Æskan - 01.10.1962, Qupperneq 5
ÆSKAN
Síðan sneri hún sér að mér og sagði:
„Og þetta er sonur þinn, býst ég við?“
Móðir mín kynnti okkur.
„Jæja, mér þykir yfirleitt ekki gaman að drengjum. En
það er nú sama. Hvernig líður þér, drengur minn?“
Ég sagði, að mér liði vel og kvaðst vona, að henni
liði líka vel. Hún virti mig dálítið fyrir sér. Síðan sneri
hún sér að hinu fólkinu og sagði:
„Hann er ekki nógu vel upp alinn.“
Þegar móðir mín ætlaði að fara að hella tei í bollana
við morgunverðinn, potaði ungfrú Murdstone í kinnina
á henni og mælti:
„Nei, heyrðu mig nú, Klara mín góð. Þú ert allt of
falleg og hugsunarlaus til þess að vera að annast hús-
móðurstörf. Þau skal ég sjá um! ... Þú getur afhent
mér lyklana þína, svo skal ég sjá um allt saman."
Og frá þeirri stundu var ungfrú Murdstone húsmóð-
irin á heimilinu, en móðir mín réð þar engu framar.
Ég veit, að móður minni mislíkaði þetta, Jrví að eitt
kvöld, Jregar Murdstone og systir hans voru að gera
áætlanir um búskapinn, fór hún að gráta og sagði:
„Þið gætuð nú lofað mér að vera líka með í ráðum!“
„Klara,“ anzaði Murdstone, „hvað gengur nú að þér?“
„Jú, Eðvarð, mér finnst það nú satt að segja nokkuð
hart, að ég skuli ekki fá að ráða neinu á mínu eigin
heimili."
„Þínu eigin heimili, Klara?“
„Já, á heimilinu okkar,. . . á þínu heimili," sagði móð-
ir mín, óttaslegin við augnaráð Murdstones. „Þú veizt
vel, hvað ég meina! Áður fyrr hef ég þó sjálf getað stjórn-
að heimilinu. Þið getið bara spurt hana Peggotty.“
„Nei, Eðvarð, þetta nær nú engri átt. Ég fer bara héðan
á morgun," sagði ungfrú Murdstone.
„Nei, nei, ég krefst þess ekki að neinn fari héðan,“
svaraði móðir mín. „Mér fellur mjög illa, ef þú ferð. En
ég vildi gjarnan, að þið hefðuð mig í ráðum! Ég er mjög
þakklát fyrir þá hjálp og tilsögn, sem ég fæ, en mér fellur
svo illa, ef ég fæ alls engu að ráða!“
„Nú er nóg komið! Þetta er meira en nóg af því góða!
• •. Ég fer á morgun!"
„Þegiðu, Jane!“ kallaði Murdstone. „Ég vil ekki heyra
meira af þessu bulli!“
Ungfrú Murdstone Jragnaði og byrgði andlitið í vasa-
klútnum sínum.
„En þú þarna, Klara,“ hélt Murdstone áfram. „Ég er
hissa á þér, alveg steinhissa! Jane, systir mín, kemur hing-
að og tekur að sér ráðskonustörf á heimilinu, og svo er
lienni bara þakkað með skætingi."
„Ó, Eðvarð, Eðvarð! Þú mátt ekki ásaka mig fyrir, að
ég sé vanþakklát, því það er ég ekki!“
„Það veit ég svei mér ekki! ... Þegar Jjú kannt ekki
einu sinni að meta það, að systir mín vinnur allt þetta
Jún vegna!“
„Nei, nei, góði Eðvarð, ... þú mátt ekki reiðast mér;
það þoli ég ekki! Nú skulurn við vera vinir . . . Ó, nú
skulum við vera vinir! ... Ég veit vel, að ég er ósann-
gjörn, og að ég lref á röngu að standa, En |)ú mátt ekki
vera reiður við mig, Eðvarð. Ég skal vera bæði góð og
auðsveip!"
„Jæja, við skulum sjá til! Þá verðum við að láta eins
og ekkert hafi í skorizt og reyna að gleyma þessu. En
svona lagað má ekki koma fyrir oftar!“
Morguninn eftir, þegar ég ætlaði inn í borðstofuna,
heyrði ég, áður en ég opnaði dyrnar, að móðir mín var
að biðja ungfrú Murdstone auðmjúklega fyrirgefningar,
og ])ar með skildi ég, að hún mundi aldrei framar fá að
ráða neinu á heimilinu.
Það var Murdstone og systir hans, sem upp frá þessu
réðu þar öllu, og Jrau voru bæði miskunnarlaus og harð-
brjósta. Yfir heimilinu grúfði myrkur ömurleika frá
morgni til kvölds, og það var eins og ég væri í fangelsi.
Það hafði verið minnzt á að senda mig í heimavistar-
skóla, en úr því varð þó ekkert. Fyrst um sinn átti móðir
mín að kenna mér heima.
Ég man enn glöggt eftir þessum kennslustundum, og
það fer hrollur um mig, þegar ég hugsa til Jreirra.
Eftir morgunverð kom ég með bækurnar mínar og
spjaldið mitt niður í dagstofuna, og þar fór móðir mín
að hlýða mér yfir lexíurnar mínar. Ef við hefðum verið
ein, hugsa ég, að ég liefði kunnað þær, en bæði Murd-
stone og systir hans voru alltaf viðstödd, og þau höfðu svo
ill áhrif á mig, að mér var ómögulegt að festa hugann
við það, sem ég var að gera.
Nú skal ég skýra frá því, hvernig þessar kennslustund-
ir fóru venjulega fram. Ég rétti móður minni bók og
—------- - — - ■ ■ 1 -r—
CHARLES DICKF.NS
• ■° ' < .’■■ ■■■: * .' ... ■ ■ ‘
DAVÍÐ COPPERFIELD
197