Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 23
Mr Gissur Ó. Erlingsson: í hvorum, og dregnir á síðunni svo ekki þyrfti annað en stökkva niður þegar kallið kæmi. Haldið var til vesturs eftir að útúr firðinum kom.
RUSLA-
KISTUNNI
Minningar frá æskuárunum
g gerði mér
öðru hverju
ferð niðurað
höfn til að kanna
hvort ekki fyndist lík-
legur farkostur, og viti menn, einn
daginn lá framundan kolakranan-
um bátur sem var að búast til veiða.
Ég fala pláss og það er til reiðu og
ekki eftir neinu að bíða, ég snara
mér heim og sæki föggur mínar.
Um kvöldið var haldið úr höfn og
stefna tekin fyrir Jökul.
Báturinn sem ég réðst á var 38
tonna mótorbátur sem upphaflega
komst á íslenska skipaskrá eftir að
hann var tekinn með sprúttfarm og
gerður upptækur. Annars var þetta
snotrasta skip þótt ekki væri stærð-
inni fyrir aö fara. Mig minnir að
báturinn hafi talist geta borið 500
tunnur síldar (c) en á það reyndi
raunar ekki.
Ferðin norður til Siglufjarðar gekk
áfallalaust í blíðskaparveðri, og vor-
um við ekki komnir langt austur
fyrir Hornbjarg þegar vaðandi síld
fór að sjást. Henni var þó ekki hæg
að sinna, því enn vantaði nótinu og
nótabátana. Það beið hvorttveggja
á Siglufirði. Var nú kominn fiðring-
Áttundi
hluti
ur í mannskapinn og haldið
áfram allt hvað af tók og
lagst að bryggju á Siglufirði
eftir tæplega tveggja sólarhringa
siglingu.
Nú voru nótabátarnir sóttir og nót-
inni komið fyrir í þeim, teknar vistir
og annað sem til úthaldsins þurfti.
Þó að ekki væri fleytan stór, var
áhöfnin þó 21 maður, því til þess
eins að manna nótabátana tvo
þurfti 19 menn, tólf ræðara, fjóra til
að kasta nótinni, og svo nótabass-
ann, sem í þessu tilfelli var annar
maður en skipstjórinn, og stjórnaði
hann aðgerðum úr stafni bakborðs-
bátsins. Mótoristi og kokkur urðu
eftir um borð í móðurskipinu og
gættu þess meðan aðrir skipverjar
voru í bátunum.
Sumarið 1929 var eitt hið mesta
aflasumar sem framað því hafði
þekkst, svartur sjór af síld fyrir öllu
Norðurlandi. Var því í mínum huga
og annarra mikil bjartsýni um upp-
gripatekjur og digran sjóð til næsta
vetrur.
Frá Siglufirði var haldið til veiða
uppúr miðnætti eftir að undirbún-
ingi var lokið. Voru bátamir með
nótina innanborðs, helming hennar
Ekki þurfti langt að fara, því að á
Haganesvík sást vaðandi síld. Var
nú ekki beðið boðanna, nótabass-
inn kallaði í bátana og þeim var
ýtt frá skipshlið.
Var nú róið að torfunni sem bæði
virtist stór og veiðileg, og tekið til
við að kasta. Auðvitað var þetta
allt uppá gamla móðinn, í bak-
borðsbátnum var nótabassinn í
stafni og stjórnaði aðgerðum, ræð-
arar voru sex í hvorum báti, þrír á
borð, tveir menn við nótina í hvor-
um báti, og einn í skut við stýrið.
Því starfi gegndi stýrimaður í bak-
borðsbátnum, skipstjóri í hinum.
Nótinni var þannig fyrirkomið í
bátunum að sinn helmingur
hennar var í hvorum, en miðjan á
milli þeirra. Þegar að torfunni var
komið, var nótinni kastað úr báð-
um bátunum, og sat í hvorum
þeirra annar kastarinn við korka-
teininn, sem var aftar, hinn við
blýteininn, og greiddu þeir út nót-
ina, en ræðaramir rem bátunum
kringum torfuna til að loka hana
inni. Valt mikið á að þetta væri
rösklega gert til að missa ekki síld-
ina niður áður en nótin lokaðist.
Þegar bátarnir mættust var byrjað
að snurpa. Kaðall sem þræddur
var í lykkjur á blýteininum var
dreginn inn í bátana og nótin
þannig herpt saman undir síldinni
- ef hún var þá ekki búin að forða
sér áður - og myndaði poka á
milli bátanna. Nú er nótin dregin
uppí bátana frá báðum hliðum
þangaðtil nægilega þröngt er orð-
ið um síldina til þess að hægt sé að
háfa hana. Þá leggst móðurskipið
að nótabátunum og síldin er háf-
uð um borð.
Jæja, við erum semsé með fyrsta
kastið, svo allt leit þetta björgu-
lega út. En ekki hafði lengi verið
róið né kastað þegar síldin hvarf,
sem ekki var þó óvenjulegt, og
ekki þurfti hún að vera töpuð þess
Heima er bezt 455