Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 13
Síðast voru 2 bamlausar manneskjur eftir. IslenzJca þjóðarbrotið dó út í Vatnahverfi seint á 16. öld. (Teikning: Jens Rosing). Guðmundur Þorláksson landfrceðingur taldi, að smám saman kœmist Eskimóar af stöðv- I um uppruna síns í Asíu alla leið austur til Norður- Grœnlands á hundasleðum. (Teikn: Thomas Frederiksen, Inúíti). Endalok Eystribyggðar Engin ein og sannanleg skýring er fundin um afdrif og örlög síðasta ís- lenzkumælandi fólksins í Eystri- byggð, á 100 bæjum og 12 kirkju- sóknum í hinu forna Garðastifti, sem með nokkrum rétti md kalla þriðja íslenzka biskupsdæmið. Niðaróss erkibiskupsdæmi frá 1152. Hinn 7. nóvember í haust var 450 ára ártíð herra Jóns Arasonar, hins síðasta katólska biskups á íslandi á miðöldum, og sona hans, Ara lögmanns í Möðrufelli og síra Björns á Mel. 460 ár voru liðin hinn 13. júlí sl., frá því er herra Ög- mundur Pálsson Skálholtsbiskup dó í hafi úr vosi og illri meðferð danskra konungsmanna. Norðlendingar sóktu lík Hólafeðga hið næsta sumar og veittu verðuga útför á Hólum, en líki Ögmundar biskups varpað fyrir borð við einhvern lestur skipskapteinsins samkvæmt hefð og venju um þá, sem á hafi andast. Það er órækt vitni um fjarlægð og einangrun Garða- stóls og Eystribyggðar á Litlu-ísöld, að konungsvaldið gerði ekki út leiðangur til Grænlands til að ræna Ágústínreglusetrið, klaustrið í Ketilsfirði, Benedikts- nunnuklaustrið í Hrafnsfirði og biskupssetrið á Görðum líkt og kirkna- og klaustraránin á Íslandi vorið 1551. Enginn biskup hafði setið á Görðum síðan 1378. Var því ekki nauðsyn dansks konungskirkjuvalds að senda þangað drápsmenn eins og til íslands, en á Grænlandi hlaut þó að vera eftir nokkru að slægjast í kirkjuklukk- um og munum af silfri og eir, en eins og alkunna er, fóru klukkurnar í deiglu og var koparinn notaður í fall- stykkjakúlur hins danska herkonungs. Sýnir það, að vitað var, að fýrr var öllu slíku fémæti rænt í Eystri- byggð og vinnufæru fólki. Fregnir um ránin á Græn- landi voru hvorki gamlar, ýktar né langt að fluttar í Kaupmannahöfn. Líku hafði farið fram hér á landi, einkum á ensku öldinni, hinni 15du. Atti eftir að versna á 17. öld og vís- að til Tyrkjaránsins, sem svo er nefnt 1627, aftur 1672. Engin viðleitni t.þ.a. koma konungs-kirkjuskipan Kristjáns II á vestan Hvarfs, enda álitið, að hið græn- lenzka þjóðarbrot Evrópumanna væri á hverfanda hveli eftir ránskap og drepsóttir, en landið óbyggilegt vegna ísa og harðneskju, nema frumstæðum veiðimönnum úr kuldabeltinu. Af því að þeir voru ekki katólskir, máttu þeir eiga sig. Litla-ísöld 1270-1890 Tími hvalfangaranna er almennt talinn hafinn að marki um 1600. Fjöldi skipa fiskveiðimanna löngu fyrr, en vafalaust, að þeir áttu mikil vöruskipti við Græn- lendinga, t.d. í ákjósanlegri höfninni á Herjólfsnesi, hinni syðstu byggð. Rostungstennur, kallaðar græn- lenzka gullið, hvalskíði dýrmæti síðar, kjötfall af hjart- ardýrum og norðar sauðnautum, fugl og egg í skiptum fýrir kornmeti og hvers konar járnvöru og tízkuklæðn- að. Selalýsi eftirsókt, svo að nokkuð sé nefnt, auk mik- illar skinnavöru. Lengi fýrst, meðan vel áraði, var hag- sæld í byggðum íslenzka landnámsfólksins. Á 12. öld var enn sóktur viður til Nýfundnalands, en árefti og brenni yfrið. Gekk að vísu nærri landinu ásamt ofbeit búsmalans. Morgunljóst er, að þegar harðnaði á dalnum, birti af Heima er bezt 445

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.