Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 26
egar greinarhöfundur
leitaði eftir að komast
í sumarferð eftir-
launadeildar síma-
manna, dagana 4. til
9. ágúst s.l. sumar, var það auðsótt
mál. Ég var, þótt skömm sé frá að
segja, ókunnugur þeim landshluta
sem ferðin bauð upp á, m.a. til Flat-
eyjardals og Hvalvatnsfjarðar á
Flateyjarskaga í S-Þingeyjarsýslu,
sem svo oftlega er nefndur því nafni
í dag. Lagt var af stað frá Lands-
símahúsinu við Austurvöll klukkan
9 árdegis, föstudaginn 4. ágúst og
ekið sem leið liggur austur yfir Hell-
isheiði til Geysis og Gullfoss og það-
an um Kjalveg til Norðurlands.
í fyrirsvari fyrir ferðinni voru þau
Ragnhildur Guömundsdóttir og
Valgarð Runólfsson, sem jafnframt
var leiðsögumaður.
Fyrsti áfanginn var ákveðinn til
Akureyrar og skyldi gist á hótel
Eddu í heimavist M.A. en þótt Kjal-
vegsleið norður í land sé mörgum
kunn, þá ber alltaf eitthvað nýtt
fyrir augu. Hver getur gleymt útsýn-
inu af Bláfellshálsi til Hvítársíðu og
Langjökuls eða til Hofsjökuls og
Kerlingarfjalla í góðu skyggni.
Rigningarsúldin sem huldi Suð-
urlnd þennan dag var á bak og burt
norðan Bláfells og sól skein í heiði á
Hvervöllum, en þar var stansað og
teknir fram nestiskassar.
Þama rifjaðist upp fyrir mér frá-
sögnin um afdrif Reynisstaðabræðra
er urðu úti á Kili 1780 og hið magn-
þrungna kvæði Jóns Helgasonar,
„Skuggar lyftast og líða um hjarn."
En ferðinni er haldið áfram norð-
ur yfir heiðalönd Húnvetninga til
Blöndudals. Ekið er vestan uppi-
stöðulóns Blönduvirkjunar og fram-
hjá stöðvarhúsinu. Haldið er yfir
Blöndubrú hjá Löngumýrarbæjun-
um og þar sem Svartá fellur í
Blöndu sér yfir að Tungunesi. Það er
eitt stórbýlið sem farið er í eyði og
Horft úr fjöru í Eyrarkróki á Flateyjardal til norðurhluta Hágangna.
458 Heinta er bezt