Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 11
loks komið „út að brú." Svo var kallað þá er farið var að Tryggvaskála, aldrei talað um Selfoss. Mig minnir að þar hafi verið 7 bæir árið 1930. I Tryggvaskála var setinn bekkur og gólf, allt yfirfullt af vermönnum víða að. Veitingasalan var lokuð. Ég lagðist í horn á gólfinu með ferðaúlpuna yfir mér og svaf eitthvað, þó skvaldur væri. Vaknaði svo þurr að kalla og morkunkaffið í Skálanum hressti sál mína. Nú var hætt að snjóa og skafa, frost var ekki hart. Við héldum áfram til fyrirheitna landsins, höfuðstaðar okk- ar allra. Þá var ekki farið að tala eða skrifa um „menn- ingarborgina." Ferðin sóttist seint vestur Ölfus, en ekki þurfti oft að greiða för með snjómokstri. Þá var Hveragerði næstum auðn og tóm, líklega eitt íbúðarhús og ullarverksmiðja. Kambar voru þá hálfgerður glæfravegur. Við félagarnir munum hafa gengið upp á Kambabrún. Þaðan var tal- inn þriggja klukkustunda gangur yfir Hellisheiði að Kol- viðarhóli, sem í daglegu tali var bara nefndur Hóllinn. Við komum ekki við á Kolviðarhóli en héldum áfram göngunni og bárum pjönkur okkar. Bílfært var frá Reykjavík eitthvað austur Suðurlandsveg. Þar biðu okk- ar bílar. Var þá liðið að kvöldi. Til Reykjavíkur var komið um kl. 10, eða um háttu- mál. Ég átti ekki vísa gistingu en var sagt að fara til Vigfús- ar verkamanns, föðurbróður míns, sem ég hafði aldrei séð. Vigfús bjó þá á Laugavegi 124, í kjallara. Bað ég bílstjórann aö láta mig út þar. Ég sá ljós í glugga og gerði vart við mig með hálfum huga. Út kom roskinn maður, mótaður af skútuslarki og erfiði hafnarverka- manns. Ekki var mér tekið fagnandi, sem von var. Ég þekkti öngvan í þessu húsi og það var gagnkvæmt. En Vigfús frændi bauð mér inn. Rannveig Lárusdóttir, sú mæta kona, tók mér alúðlega og Þorfinnur frændi allvel. Rannveiq var af kjarnaætt af Snæfellsnesi. Hún lést árið 1932. Við Þorfinnur frændi náðum vel saman og ræddum margt. Hann var bráðgreindur en ekki heilsuhraustur. Hann var afgreiðslumaður í Fiskbúð Hafliða. Sú vinna hentaði Þorflnni ekki, en þá gilti að hafa eitthvað að starfa. Napurt var í morgunsárið. Ég vildi komast út sem fyrst, skoða þennan stóra bæ, sem var þó ekki sérlega stór. Ég átti ekki önnur spariföt en fermingarfötin, skó vonda, af pabba, derhúfa á hausnum. Yfirhöfn átti ég öngva nema ferðaúlpuna. Hún var hlý en ekki fín í Reykjavík. Nokkuð langur gangur var frá Laugavegi 124 niður að höfn, en ég var á fyrstu áætlun. Á leiðinni niður eftir rak ég augun í skúr, sem á stóð „English bookshop." Ég inn þar og segi við afgreiðsludömu: Við Vestmannaeyjar. Á heimleið úr róðri. (Heimild: ísland 1939). „ Ég þarf að læra ensku. Getur þú selt mér svoleiðis bók?" Stúlkan brosti fallega: „Kannski ekki sem þér getið lært ensku af fullkom- lega. En hér er kennslubók, sem gæti verið góð byrjun." Keypti ég tvö enskukver á 8 krónur, og þar fór þriðj- ungur ferðasjóðsins! Dvaldi ég tvo daga við að skoða bæinn, og gekk af mér kuldann. Var fátt að sjá nema hús. Yfir bænum lá dimmt kolareyksský, „þrútið var loft," enda öll hús í bænum kolakynnt. Hafnarsvæðið fannst mér tilkomumikið, með sín mörgu og stóru skip. Næsti áfangi var að fá far með einhverju hinna stóru skipa til Vestmannaeyja. Á þessum árum fór fjöldi ver- manna með hverri skipsferð eftir áramót. Við vorum fluttir í lest, innan um eða ofan á vörunum. Farþega- plássin fá og öll löngu upppöntuð. Ferðin til Eyja tók 10 klukkustundir. Far í lest kostaði 8 krónur og kom fyrir að sumir földu sig þá stýrimanns var von til að rukka fargjöldin. Vond var líðan í hverri lest, kuldi og sjóveiki. Lengsta ferð mín frá Reykjavík til Eyja var með gömlu Esjunni, um 40 stundir. Eina ferðina lágum við þrír félagar á ristunum á Þór. Þá var nægur hiti en við þurftum oft að snúa okkur. Við klöngruðumst niður kaðalstsiga ofan í mótorbát sem sótti okkur á ytri höfnina eöa frá Eiðinu. Ekki vor- um við settir niður í körfu nema einu sinni. JzTflsi Heima er bezt 443

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.