Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 37

Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 37
sem bíður henni alókunnugri hjálp sína og henni dylst það ekki að kon- an gerir þetta af heilum huga. Því skyldi hún þá slá á framrétta hjálpar- hönd? Glóey Mjöll þvingar fram veikt þakklætisbros um leið og hún svarar: „Ég vil ekkert annað en ískalt vatn.“ „Þá sæki ég það í snatri." Hallbera snýr í skyndi til dyra og skjögrar nú mun minna en þegar hún gekk hér inn í klefann fyrir lítilli stundu. Gleðin, sem fylgir því, að mega rétta fram hjálparhönd, gefur ellihrumum fótum hennar nýjan þrótt. Hún er þá enn ekki orðin einskis nýt með öllu. Glóey Mjöll horfir hlýjum augum á eftir gömlu konunni. Hún virðist hafa eignast hér góðan sálufélaga á þessu framandi róli. Hallbera er fljót í förum. Brátt teigar Glóey Mjöll islenskt bergvatn, tært og svalandi og aldrei fyrr hefur hún orðið eins fegin svaladrykk. „Kæra þökk, Hallbera,“ segir hún mun hressari í bragði og leggur frá sér tómt drykkjarílátið. „Þetta var sannarlega gott.“ „Ekkert að þakka, súlka mín. Láttu mig vita ef þú þarfnast einhvers," svarar Hallbera góðlátlega. „Skipið er víst í þann veginn að leggja úr höfn á nýjan leik.“ Glóey Mjöll andvarpar við þessa frétt og hagræðir sér betur á höfðuð- púðanum. „Oveðrinu er nú vonandi að slota og hafið að kyrrast,“ segir gamla konan hughreystandi. „Attu enn langa leið fyrir höndum til þinnar heimahafnar?“ spyr hún svo og tyllir sér á „kojuna“ sína. „Ég veit það naumast, þótt ótrúlegt sé. Ég hef aldrei komið þarna áður. Ferð minni er heitið norður í Súlna- vog.“ „Jæja, norður í Súlnavog! Þangað er enn löng sigling. Ég er á leið í þennan sama vog og þú, stúlka mín.“ „Þekkir þú þennan stað, Hallbera“ „Ekki get ég nú sagt að ég þekki staðinn. Ég hef einu sinni áður kom- ið þangað. En þetta er þá allt nýtt og framandi fyrir þér. Sonur minn er kaupfélagsstjóri í Súlnavogi. Ég var á árum áður í smátíma hjá þeim Hildibrandi syni mínum og frú hans og gætti bús og barna, á meðan þau hjónakomin brugðu sér í skemmti- ferð til sólarlanda. En ég kynntist engum utan heimilis og fór sjaldan út í þorpið. Og ekki óraði mig fyrir því þá, að þessi ömurlegu örlög biðu mín.“ Hallbera þagnar við. Glóeyju Mjöll dylst ekki að einhver raunasaga býr að baki síðustu orðum gömlu kon- unnar. En hún er of háttvís til þess að spyrja nokkurs. Því skyldi hún vera að hnýsast í viðkvæm einkamál ókunnugrar konu? Hún á ekki von á frekari samræðum að sinni og kúrir sig niður í „kojuna.“ En Hallbera unir þögninni ekki lengi. Hún lítur yfir að hvílu klefanautar síns og spyr vingjamlega: „Áttu einhverja ættingja eða vini þama í Súlnavogi, sem taka á móti þér eða þú getur leitað til við kom- una þangað, stúlka mín?“ „Nei, ég á þarna hvorki ættingja eða vini og þekki þar enga lifandi sál.“ „Hvað ertu að segja! Ferðu þarna norður að Dumbshafi í algerri óvissu um það hvað tekur við hjá þér?“ „Nei, ekki er ég nú svo illa haldin af rómantík og ævintýramennsku, að ég fari þetta án allrar fyrirhyggju. Ég er ráðin barnakennari í Súlnavogi á komandi vetri. Að sögn forráða- manns fræðslumála á staðnum, hefur hann valið mér vetursetu á heimili kaupfélagsstjórahjónanna í þorpinu. Verðum við ef til vill samtíða þar, Hallbera?“ Gamla konan hristir hæruhvítt höf- uð sitt. „Nei, stúlka mín, svo verður ekki. Það hefur verið vel séð fyrir því. Ætli ég líkist ekki einna helst þeim niðursetningum fyrri tíma, sem send- ir voru hreppaflutningum.“ „Ertu þá ekki á leið til sonar þins og tengdadóttur?“ spyr Glóey Mjöll með undrun í rómi og áhugi hennar fer vaxandi á málefhum gömlu kon- unnar. „O, nei. Tengdadóttir mín segir ekkert rými vera fyrir gamalmenni á heimili þeirra hjóna. Þau eru búin að hola mér niður á elliheimili skammt fyrir utan Súlnavog.“ „Áttu erfitt með að sætta þig við það að fara þangað?“ Hallbera varpar öndinni þimglega. „Já, stúlka mín. Ég er nú einu sinni þannig gerð að vilja standa á eigin fótum, svo lengi sem stætt er og tel mig enn geta það nokkum veginn, að aðrir þurfi ekki mikið fyrir mér að hafa utan þess að ljá mér húsaskjól. Ég hef aldrei getað hugsað mér að fara inn á stofnun. Ekki að ég van- treysti starfsliði slíkra stofnana, ég efast ekki um að það gerir sitt besta í hvívetna. En ég varð ung að árum, að bjarga mér af eigin rammleik og hef reynt að gera það í lífinu. Ég á þá ósk heitasta að svo mætti verða til endadægurs." „Hafi væntanleg dvöl mín á heim- ili sonar þíns orðið þess valdandi að þar er ekki rúm fyrir þig, Hallbera, skal því verða breytt strax við komu mína til Súlnavogs. Fái ég ekki inni annarsstaðar í þorpinu, leita ég mér að nýju starfi á öðrum slóðum, úr nógu er að moða og mér eru allir vegir færir,“ segir Glóey Mjöll festu- lega og brosir hlýtt til gömlu kon- unnar. „Sussu nei, góða mín. Fyrirhuguð koma þín á heimili sonar míns er ekki í neinum tengslum við þetta elliheimilismál. Það get ég fullvissað þig um. Viljir þú heyra forsögu þess, er ég fus að segja þér hana. En ertu ekki of veik til þess að hlýða á masið í mér?“ „Nei, Hallbera, ég er ekki of veik til þess að hlusta á þig. Mér líður mun betur efitir komu þína hingað. Ég vil mjög gjarnan heyra forsögu þessa máls, ég væri til í það að hlýða á ágrip heillar ævisögu ef það stæði mér til boða. Mér finnst það bæði lærdómsríkt og gefandi að kynnast lífshlaupi aldamótakynslóðarinnar og þeirra, sem eldri eru. En að sjálf- X. Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.