Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 35
FrarHhaldssagan
Ingibjörg
Sigurðardóttir:
51
uðmýkt hefur ekki
verið hennar sterk-
asta lyndiseinkunn
um liðna ævi. Hún
sér sjólfa sig í anda á
vori lífsins, unga, föngulega einka-
dóttur á ríkmannlegu hreppstjóra-
setri þeirrar tíðar. Stolt og stórlát leit
hún niður til flestra sveitunga sinna.
Hún átti því fáa æskuvini og félaga
sem hún taldi sér samboðna og
þessi eini bróðir sem hún eignaðist
var svo gjörólíkur henni að þau áttu
litla samleið. Hann ávann sér hylli
allra sem hann umgekkst, ekki síst
þeirrra sem voru minni máttar og
hún leit smáum augum. Hún viður-
kennir það fúslega nú að Randver
var fyrirmyndar drengur.
Vor eitt kom ungur maður að
Ljósalandi. Hann hafði tekið fola-
efni í úrvals gæðing til tamningar
fyrir föður hennar enda eftirsóttur til
þeirra starfa víða um sveitir og var
kominn til þess að skila gæðingnum
fulltömdum. Hún hafði séð Matthías
á Lyngheiði nokkrum sinnum áður
sem krakka og ungling en ekki fyrr
fullvaxta karlmann. Og þarna var
kominn riddarinn á hvíta hestinum
úr draumum hennar í orðsins fyllstu
merkingu, því Matthías reið ljósgrá-
um gæðingi. Riddarinn bað hvorki
um hönd hennar eða hjarta né neitt
annað í þá veru en hún vann þess
heit þetta vorkvöld, að Matthías á
Lyngheiði skyldi verða eiginmaður
sinn, að öðrum kosti yrði það eng-
inn. Hún hófst þegar handa og áður
en Matthías fór frá Ljósalandi var
hún búin að fá hann til þess að
temja fyrir sig fola sem hún átti og
vantaði fyrir reiðhest. Og þar með
voru örlög þeirra ráðin. Hún var tíð-
ur gestur á Lyngheiði þetta vor og
lærði þá list undir leiðsögn temjar-
ans að ná tökum á villtum eðliskost-
um gæðingsins og móta þá til
hlýðni. Henni tókst einnig að fanga
temjarann sjálfan svo ekki varð aft-
ur snúið áður en kaupakonan frá
Drangalóni kom til sögunnar. En
hafði hún með öllu hreinan skjöld í
þeim sigri? Sú spurning vekur hjá
henni framandi sektarkennd. Und-
arlegt hvað þetta löngu liðna verður
nú ljóslifandi fýrir hugarsjónum
hennar og jafnframt krefjandi.
Hjónabandið hefur reynst frekar
friðsamlegt og áfallalítið, hún telur
það vera því að þakka hve Matthías
er gæflyndur og kann vel að stjórna
skapi sínu, en ástríkt hefur það
aldrei verið. Hún hefur yfirleitt ekki
snúist gegn áformum bónda síns
hafi hann borið þau undir hana en
það gerði hann ekki þegar hann tók
Hugborgu inn á heimilið. Þessu
reiddist hún mjög og fannst sér gróf-
lega misboðið og hefnd hennar bitn-
aði á saklausum. Augu Ástríðar fyll-
ast tárum. í móðu þeirra birtist
henni munaðarlaust tökubarn, sem
engu réði um komu sína að Lyng-
heiði. Hún rak telpuna áfram með
veldissprota sínum eins og hún væri
ambátt og sýndi henni aldrei annað
en hörku og skilningsleysi þar til
hún sjálf var slegin til jarðar af
ólæknandi sjúkdómi. En þá var það
Hugborg sem kom óbeðin til móts
við hana með slíkri hjálpfýsi og um-
hyggju að enginn hefði getað gert
það betur. Þessi óeigingjarni kærleik-
ur var undur, sem hún hafði aldrei
kynnst fyrr og opnaði augu hennar
fyrir nýjum lífsgildum. Hugborg hef-
ur sannarlega launað illt með góðu
og í fyrsta skipti á ævinni finnst
Ástríði að hún þurfi að biðja aðra
mannveru fýrirgefningar. En er
henni það nóg að hljóta fyrirgefn-
ingu frá mönnum, þarf hún ekki
líka aö leita út fyrir sjónhring þess
stundlega?
„Meistarinn er hér og vill finna
Heima er bezt 467