Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 39
mjöltunum, Pétur Geir, að rýma
hjónaherbergið og afhenda ykkur
Hugborgu það til framtíðar.
- Nei, þakka þér fyrir, pabbi, svar-
ar Pétur Geir að bragði. - Ég flyt á
eftir inn í baðstofuna hennar ömmu
minnar, og þar verður svefnstaður
okkar hjónanna, svo lengi, sem
þessi gamli bær gegnir slíku hlut-
verki. Nú er ég ekki lengur í útlegð
frá Hugborgu minni. Á þessu kvöldi
göngum við frjáls í eina sæng.
***
Dagar og ár koma og hverfa í tím-
ans haf. Matthíasi á Lyngheiði hefur
orðið tíðförult út að Drangalóni síð-
asta misseri. Enginn hefur spurt um
erindi hans og hann notið leyndar-
innar. Endur fyrir löngu var ung og
glæsileg stúlka, ættuð frá Dranga-
lóni, ráðin kaupakona að Lyng-
heiði. Sólbjarta sumardaga gengu
þau saman að heyvinnu, ungi
bóndasonurinn á höfuðbólinu og
Lovísa kaupakona. Frá fyrsta degi
fór mjög vel á með þeim, og hún
fangaði hug hans og hjarta. En ljón
var í vegi. Um vorið, nokkru áður en
kaupakonan kom að Lyngheiði,
hafði bóndasonurinn, af unggæð-
ingshætti og léttúð gengið í gildru,
sem lögð var fyrir hann, og sleppti
ekki bráð sinni, hann var fangi ann-
arar konu.
Allir á bænum dáðu Lovísu, og
ekki síst foreldrar hans. Er heyvinnu
lauk vildu þau ráða hana til lengri
vistar, en Lovísa gaf ekki kost á því,
og fór til síns heima. Bóndasonurinn
sat eftir í sárum, með minningarnar
einar í vonlausu hjarta. Hann átti
góðan kunningja á Drangalóni, sem
hafði verið á árum áður vikapiltur á
Lyngheiði. Hann þekkti Lovísu, og
réði hana í sumarvistina að Lyng-
heiði. Þessi kunningi hans færði
honum óbeðinn, fréttir af fyrrver-
andi kaupakonu, en fundurn þeirra
Lovísu bar aldrei saman í hjúskap-
artíð hans, enda óskaði hann ekki
eftir slíku, giftur maður. Haustið eftir
kaupavinnuna á Lyngheiði yfirgaf
Lovísa heimaslóðir, og hélt til
Reykjavíkur. Hún hóf þar nám í
fatasaumi, bæði fyrir karla og kon-
ur, og lauk meistaraprófi í þeim iðn-
greinum. Næstu ár starfaði hún
syðra við góðan orðstír. En römm er
sú taug, sem rekka dregur, föður-
túna til, og Lovísa sneri heim á
Drangalón. Þar setti hún á fót
saumastofu og tók stúlkur í nám.
Fyrirtækið blómstraði vel, og Lovísa
færði út kvíarnar. Hún lét byggja
fyrir sig tvílyft timburhús, bjó sjálf á
eftri hæðinni, en rak saumaverstæði
á þeirri neðri, og veitti konum
vinnu, sem höfðu lært hjá henni og
kenndi nýliðum. Hagur hennar stóð
traustum fótum, og hún var mikils-
metin í heimabyggð sinni. Ýmsir
álitlegir menn litu Lovísu hýru
auga, og báðu um hönd hennar, en
komu allir að harðlæstum dyrum,
og því varö ekki þokað.
***
Matthías á Lyngheiði hefur ekki
látið sauma á sig spariföt frá gifting-
arvorinu, en Ástríður sagði svo fyrir,
að hann skyldi leiða hana í nýjum
alklæðnaði upp að altarinu, slíkt
boðaði gæfu og langlífi í hjóna-
bandinu og hann laut þessu. Hon-
um fannst nú kominn tími til þess
að leggja gömlu giftingarfötin á hill-
una, enda orðin snjáð og í þrengra
lagi. Hann gekk því á fund Lovísu,
eins og hver annar viðskiptaþegi, og
bað um aö fá saumuð á sig spariföt
á verkstæði hennar, og það var auð-
fengið. Þeim nýju sparifötum klædd-
ist hann í fyrsta skipti nokkru síðar,
á brúðkaupsdegi sínum og Lovísu.
Hjónavígslan fór fram heima hjá
prestinum á Drangalóni, að við-
stöddum tveimur svaramönnum.
Þannig kaus Lovísa að þau höguðu
giftingunni.
***
Nú hafa þau, nýgiftu hjónin, dval-
ið um skeið á Lyngheiði í brúð-
kaupsferð, notið hveitibrauðsdag-
anna í góðu yfirlæti, og vinátta
skapast með Lovísu og heimafólki.
Matthías hefur á þessum dvalartíma
afhent syni sínum til eignar, hlut
sinn í höfuöbólinu, ásamt nokkrum
bústofni og ýmsum lausamunum.
Hann hefur á síöari árum kennt
bakveiki, og þolað illa erfiðsvinnu,
og hverfur ánægður frá sveitabú-
skap. Hann fann hamingjuna á
Drangalóni, og þar vill hann eyða
efri ámm ævinnar. Hann hefur í
hyggju að taka upp fyrra óskastarf
sitt, og fást við tamningar, en nógar
eru í boði. Sjálfur á hann eins og áð-
ur úrvals gæðinga, og hefur ágæta
aðstöðu fýrir þá á Drangalóni. En
fyrst og síðast ætlar hann að njóta
lífsins með Lovísu.
Brottfararstund nýgiftu hjónanna
er gengin í garð. Heimafólkið fylgir
þeim út úr bænum. Hlýjar kveðjur
og góðar framtíðaróskir em gagn-
kvæmar. Aufúsugestir ríða úr hlaði.
Pétur Geir og Hugborg, ásamt Davíð
litla taka sér stöðu á varinhellunni,
og og fylgjast með þeim niður á
þjóðveginn. Og brátt hverfa þau
Matthías og Lovísa úr augsýn. Pétur
Geir lítur ástúðlega á konu sína, og
segir íhugull:
- Ég er fyrst núna að átta mig á
því, aö vera orðinn í alvöru bóndinn
hér á Lyngheiði. Það má víst segja
að ég hafi fæðst með silfurskeið í
munninum, að fá þetta allt fyrir-
hafnarlítið upp í hendurnar.
- En þú hefur unnið á heimili for-
eldra þinna alla tíð frá barnæsku,
utan þessa tvo vetur, sem þú stund-
aðir búfræðinámið. Telur þú að það
hafi verið einskis virði, Pétur Geir,
svarar Hugborg festulega.
- Nei, ef til vill ekki með öllu, sam-
sinnir hann. - Og helmingur eign-
anna er gjöf frá Friðgerði ömmu
minni. - Blessuð sé minning hennar.
Pétur Geir vefur konu sína örmum
og segir heitum, sannfærandi rómi:
- Hvab sem líður öllum heirnsins
auðæfum, ert þú stærsta og dýr-
mætasta gjöf lífs míns, Hugborg
mín.
Sögulok.
Heima er bezt 471