Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 19

Æskan - 01.05.1960, Qupperneq 19
ÆSKAN • FMA UNGLINGAKEGLUNNI Frá barnaliorpinu. er borðað mikið spaghetti — þessar mjóu, löngu stengur — og makaróní — sem oft er liolt eins og pípur, á Ítalíu, og þótt við séum ekki enn komin til Ítalíu, getur þú vel lært, hvernig á að borða það — það er nelnilega tölu- verð list — Sjáið nú, Anna og Sören.“ Pabbi tók skeiðina í vinstri hönd, setti hana niður í spaghettíið, tók svo gaffalinn með þeirri hægri, stakk hon- uin niður í spaghettíið og sneri hon- um síðan, þannig að hinar löngu spag- hettistengur vöfðust um gaffalarmana. Á þennan hátt er það — ef ekki auð- velt — þá að minnsta kosti auðveld- ara að „hafa hendur í hári“ þessa erfiða réttar, sent heitir: Ein síða úr lesbók barna í Sviss. ÍHSHHMHHH Orðsending frá stórgæzlumanni unglingastarfs. Nú hefur orðið dálítið hlé á útkomu frétt-a frá ungliugareglunui, |iar sem litið liefur borizt af efni. Við erum lengi að átta okkur á því nýmæli að eiga ráð á einni klaðsiðu i Æskunni mánaðarlega. E-n sjálf- sagt er að vera vongóður. Fáein bréf hafa borizt frá gæzlumönnum, þar sem sagðar eru nokkrar fréttir. Hins vegar liefur ekk- ert l)orizt frá hörnunum sjálfum. Gaman væri t. d. að heyra, livernig þeim gengur að safna áskrifendum fyrir hlaðið sitt, Æsk- una. Fjölgun skilvísra kaupenda er bezta afmælisgjöfin handa hverju blaði. Gott væri að fá myndir af starfscmi barna- stúknanna, t. d. lcikflokkum, söngflokkum, iþróttaflokkum o. fl. Einnig hópmyndir. Hér skal nú skýrt frá nokkrum atriðum varðandi störfin í unglingareglunni. Ný barnastúka. Hinn 30. janúar siðastliðinn stofnuðu nokkrir af cmbættismönnum Umdæmis- stúkunnar nr. 5 nýja barnastúku á Sval- SPAGHETTI MEÐ TÓMATSSÓSU. Þú lætur spaghettistengurnar í bull- sjóðandi vatn, sem þú heíur áður sett salt í. Brjóttu ekki stengurnar — þær verða rnjúkar um leið og þær koma í vatnið. Smjörið og hveitið er jafnað, en gættu þess að brúna það ekki, síðan lirærirðu út í því tómatsaft og rjórna og bætir síðan við tómatsósu og rifn- um osti eftir smekk. Spaghettíið á að sjóða nálega tíu mínútur, hella síjðan vandlega öllu vatninu af því og setja spaghettíið út í jafninginn. Þegar þú berð svo þennan ítalska rétt á borð, er ágætt að láta standa á því skál nteð rifnum osti, sem hægt er að bæta á eftir þörfum. barðseyri í Eyjafirði. Hlaut hún Mafnið „Hafdís“ nr. 153 og voru stofnendur henn- ar 29. Gæzlumaður stúkunnar er Jón Björn Sigurðsson verzlunarmaður. Endurvakin stúka. Laugardaginn G. febrúar s.l. fór stór- gæzlumaður ungtemplara upp í Borgarnes og endurvakti barnastúkuna Borgarey nr. 131, sem ekki hafði starfað siðastliðin 3 ár. Gæzlumaður stúkunnar er frú Guðrún Örnsdóttir. Hún var cin af stofnendum stúkunnar og hefur alla tíð verið félagi hennar. 50 félagar sátu fundinn, flest ný- liðar og von er á fleirum. — í Borgarnesi starfar einnig ungtemplarafélag i nánum tengslum við miðskólann á staðnum. Er gott til ])ess að vita, að æskumeim Borgar- ness ganga nú svo margir til liðs við bind- indishreyfinguna í landinu. Nýir gæzlumenn barnastúkna. 1. Eilífðarblómið nr. 28, Sauðárkróki. Gísii Felixson, kennari, aðalgæzluinaður, og aðstoðargæzlumaður Magnús Bjarnason, kennari. Jón Björnsson, fyrrv. skólastjóri, lætur nú af gæzlumannsstörfum vegna elli og lieilsubilunar eftir langa og dygga þjón- ustu um hálfrar aldar skeið. Hann hefur rækt gæzlumannsstarfið af frábærri alúð og trúmennsku. Væri vel að unglingaregl- an ætti sem flesta starfsmeun líka Jóni Björnssyni. 2. Vetrarblómið nr. 121, Hvammstanga. Frú Hildur Kristín Jakobsdóttir. — Ólafur Danielsson, umd. templar frá Akureyri, heimsótti stúkuna í janúarmánuði síðast- liðnum og spáir góðu um framtíð stúk- unnar. Nefndaskipanir. Stórgæzlumaður hefur skipað eftirtaldar nefndir, skv. lieimild síðasta unglinga- regluþings: — Afmælisnefnd: Frú Sigrún Gissurardóttir, Reykjavik, Jóhann Björns- son, verzlunarmaður, Reykjavík og Magn- ús Jónsson, kennari, Hafnarfirði. — Söng- bókarnefnd: Frú Ásgerður Ingimarsdóttir, Reykjavík, Guðmundur Þórarinsson, kenn- ari, Hafnarfirði, og Ólafur Hjartar, bóka- vörður, Reykjavik. — Handbókarnefnd: Samkomulag varð um að Ólafur Hjartnr léti af störfum í handbókarnefud, en Þor- varður Örnólfsson, kennori tæki þar sæti í hans stað. Fyrir voru í nefndinni þau frú Lára Guðmundsdóttir og Ingimar Jó- hannesson. 107

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.