Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum Tilgátan um aldauða íslenzku landnámsþjóðarinnar á Crænlandi. ýnt þykir af fornleifarannsóknum að s.n. Sarqaq-menn hafi numið nyrztu héruð Grænlands fyrir um 4500 órum. Steinald- armenn af Asíukyni eins og Samar og Eskimóar. Var búseta þeirra í yztu norðri d löngu hlýviðrisskeiði. Þegar kólnaði, flæmdust þeir austur og suður hina hrikalegu strandlengju. Fóru loks fyrir Hvarf og voru lengi dleiðis norður að Baffinsflóa, þar sem bdtlausu fólki auðnaðist að nd vestur um og komu þar í land forfeðranna í heimskautahéruðum Kanada. Fró því sagði í síðasta þætti. Einnig eru menjar um Dorset-fólkið, skylt hinum, en steinöld liðin, og eru verksummerki meiri. Haldin við- líka leið d aldalangri ferð veiðimannanna; en Dorset fólkið dtti báta og komst vesturum til kuldahéraða ætt- feðranna nokkru sunnar en Sarqaq-þjóðarbrotið löngu áður. Svo er það miklu síðar, einnig á tímabili hlýnandi veðurs, að 3ja og 4ða landnámsþjóð koma til Græn- lands. Var það fyrir rúmum þúsund árum: Kynsmenn Dorset-fólksins, Eskimóar, mjög blandaðir Indíánum í Norður-Ameríku, og svo íslenzku landnemamir, sem borin voru norsk og írsk gen í merg og bein. Hinir fyrr- nefndu eru kallaðir Ný-Eskimóar í fræðibókum, en sjálf- ir segjast þeir heita og vera Inúítar, einu menn. Eru þeir stofninn í grænlenzkri þjóð frá aldauða hinna fyrri Grænlendinga á 16. öld. Inúítar Lengi fyrst voru hinir 3ju landnemar af Eskimóakyni norðar en þar, sem heitir Thule, frumstæðir veiðimenn og hjarðþjóð. Þokuðust þeir hægt og bítandi suður með vesturströndinni við Baffinsflóa, unz þeir komu í Vestri- byggð. Talið, að það væri laust eftir 1350. Lauk sam- skiptum svo, að aldarfjórðungi síðar voru íslenzku Grænlendingamir fallnir til síðasta manns. Ekki hafa þeir vitað svo mjög hvorir af hinum í fýrstu, enda ókunnugt, að þingsóknarmenn úr Vestribyggð bæri fregnir að Görðum af framandlegu fólki í grennd. Inúít- ar voru úti við ströndina, þar sem nú heitir Nuuk (nesoddi) úti fyrir Godthaabsfjarðarklasanum. Eru þeir firðir margir og afar langir, Rangafjörður og Ánavík nyrzt, en Agnafjörður syðst. Hér stóð hin sögulega nor- ræna byggð og var öll lengst inni í fjörðunum, þéttust í botni Agnafjarðar. Milli bæjahverfanna í hinum 4 kirkjusóknum em ófæmr og forvaðar og lítill samgang- ur fólks á sumar, en traustur lagnaðarís milli falljökuls- báknanna hinn langa vetur. 1379, þegar ekki höfðu komið þingmenn úr Vestri- byggb, að sögn í 2-3 sumur, var eftirgrennslan hafin. Búsmali, sem lifað hafði á útigangi, var í allri eyði- byggðinni . Hvorki Grænlendingar né aðrir, enda var ekki leitað Vestribyggðarmanna úti við Davíðssund, um eyjar og annnes, en þar vom heimkynni Inúítanna. Þeir lifðu að mestu leyti á selnum, sem gaf kjöt og feiti á ljóskolurnar, klæðnað og skæði, skinn á bátana. Löngu síðar (1897), þegar dr. Helgi Pjeturss rannsak- aði lands- og lifnaðarhætti, hafði hann spurn af, að af fjölda selveiðiskipa höfðu veiðzt hundmð þúsunda af selnum við Austur-Grænland. Færi slíku fram, hyrfi sel- urinn og þar með dæi hin einkennilega, grænlenzka Inúíta-þjóð út. Voru þá taldar 11 þúsundir lands- manna. Mjög margir blendingjar, en Eskimóa-genin svo sterk, að ekki væri auðvelt að sjá, hvort væri kyn- blendingur Inúítakonu og Evrópukarls eða frumstæði- legur niðji Eskimóa og Indíána. Ekki ýjar dr. Helgi að barneignum Vestribyggðarmanna og Inúíta, né heldur verður slíkt lesið úr máli Sigurðar Breiðfjörðs rímna- skálds, sem var beykir á Grænlandi 1831-1834 og kenndi hákarlaveiðar. Frá hroðalegum skiptum hinna 2ja landnámsþjóðar- brota í Vestribyggð er áður sagt, og eru ekki minnstu lík- ur á sammna kynjanna. Ekki frekar en íslandsböm byndi hjónskap með álfum, sem fjöld var af í hjátrúar- heimi þjóðarinnar. 444 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.