Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 5
Dagur í lífi sveitadrengs fyrir sextíu árum Séð frá Amastöðum yfir Miöfjörð og Heggstaöanes. Frá þeim stað fór drengurinn til Hvammstanga. © egnum þungan svefnhöfgann heyrði ég rödd ömmu minnar: "Farðu nú að vakna, þú þarft að fara að komast af stað inneftir." En mig langaði ekkert til að vakna. Það var svo óskaplega gott að sofa lengur og ég sofnaði aft- ur. Enn heyrði ég milda rödd ömmu: „Drífðu þig nú ó fætur, klukkan er að verða níu." Og allt í einu síast veruleikinn inn í hugann. Ég man hvað til stendur. Ég d að fara inn ú Hvammstanga til þess að sækja slútrin. Daginn úður höfðu lömbin sem dtti að slútra verið rekin inneftir og lútin í réttina við slúturhúsið. Ég fór með hestana heim en pabbi varð eftir innfrú. Hann var í slúturvinnu eins og hann var vanur ú haustin. Þegar ég kom heim var komið svarta myrkur. Ég hýsti hestana sem voru sveittir eftir smalamennsku daginn dður og svo ferðina inneftir. En akhesturinn Bleikur hafði sloppið við allar sviptingar í smalamennskunni og var á túninu. Honum útti ég að beita fyrir kerruna. Þetta rann í gegnum hugann ú meðan ég tíndi á mig spjarirnar. Ég flýtti mér niður og fékk mér bita í eldhús- inu. Hljóp síðan suður ú túnið og sótti Bleik. Hann var þar í mestu makindum að naga hdna. Bleikur var gæf- ur og stóö eins og þúfa þegar ég lagði við hann beislið en ég fann að hann var ekki únægður með að vera tek- inn svona hastarlega frú sínum morgunverði. Bleikur var mjög sterkur og duglegur akhestur en skapið erfitt. Hann hafði verið fyrirhafnarsamur í tamningu en var nú kominn yfir allan ungæðishdtt. Þennan morgun var besta veður, hæg suðvestan gola en loft skýjað. Mér varð litið út ú fjörðinn. Ddlitla vind- sveipi lagði út frú Heggstaðanesinu, en norður í flóan- um liðu léttar regnskúrir undan hægri golunni. Það var sem sagt mjög gott haustveður. Mamma kom út og hjúlpaði mér við að beita Bleik fyrir kerruna. Svo lagði ég af stað. Hún kallaði ú eftir mér að ég mætti ekki sitja á kerrunni, það gæti verið hættulegt. Mér fannst þetta nú vera óþörf óminning, þó lofaði ég þessu. Svo rölti ég fram veginn. Bleikur hrinti mér stundum til með hausnum. Það var öruggt merki um að hann væri í vondu skapi en það var hann oft þegar hann fór einn hesta af bæ. Ég núlgaðist Kúrastaði. Hvað skyldu þeir nú vera að gera, strdkamir á Ytri-Kdrastöðum, Ingólfur og hann Mummi? Varla lofar Þóröveig þeim að liggja í rúminu og klukkan líklega farin að ganga ellefu. Ég vissi þó ekki núkvæmlega hvað tímanum leið, því enga útti ég klukkuna. En hvað um þaö, ekki súust strdkamir úti við. Hins vegar sdst maður d ferli ú túninu sunnan við Miðbæinn. Ég þekkti að þarna fór Bensi. Þú fór ég aö hugsa um ddlítið atvik, sem gerst hafði veturinn dður og við strdkamir fengum miklar skammir fýrir. Eggert bróðir minn hafði eignast svonefnda hundabyssu. Einn dag tók hann byssuna með sér í skólann, en bamaskól- inn var þd d Kdrastöðum. Unnsteinn d Kdrastöðum dtti nokkur skot sem pössuðu í byssuna. Það voru nokkkuð stór púðurskot sem stungið var í hlaupið og þegar hleypt var af sprungu þau með hdum hvelli. Við strdkarnir stóðum fyrir norðan bæinn ú Syðri- Kdrastöðum og vorum að velta þvi fyrir okkur hvernig viö ættum að nota skotin, því það var svo lítið púður í að skjóta bara beint upp í loftið. Þd súum við Bensa Heima er bezt 437

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.