Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 36
þig," endurrómar í sól hennar. Er
hún ekki albúin þess að koma til
fundar við hann sem er upprisan og
lífið og fyrirgefur syndir?
- Jú, andvarpar Ástríður. - Drott-
inn fyrirgefðu mér, hvíslar hún af
auðmjúku hjarta. Svo verður allt
hljótt.
★**
Degi er tekið að halla. Hugborgu
þykir vera orðið tímabært ab líta inn
til Ástríðar og athuga um líðan
hennar. Hún hraðar sér inn í hjóna-
herbergið og nemur staðar við
rekkju húsfreyjunnar. Ástríður virð-
ist sofa djúpum svefni og bærir ekki
ú sér við komu hennar. Augu Hug-
borgar hvíla nokkur andartök á
Ástríði og henni finnst hún skynja
eitthvað nýtt og framandi í svipmóti
hennar, sem hún kann ekki að skil-
greina. Þetta skýrist ef til vill þegar
Ástríður vaknar, hugsar Hugborg og
hverfur hljóblega frú rekkjunni til
sinna starfa.
Dagur líður að kvöldi nóttin færist
yfir mannheim. Ástríbur hefur enn
ekki vaknað til veruleikans en svefri
hennar sýnist mjög djúpur og vær
og því ekki vert að raska honum.
★*★
Nýr dagur rís úr skauti nætur.
Matthías bregður blundi í morg-
unsúrið. Hann ætlar að leggja af
stað úrla dags inn á Brimnes og
freista þess að rúða hjúlparstúlku á
heimili sitt, sem hann getur komið
með heim samdægurs. Hann telur
þetta ekki mega dragast lengur.
Matthías sér að kona hans er vökn-
uð og spyr hlýlega:
- Hvernig líður þér Ástríður?
Hún mundar sig til þess að svara
en talfærin lúta treglega að stjóm og
hann skilur ekki það sem hún er að
reyna að segja. Matthíasi bregður
ónotalega. Hún hefur vafalaust
fengið nýtt dfall og misst múlið,
hugsar hann og athugar núnar
ústand konu sinnar. í ljós kemur að
hún er móttlaus hægra megin en
getur hreyft vinstri hönd og fót.
Matthías finnur að hér fær hann
ekkert ab gert. Hann býr sig í skyndi
ferðafötum og heldur ú brott úr
hjónaherberginu. Hugborg er komin
til starfa í eldhúsinu. Hún hafði vit-
neskju um það að Matthías ætlaði
snemma ab heiman ú þessum
morgni og vildi hafa tilbúinn úrbít í
tæka tíb handa honum. Matthías
þrammar þungstígur inn í eldhúsið.
Hann býður Hugborgu góðan dag,
dapur ú svip, og sest við matborðið.
- Góðan dag, Matthías, svarar
Hugborg hæversk og lýkur við að
bera fram úrbítinn. Svo spyr hún að
bragði:
- Er Ástríður vöknuð?
- Jú, svarar Matthías. - En hún
hefur fengið nýtt úfall.
í þeim töluðum orðum kemur Pét-
ur Geir inn í eldhúsið og heyrir síð-
ustu tíðindi af vörum föður síns.
- Þarf ekki að sækja lækni pabbi?
spyr hann með alvöruþunga.
- Ég býst ekki við því að móðir þín
óski eftir slíku, ég efast líka um það
að læknir geti nokkuð gert fýrir
hana eins og málum er nú komið.
Hún er orðin lömuð hægra megin
og talfærin virðast mikið sködduð,
svarar Matthías. - Ég er á förum inn
á Brimnes til þess að leita að hjálp-
arstúlku fyrir okkur hérna ég ætla
að líta við hjá héraðslækninum í
leiðinni og ræða ástand móður
þinnar við hann. Hver veit nema
hann kunni að gefa einhver góð ráð
í þessum nýja vanda.
- Já, gerbu það pabbi. Ég verð hér
innanbæjar í fjarveru þinni, Hug-
borgu minni til aðstoðar, segir Pétur
Geir þýðlega. - En nú ætla ég að líta
til mömmu.
★★★
Brátt ríður Matthías úr hlabi.
Hann er með lausan söðulhest í
taumi og annan undir farangur og
fer greitt. Hugborg hraðar sér inn i
hjónaherbergið til fundar vib þau
mæðginin. Henni verður þegar ljóst
að Ástríður er orðin ósjálfbjarga. Nú
reynir fyrst fyrir alvöru á hjálpfúsar
hendur, hugsar hún og henni vex
ásmegin andspænis þessari nýju
staðreynd. Hugborg kannar vand-
lega þarfir Ástríðar eins og heilsu
hennar er komið og gengur svo
ótrauð að verki. Pétur Geir fylgist í
undrun og aðdáun meb þeirri hjúkr-
un og umönnun sem Hugborg lætur
ósjálfbjarga móður hans í té. Hvar
hefur hún lært þessi markvissu og
öruggu handtök við sjúka? hugsar
hann. Þau hljóta að vera henni eðl-
islæg og meðsköpuð. Hann býður
fram aðstoð en finnur jafnframt ab
hennar er ekki þörf og Hugborg
sannfærir hann um það. Tími
mjalta er runninn upp, þeim verður
líka að sinna og Pétur Geir gengur
til þeirra starfa.
★★★
■ Haustsólin hnígur að eilífðar útsæ.
Ástríður hvílir í óværu svefnmóki.
Pétur Geir situr einn þessa stundina
við sjúkrabeð móður sinnar. Hug-
borg er nýfarin fram í baðstofu til
þess að svara kalli sonar þeirra og
uppfylla þarfir hans. Skyndilega
opnar Ástríður augun og lítur með
ákefð á Pétur Geir. Honum dylst ekki
að hún vill segja eitthvað sem henni
liggur þungt á hjarta en gengur erf-
iðlega að ná því fram. Pétur Geir
hallar sér niður ab móður sinni og
leggur við hlustir. Brátt greinir hann
nafn Hugborgar af vörum hennar
en í sömu andrá kemur Hugborg
inn í hjónaherbergiö og ber son sinn
á armi. Ástríður hættir að reyna við
frekari tjáningu með orðum en réttir
þegar ólömuðu höndina í áttina til
drengsins og tárperlur glitra í aug-
um hennar. Þessi viðbrögð snerta
ungu foreldrana djúpt. Hugborg fær-
ir sig að rekkjustokknum og leggur
drenginn í hvíluna við hlið ömmu
hans. Ástríður hefur ekki augun af
drengnum. Hann hjalar og brosir og
sýnir alla þá fínustu takta sem sak-
lausu barni eru áskapaðir og andlit
ömmunnar ljómar af gleði og hrifn-
ingu. Þetta er áhrifamikil stund en
hún varir ekki lengi. Snögglega
stirðnar gleðin á andliti Ástríðar,
augu hennar lokast og hún fellur í
468 Heima er bezt