Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 34
mar Þormar, sonur Guttorms al- þingismanns í Geitagerði og bróður- sonur Sölva. Bjó hann á Amheiðar- stöðum til ársins 1945, ásamt konu sinni Sigríði Halldórsdóttur frá Skriðuklaustri, er hann fluttist til Reykjavíkur með konu og börn. Vorið 1936 fluttust foreldrar mínir utan úr Fellahreppi í Amheiðar- staði. Þetta vom þau Hallgrímur Helgason frá Ási, (f. 1909, d. 1993) í móðurætt úr Vestur-Skaftfellssýslu, og Laufey Ólafsdóttir frá Holti (af Vefaraætt (f. 1912, lifir enn)). Með þeim fluttist tæplega ársgamall son- ur og nokkuð fullorðin föðurmóðir hans, Agnes Pálsdóttir. Til ábúðar fengu þau hjón gamla torfbaðstofu er þau deildu með öðr- um og þar er ég fæddur. Hún er sögð hafa verið 15 x 5 _ alin, port- byggð, þrískipt uppi og niðri. í henni mun hafa verið búið allt til ársins 1945. Þá stóð fyrir búi á Am- heiðarstöðum Sigríður Sigfúsdóttir, ekkja Sölva, sem fyrr greinir. Þau hjón vom í húsmennsku hjá Sigríði, sem svo var kallað. Leigðu þau part af túninu og engjum og afnot af fjárhúsum á Arnheiðarstöðum. Upp í landsskuld vann faðir minn dags- verk fyrir Sigríði eftir samkomulagi. Eins og fyrr segir hætti Sigríður bú- skap á Amheiðarstöðum árið 1940 og við Kristfjárpartinum tók Sigmar Þormar. Sumarið 1942 byggði faðir minn tvílyft steinhús yst í Amheiðarstaða- landi út við Hrafnsgerðisá og jafn- framt var jörðinni skipt samkvæmt nýbýlalögum. Yfirsmiður við hús- bygginguna var Jörgen Kjerúlf frá brekkugerði. Foreldrar mínir og bræður bjuggu þetta sumar í litlum asbestskúr, sem reistur var en matseldun og máltíðir fóru fram í fjárhúsinu. Slíkt myndi þykja nokk- uð framandi nú til dags. Flutt var í nýja húsið rétt fyrir jól 1942. Það stendur hátt í hvammi upp frá Lag- arfljótinu og er þar eitthvert fegursa bæjarstæði og útsýni á landinu. Landið allt mun vera um 1700 metrar á breidd eftir veglínu eða minna en 1/3 úr Amheiðarstaða- landi eins og það var fyrir skipting- una. Faðir minn nefrídi þessa ábýlis- jörð sína Droplaugarstaði, eftir Droplaugu Þorgrímsdóttur, móður hinna víðfrægu Droplaugarsona, sem áður er getið. Hlaut hann fýrir það mikla óþökk hjá yflrvöldum ný- býlanafna, sem þá vom í Mennta- málaráðuneytinu. Töldu þeir sögu- lega villandi að kenna býlið við Droplaugu, er aldrei hefði átt heima á þessum stað, enda þótt innan sömu landamerkja hefði verið. Var farið fram á að breytt yrði um nafn á býlinu. Stóð í bréfaskriftum á milli föður míns og ráðuneytisins um langt bil, en að lokum var málið látið niður falla af hálfu hins opin- bera og Droplaugarstaðanafhið nið- urkennt og er svo enn í dag. Foreldrar mínir bjuggu á Drop- laugarstöðum allt þar til faðir minn lést 30. desember 1993. Var þá hætt hefðbundnum búskap á jörðinni. Á síðustu ámm hefur Skógrækt ríkis- ins girt af stórar spildur af landi Droplaugarstaða og mun vera ætl- unin að leggja jörðina alveg undir skógrækt. Um miðja þessa öld mun Alþingi hafa sett lög sem heimiluðu að selja Kristfjárjörðina Amheiðarstaði, og þar með Geitagerði og Droplaugar- staði. Páll Zóphóníasson var þá fýrsti þingmaður Norðmýlinga og mun han hafa beitt sér fýrir þessu, aðallega samkvæmt bón Vigfúsar bónda og hreppstjóra Þormar í Geitagerði. Munu þeir Geitagerðis- menn hafa keypt jörbina 1953 en sú jörð var þá löngu hætt að teljast hjáleiga frá Arnheiðarstöðum og orðin sérstök ábýlisjörð. Hins vegar munu hvorki Arnheiðingar né faðir minn hafa notfært sér þessa heimild og eru þessar tvær jarðir ennþá tald- ar Kristfjárjarðir á pappírnum, enda þótt ómagaframfærslan sé nú ekki lengur sem kvöð á þeim. Samkvæmt lögum um almanna- tryggingar frá 1936 og stofhun Tryggingarstofnunar ríkisins, heyrir framfærsla sveitarómaga nú undir ríkið en ekki sveitarfélögin. Hins vegar mun nú vera komin upp sú staða að þessar tvær jarðir, Arnheiðarstaðir og Droplaugarstað- ir, heyra undir Fljótsdalshrepp og eru byggðar af hreppsneftidinni með lífstíðarábúð og erfðafesturétti, og til hreppsins mun vera greidd landsskuld af þeim. Ekki er mér kunnugt um með hverjum hætti þessi skipan er til komin. Partseign Maríukirkju á Valþjófsstað í Am- heiðarstöðum mun nú ekki lengur vera fýrir hendi, að því er mér er best kunnugt. Sé svo, mun hann heyra undir Jarðeignir ríkisins, eftir að ríki og kirkja voru sameinuð. Lýkur hér með að segja frá jörð- inni Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og afbýlum hennar. Heimildarit: ÁsigFomfrægð: Ágúst Sigurbsson: Forn frægðarsetur II, Reykjavík 1979. DI: Diplomatarium Islandicum. Islenskt fombréfasafn I. Gefið út af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Hundrað ár: Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík 1963. íslfomr: íslensk fomrit I, XI, XII, í útgáfu Fomritafélagsins. Manntöl: Manntal á íslandi árið 1703. Gefið út af Hagstofu íslands, Reykjavík 1929. Manntal 1801: Norður- og Austuramt, Reykjavík 1980. Manntal 1816: 1. Hefti. Akureyri 1947. Manntal 1845: Norbur- og Áusturamt. Reykjavík 1985. Manntal 1860: Valþjófsstaðasókn. Manntal 1890: Valþjófsstaðasókn. Manntal 1920: Valþjófsstaðasókn. Manntal 1930: Valþjófsstabasókn. Múlaþing 19: Útgefandi Héraðsnefnd Múlasýslna 1992. PEÓlÆviskr: Páll Eggert Ólafsson: ís- lenskar æviskrár I-V, Reykjavík 1948-52. Skímir: Tímarit Hins íslenska bók- menntafélags, Reykjavík 1992. SigNordFoms: Sigurður Nordal. Um ís- lenskar fomsögur. Reykjavík 1968. SsigfÞjs: íslenskar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefur Sigfús Sigfússon, II. útgáfa, Reykjavík 1982-1993. ÆttAustf: Ættir Austfirðinga eftir Einar Jónsson, III. Reykjavík 1957. ÆvisGV: Æviminning Guttorms Vigfús- sonar að Amheiöarstöðum í Fljótsdal, Ak- ureyri 1857. Lbs, 1649, 4-to: Bréfabók Gísla Oddsson- arbiskups 1775-1778 (ópr.). Ýmis bréf og skjöl varðeitt í Héraðs- skjalasafni (ópr.). 466 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.