Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 29
landssvæði er mjög áhugavert fyrir náttúru- unnendur, enda lítt snortið af nútímanum og gott en að lesa sér til um það í nýjustu bók Ferðafélags ís- lands og eins í bókinni Huldu- landið. Aftur er ekið í hlaðið á Skarði í Dalsmyni og nú er ekki við annað komandi en þiggja góðgerðir hjá þeim hjónum Skírni og Hjördísi Sigurbjömsdóttur konu hans. Þama settumst við, 28 manns, að hlöðnu veisluborði við slíka fádæma gestrisni að ég man ekki annað eins. Einhver hafði á orði, þegar við vomm sest inn í bíl- inn, að þótt allt annað gleymdist úr ferðinni, myndi seint fyrnast yfir gestrisni hjónanna á Skaröi. Eftir ágætan dag var haldið til hótels Eddu á Stóru-Tjörnum en þar gistum vib þrjár næstu nætur vib góðan aðbúnað, eins og staðurinn er þekktur fyrir. Sunnudagsmorgunn 6. ágúst og þriðji dagur ferðurinnar. Þetta var dagurinn sem við ætl- uðum að sigla frá Húsavík til Flateyjar á Skjálfanda, en um morguninn fékk Valgarð farar- stóri þær fréttir að sjólag á Skjálfanda væri á þann veg að ekki gæfi fyrir litlu hrabbátana 's til Flateyjarferðar. Þrátt fyrir það var haldið frá Stóru-Tjörn- um til Húsavíkur, enda glampandi sólskin um Þingeyjarsýslur. Eftir stuttan stans á Húsavík var ekið út að Hallbjarnarstöðum á Tjömesi og náttúruminjar skoðaðar bæði á safni og eins framan í sjáv- arbakka á staðnum. Seinnipart dagsins var dvalið í miklu fjöl- menni við Goðafoss en þar stóð yfir kristnihátíð. Að morgni mánudags- * Þarna hafa nokkur úr hópnum sest á rekatré á fjörukambi í Hvalvatnsfirði. Þessi snurpunótar- bátur frá síldarárum gamla tímans, stendur á húsgrunni mötuneytisskálans sem notaður varfyr- ir verkamenn er unnu við kolanámið á Tjörnesifyrir um 80 árum. Lengra sést til Lundeyjar og fjalla vestan Skjálf- andaflóa. Valgarð fararstjóri og skálavörðurinn í Laugafelli. Þetta var 18. sumarið sem Val- garð var fararstóri eftirlaunafólks síma- manna. ins 7. ágúst ókum við að Grýtu- bakka í Höfðahverfi. Þar biðu okkar heimamenn á tveimur voldugum bílum, sem fluttu hópinn norður yfir Leirdalsheiði til Hvalvatnsfjarðar, þar sem dvalið var meginhluta dagsins, hlustað á fróðleik heima- manna um þessa afskekktu eyði- byggð og nestið tekið fram í sól og sumaryl við ysta haf á fjörukambin- um í Hvalvatnsfirði. Stansað var fyrst á Gili norðan heibar en þar hef- ur landvörður aðsetur með fyrir- greibslu fyrir ferðamenn. Bæjartóft- imar á Gili eru skammt fyrir neðan húsakynni landvarðarins og er talin átta kílómetra leið þaðan út á sjáv- arkamb í botni Hvalvatnsfjarðar. Austurá fellur eftir dalnum í Hval- vatnið og er talsvert vatnsfall, enda með aðföng úr mörgum þverám og Bátar við naust í Hallbjarnarstaðavík á Tjörnesi. Heima er bezt 461

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.