Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1942, Qupperneq 6

Æskan - 01.01.1942, Qupperneq 6
ÆSKAN skilaði furðanlega áfram. Það var koldimmt til hafsins, en ennþá greindi hvitt löðurkögrið við ströndina á milli liafs og lands. Símon skorðaði sig í lilé frammi við siglutréð. Iiann starði til lands, þar sem ljósin í litlu húsun- um á Geitey hlikuðu eins og smástjörnur. Þegar öldurnar riðu undir skútuna, sá liann ennþá flökt- andi ljósbjarma á hryggjunni, þar sem Bliki lá, og Simon óskaði þess heitt og innilega, að pabba tækist að koma vélinni í lag sem fyrst. Því að það vissi Simon litli í Geitey, að ef eitthvert afrek átli að vinna, þá var öruggara, að pabbi væri þar nær- staddur. Allt í einu hrökk Símon við. „Ilva — hvað varð nú um liann?“ Símon rýndi í gegnum myrkrið aftur til Jör- undar, en sá ekki annað en úfinn skeggkragann við glætuna frá ljóskerinu. „Ilvað varstu að segja, Jörundur?“ „Ilann slokknaði allt í einu, — vitinn á ég við. Hvernig í ósköpunum stendur á því, að allt í einu slokknar svona á Bótarvitanum, eins og hlásið sé á eldspýtu? Ég hef aldrei vitað annað eins.“ Símon hrökk við eins og honum væri gefið utan undir og honum rann kalt vatn milli skinns og liörunds. Hann livessti augun úl í svarta myrkrið og reyndi að átta sig. Honum hafði ekki komið til hugar að hafa áhyggjur af stjórninni. Jörundur átti að vera einfær um að rala hérna um fjörðinn, þar sem hann hafði verið að sullast alla ævina. „Leggðu fullt á bakhorð, — fljótt, fljótt!“ Simon öskraði eins og þokulúður. Hann gætti þess ekki i hræði sinni, að hann talaði við skip- stjórann. „Við erum að sigla á land, Jörundur! Þú stefnir heint á ljósið í eldhúsglugganum hans séra Pét- urs!“ „Bull er í þér, strákur! Heldurðu, að ég þekki ekki í sundur Bótarvitann og eldhússlampann lians séra — —.“ Jörundur komst ekki lengra. Háreist alda reið undir bátinn og þeytti honum eins og skel gegn- um löðrandi grunnbrotið, alla leið upp í fjöru. Þungur dynkur lieyrðist, er hann tók niðri og gnestandi brotliljóð, súðin sprakk og brotnaði eins og brunnar eldspýtur, en hlerinn fleygðist ofan af vélarrúminu og í sjóinn. Símoni tókst á síðustu stundu að læsa höndum um mastrið, en Jörundur gamli steyptist á grúfu yfir stýrissveifina og skall eins og mjölpoki á þilfarið. Símon gaf sér ekki tíma til að athuga skemmd- irnar á bátnum og Jörundi. En ef dæma jnátti 4 eftir orðbragði gamla mannsins, þegar liann brölti á fætur, var munnurinn á honum ekki alvarlega bilaður. En Símon hafði séð vaggandi Ijóstýru inn með Geiteynni, og liann vissi samstundis, að það hlaut að vera toppljósið á Blika, bátnum lians pabba. IJann þaut aftur í skut með öndina í hálsinum og þreifaði eftir fangalínu léttbátsins. Hann rak upp fagnaðaróp, þegar hann sá, að báturinn var lieill og óskemmdur. Hann hentist fram á miðþiljurn- ar, fram lijá Jörundi gamla, greip árarnar, sem voru þar á sínum slað, hoppaði ofan í kænuna og leysti hana frá. Jörundur æpli og kallaði á eftir honum, en Símon gaf sér engan tíma lil að svara honum. Skútan stóð alveg uppi á þurru, svo að karlinum var engin hætta húin. Símon var að vísu orðinn þrettán ára, knár og vanur volki, en þó lá við, að kappróðurinn, sem hann lagði nú í, yrði honum um megn. Hvert ó- lagið af öðru kom æðandi á móti litlu bátskelinni hans og ætlaði að varpa lienni aftur upp í löðrið við ströndina. Þó að hann legðist á árarnar af allri orku, miðaði liarðla lítið i liverju áratogi. Símon leit um öxl sem snöggvast til þess að átta sig á horfinu, scm hann þurfti að halda, lil þess að ná í Blika, áður en liann slyppi út í gegnum sundið milli Tands og Skáleyjar. Hann varð að hafa það af, hann varð, hann varö — —. Það tókst. Honum var sjálfum ráðgáta, hvernig það mátti verða, en hann lagði allt fram. Hver vöðvi hlýddi vægðarlausum vilja: Ég skal — ég skal! Hann knúði árarnar, svo að blóð spratl und- an nöglunum, og loks lieyrði pahbi liróp lians utan úr myrkrinu. 'En það hefði heldur enginn leikið annar en pabbi að leggja að kænunni í slíku veðri og taka hann um horð, án þess að nokkuð yrði að. I sömu andránni og Símon vatt sér inn á þiT- farið og balt kænuna, þaut einn flugeldur enn upp handan við Illuboða. „Þetta er sjálfsagt eitt skipið enn, sem ferst á tundurdufli. Hvenær skyldi þetta taka enda?“ Því gat Símon ekki svarað. Oft liafði hann brotið heilann um það og reynt að geta i eyðurnar, en hvað stoðaði það? En nú var um að gera að ná í tæka tíð til skipbrotsmannanna. Það voru glýjulaus augu, sem störðu út í myrkrið og sædrifið og leiluðu liinna nauðstöddu. Og hug- urinn var heill og djarfur, fumlaus og öruggur. Bótarvitinn leiflraði með jöfnu millibili og Isak þræddi djúpleiðina af óskeikulli ratvisi. Þegar Bliki beygði fyrir nesoddann og kom úr

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.