Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 8
Þinghúsid á Hvammstanga. Skammt frá því var lítil grasflöt. Þar skildi drengurinn kerruhestinn eftir. (Mynd: Húnaþing, I. hefti, 1975.) Ég þurfti ekki að svara þessu. „Hvemig skarst hjó ykkur?" Ég hélt að ekki hefði verið búið að vigta. „Veistu hvað þeir hafa í kaup í slóturvinnunni?" Það vissi ég ekki. „Ætli það séu ekki alltaf 10 krónur ó dag," sagði Bensi. Ég vildi helst ekki fá fleiri spurningar og kvaddi því Bensa. Ekkert bar til tíðinda það sem eftir var ferðarinnar. Bleikur skilaði sínu hlutverki með prýði og kom öllu heilu í hlað. Á honum sáust engin þreytumerki. Hann hristi sig hraustlega þegar ég tók af honum aktygin og tók síðan á rás til félaga sinna, hest- anna, sem voru á beit suður á tún- inu. Það var auðséð að hann var feginn að vera kominn heim. Ég var líka feginn að vera kominn heim. Gekk nú í bæinn og heilsaði fólkinu. Mér var fagnað eins og týnda synin- um og mamma setti fyrir mig ríku- lega máltíð. Við Eggert bróðir fórum síðan út til þess að taka slátrin og vöruna af kerrunni og koma þessu öllu inn. Þama var bókin, sem Pálína lánaði mér, í kerruhominu, vafin í hvítan léreftspoka. Nú var myrkrið að detta á og ekk- ert sérstakt þurfti að vinna úti, svo við bræður gengum aftur inn í bæ- inn. Ég hallaði mér útaf, opnaði bók- ina og fór að lesa. Brátt var ég í hug- anum kominn suður til Afríku, þar sem mörg þúsund manna herir stóðu vígbúnir hvor gegnt öðmm, vopnað- ir sverðum og spjótum og seiðkonan Gargolí framdi magnaðan seið. Ég gleymdi stund og stað, bara las og las, þar til mamma sagði að kominn væri háttatími. Ég hlýddi og háttaði, en gat ekki stillt mig um að lesa áfram, þar til mamma kallaði aftur og sagði að nú yrði ég að slökkva ljósið og fara að sofa. Þá varð ég að hætta lestrinum, þó ekki væri mér það ljúft. Og nú varð mér ljóst að ég var orðinn bæði þreyttur og syfjaður. Ég fór að hugsa um að á morgun ættum við bræður að sækja mó upp á Þverholt. Svo hvarf mér veröldin. Kirkjuhvammur. Þangað varÁsta að fara þegar leiðir fermingarsystkinanna skiidu. (Mynd: Saga Hvammstanga, fyrra bindi, 1995.) 440 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.