Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Síða 20

Æskan - 01.05.1960, Síða 20
ÆSKAN »*♦ *’♦ **■*♦*' *1<'*1* N'**!'* *** *»■* **• **■* * »* *1* *1"* ’ 4* *»* *** *1'*»**1*****1**** *1* * »* Hér er gömul mynd af leikendum í Alfkonan í Selhamri, er barnastúkan Jóla- gjöf sýndi fyrir nokkrum árum hér í Reykjavík. Myndin er af álfkonunni, bóndadóttur- inni og yngispiltinum, sem eru aðalpersón- ur Ieiksins. — Sendið fleiri myndir af leikskap o. fl. starfsemi stúknanna. ♦*♦ *l**l**l*\* *4* •*• ♦*♦ ♦$• *■*■* ♦«♦ ♦*♦ ♦*♦ *J* *** *4* ♦*♦ ♦** ♦** 4*♦ ♦$♦ *J« Ur bréfum frá gæzlumönnum. 1. Sigurður Gunnarsson, skólastj., gæzlu- maður barnastúkunnar Pólstjaruan á Húsa- vik, skrifar um áramótin: „Ég held, að í rauninni sé ekkert sér- stak't að segja frá starfi st. Pólstjarnan nr. 126. Hún starfar að sjálfsögðu á mjög lík- an liátt og allar hinar barnastúkurnar okk- ar með það megintakmark í huga: 1) að temja hörnunum allt það, sem einkennir góðan dreng, í þess orðs gömlu og fögru merkingu, og 2) að þjálfa þau í margs kon- ar félagslegri framkomu. Ef stúkan Pólstjarnan kynni að bufa cin- hverja sérstöðu í fjölskylduhópnum, þá er hún aðeins í því fólgin, að hún starfar i nánum tengslum við barnaskólann og hef- ur olitaf gert frá upphafi 1944. Má því í rauninni segja, að hún sé skólafélag barna- skólans, þar sem hin félagslega og siðlega starfsemi hans fer fram. Þetta er tvimæla- laust mikill styrkur fyrir stúkustarfið, bæði vegna þess, að allir kennarar skólans hafa mörg þessi ár verið félagar stúkunnar, og þá ekki síður hins, að hin félagslega starf- semi stúkunnar fer að verulegu leyti fram á vegnm skólans, þar sem ákveðin deild i skólanum undirbýr fund hverju sinni. Við 108 höfum þvi nú langa reynslu fyrir þvi hér, að það fer vel á, i smærri skólum, að tengja þetta göfuga siðbótastarf við skóla- haldið. Svo að segja hvert einasta barn, scm aldur liefur, fær leyfi foreldra sinna til þess að vera með í þessu frjálsa félags starfi skólans, og mæting á fundum er yfir- leitt aldrei neðan við 95 prósent. Það er því alveg augljóst, að börnin telja sig hafa eittlivað að sækja á fundina, enda reynir hver bekkur að sjálfsögðu að vanda sem bezt til sins fundar. Auk hinna venjulegu félagsstarfa má svo helzt nefna þetta: 1) Foreldrar vita, að þeir eru alltaf vel- komnir á fundi stúkunnar og koma oft allmargir. En á degi Unglingareglunnar, i febrúar, eru þeir alveg sérstaklega boðnir og fjölmenna þá jafnan. 2) Stúkan gefur út blað, sem nefnist GEISLINN, og er eingöngu í það ritað af börnunum sjálfum. Er ætíð lesið upp úr því á fundum. 3) Á hverju hausti fer stúkan í skemmti- ferð, sem er mjög eftirsótt og vinsæl. 4) Loks vil ég nefna það, að mörg sið- ustu árin hefur stúkan beitt sér fyrir dans- kennslu í nokkrar vikur á vetri hverjum. Er það gert vegna þess, að gæzlumenn telja nauðsynlegt, að börnin læri þessa fögru íþrótt, sem segja má hiklaust að sé algeng- asta skemmtiatriði ungs fólks nú á dögum. Þessi starfsemi stúkunnar er líka mjög vinsæl, bæði af börnum og aðstandendum þeirra. Nú langar okkur til að minnast 15 ára afmælis stúkunnar á myndarlegan hátt, áð- ur en langt liður, og verður það eitt af verkefnum næsta árs.“ 2. Þórir H. Einarsson, skólastjóri, gæzlu- maður barnastúkunnar Geisli nr. 104, Tálknafirði, skrifar nýlega: „Við liéldum nýlega fund í barnastúk- unni hérna. Fundurinn var mjög vel sóttur og gengu 7 nýliðar í stúkuna. Einnig hélt stúkan nýlega skemmtun með hlutaveltu, kaffisölu og dansi. Við þénuðum 3300,00 krónur ...“ Síðan minnist gæzlumaður á framtiðar- starfið. Stúkuna vantar ýmislegt, sem fé- lagar hafa mikinn liug á að eignast, t. d. ýmislegt til leiksýninga, kvikmyndasýn- ingavél o. fl. — Þeim tekst vafalaust að eignast þessa hluti, ef þeir starfa jafn ötullega eftirleiðis og þeir hafa gert við undirbúning samkomunnar, sem færði þeim svona miklar tekjur. 3. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, gæzlu- maður barnastúkunnar Samúð nr. 102, Ak- ureyri, skrifar 1. febrúar s.l.: „Ég fór í dag út á Dalvík með Guðmundi Karli Péturssyni yfirlækni og töluðum við þar um bindindismál fyrir unglingaskólann og eldri deild barnaskólans. Pétur Björns- son var þar líka og sýndi kvikmyndir. Þetta var ágæt samkoma. Þarna voru mættir all- ir kennarar skólans og skólanefnd ...., ; “ ■ ÍSLENDINGA SÖGUR XI. Knattleiktur. „Nú leika þeir ok hefir Þor- grítnr ekki við, feldi Gisli hann ok bar út knöttinn. Þá vill Gisli taka knöttinn, en Þor- grimr lieldur honum ok lcetr hann ekki þvi ná. Þá fellir Gísli svá hart Þorgrim, at hann hafði ekki við, ok af gekk skinnit af knúnum, en blóð stökk ór nösunum, af gekk ok kjötit af knjánum." Gísla saga Súrssonar. iSWsbKBKBKHKHKBKBKBKBKBKBKBíH* Barnastúkan þar starfar ágætlega. Hun hafði fund í gær og voru um 70 á fundi. Nú er ég byrjaður með tvo hópa i „Vog- un vinnur — vogun tapar“ i minni stúku. Viðfangsefnin eru: Unglingareglan °S fuglalíf á íslandi. Báðir flokkarnir hafu komið upp í fyrri umferð, en eiga eftir Þ“ síðari.“ f öðru bréfi dagsettu 23. janúar s.l., seg- ir Eirxkur: „Um 50 manns er hér á námskeiðum hjá Sigrúnu og Önnu (sjá fréttir i janúarblaði) og liafa þær mikið að gera ... Mikið lif er i starfi Æskulýðsheimilisins. Tvö föndur- námskeið fyrir börn eru einnig starfandi og frímerkjaklúbbur. Síðar verða ljóS" myndanámskeið og skáknámskeið. — Viö héldum hér veglega ársliátíð I.O.G.T. uy* lega og ætlum að halda almennan út- breiðslufund um miðjan febrúar.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.