáum við að stór skúmur renndi sér niður að önd, sem af ein- hverjum ástæðum hafði orðið dálítið á eftir hópnum er var næstur okkur. Eins og þið getið nærri varð vesal- ings öndin ógurlega hrædd og kafaði í dauðans ofboði. Og vafalaust hefur hún haldið að nú væri hún alveg ör- ugg fyrir óhræsis varginum fyrst hún var svo heppin að geta kafað og falið sig niðri í vatninu. 230 Heima er bezt En nú hófst eimitt sá ömurlegi og ljóti þáttur sem einkennir skúminn sérstaklega og gerði hann svo óvinsælan í ríki andanna okkar heima og einn meðal allra manna, sem kynntust honum, bæði barna og fullorðinna. Skúmurin stóri, sem þarna var kominn í ætisleit sunnan af Jökulsáreyrum, hafði valið sér frem- ur auðunna bráð, vesalings litlu önd- ina sem varð sein til að fylgja félög- um sínum á flóttanum. Og hún, sem hélt að nú væri henni ekki lengur hætta búin, fyrst hún gat kafað og falið sig í vatninu. En hún vissi ekki auminginn litli, að skúmurinn fylgd- ist eð hverri hreyfingu hennar niðri í vatninu. Og þegar hún gat ekki verið lengur í kafi og kom næst upp til að anda, steypti vargurinn sér yfir hana á ný og bjóst til að hrema hana. Henni tókst þó með naumindum að komast undan honum öðru sinni, þó að hún gæti raunar alls ekki andað nóg áður en hú stakk sér unan hon- um á ný. En þessum ljóta leik lýkur aldrei nema á einn veg: Skúmurinn kæfir öndina eftir nokkrar atrennur eins og þær sem áður var lýst, sest síðan á vatnið og rífur hana í sig. Seinna fylgdumst við Bangsi með þessu ljóta framferði skúmsins árum saman án þess að geta nokkru sinni komið í veg fýrir það. Og alltaf fengum við sáran sting í hjartað, þegar við sáum hvemig hann fór að við blessaðar endurnar, sem okkur þótti svo vænt um. Að lokum ætla ég að bæta við ör- fáum orðum um annan furðulegan sundfugl, sem átti raunar heima í landi Valla og við það allt árið, og var síst minni vargur og ræningi en kjóinn og skúmurinn. Eg vil gjarnan að þið vitið þá um hann líka. Þetta er svartbakurinn. Hann er langstærstur þessara þriggja fugla, með langt, breitt og beitt nef, svart bak og vængi, en hvíta bringu, háls og höfuð. Hann lifir eingöngu við sjó og verpti mikið í melröndinni upp af sjónum heima. Hann á þrjú afar stór egg og feng- um við strákarnir oft að fara út á randir um varptímann til þess að leita að eggjum þeirra, sem voru alltaf góð búbót. Hann flýgur nær ekkert inn til landsins og lifir því mest á sjávar- fangi, sílum og smáum fiskum, sem hann nær úr sjónum. Engu að síður var hann mjög oft við lónin á sumrin af því að þau eru svo skammt frá fló- anum. Og þangað sótti hann oft bráð sína á sumrin, því að hann er stór- virkur ræningi eins og fyrr nefndir frændur hans. Alveg sér- staklega sótti hann í að ræna eggjum og ung- um, sem hann gleypti í heilu lagi hvenær sem hann kom auga á þá. Hann var til dæmis oft mjög að- gangsharður og miskunnarlaus við æðarkollurnar í varphólmanum okk- ar, egg þeirra og unga. Urðum við strákarnir oft vitni að þessu án þess að geta nokkru sinni komið í veg fyr- ir það fremur en við hina ræningjana. Við urðum að viðurkenna að við þessu framferði þessara fugla var raunar ekkert hægt að gera. Við neyddumst bara til að horfa á þetta grimmdarlega atferli þeirra án þess að geta nokkuð gert. Þetta er eðli þessara sundfugla eins og venjulegra ránfugla. Þeir eru algjörlega mis- kunnarlausir í fæðuöflun sinni við alla þá, sem eru minnimáttar, og því verður ekki breytt. Hitt er hörmulegra, vinir mínir, þegar sumir þeir, sem vitið hafa meira, leika sér að því að drepa dýr og fugla og sýna þeim algjört mis- kunnarleysi, eins og sumir menn gera þegar þeir eru að veiða sér til gamans. En um það ræðum við ekki Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.