Æskan - 01.10.1962, Qupperneq 6
ÆSKAN
Hægt og hátíðlega héldum við upp stigann.
sýni henni, hvað ég á að hafa, og síðan fer ég að segja
frá. Andartak gengur allt vel, en svo staldra ég við orð,
sem ég man ekki í svipinn, Murdstone lítur á mig með illi-
legu augnaráði eins og hans er von og vísa, og ungfrú
Murdstone hristir höfuðið. Við það ruglast ég alveg og
get ómögulega byrjað aftur. Móður mína langar að koma
mér á lagið, en hún þorir það ekki. Ég streitist við að
byrja aftur, en get það með engu móti.
„Hvað er þetta, Davíð minn?“ segir móðir mín blíðlega.
„Klara, vertu ákveðin við drenginn. Vertu ákveðinl"
segir Murdstone. „Hvað þýðir að vera að segja: Davíð
minn, Davíð minn. Það er bjánalegt. Annaðhvort kann
hann lexíuna sína eða hann kann hana ekki!“
„Hann kann hana ekki,“ segir ungfrú Murdstone.
„Hann verður að læra hana betur.“
Og ég er látinn læra hana upp aftur, bæði þessa lexíu
og hinar iexíurnar. Ég verð að sitja við lestur og reikn-
ing allan liðlangan daginn. Enginn segir hlýtt eða vin-
gjarnlegt orð við mig, og leiki eða gleðskap er alls ekki
um að ræða.
Ég varð silalegur og latur og jafnvel dálítið baldinn
af þessari meðferð, og mér leið fjarskalega illa.
Ef litla bókasafnið hans föður míns hefði ekki verið
uppi í herberginu mínu, veit ég ekki, hvernig ég hefði
afborið þetta. En þegar ég átti að læra lexíurnar mínar,
iagði ég hina leiðinlegu lærdómsbók oft frá mér og fór
198
að blaða í Róbínson Krúsoe, Þúsund og einni nótt eða
einhverri af þessum gömlu og skemmtilegu bókum, og
Jjá var tíminn nú ekki lengi að líða.
Einn morgun, þegar ég kom eins og vant var með bæk-
urnar mínar og ætlaði inn í dagstofuna, heyrði ég, að
Murdstone sagði:
„Það er sem ég segi, Klara. Ég hef oft verið hýddur
sjálfur."
„Já, ég held nú það. Ætli það ekkil“ greip ungfrú
Murdstone fram í.
„Já, en góða Jane,“ anzaði móðir mín blíð og angur-
vær, „finnst þér, að Eðvarð hafi haft gott af því?“
„Ja, hvernig finnst þér Eðvarð vera núna?“ spurði
Murdstone alvarlega.
Þegar ég sá, að Murdstone sat með spanskreyr í hend-
inni, datt mér undir eins í liug, að samtalið væri sprottið
út af mér.
Murdstone hafði oft þrifið í mig og gefið mér utan
undir með bókinni, en með spanskreyr hafði hann aldrei
lamið mig til þessa. Nú var ég smeykur við, að hann
mundi gera það.
Þegar ég var setztur við borðið og hafði rétt móður
minni bókina, svo að hún gæti hlýtt mér yfir, gekk
Murdstone að mér, og um leið og hann sveiflaði spansk-
reyrnum fyrir framan mig, sagði hann með harkalegn
rödd:
„Heyrðu Davíð, í dag verðurðu að hafa hugann við
Jiað, sem þú ert að gera. Þetta dugar ekki lengur!“ Að
svo mæltu lagði hann spanskreyrinn á borðið fyrir frani-
an mig.
Ég varð afskaplega skelkaður, og þennan dag gekk
mér auðvitað miklu verr en endranær. Ég gat hvorki haft
augun né hugann við annað en spanskreyrinn, og naér
var ómögulegt að muna neitt af lexíunum mínum- Að
lokum fór móðir mín að gráta.
„Klara,“ sagði ungfrú Murdstone í aðvörunarrómi-
„Já fyrirgefið þið. Ég er ekki vel frísk í dag,“ svaraði
móðir mín.
„Nei, Klara er ekki heilbrigð,“ sagði Murdstone og
þreif spanskeyrinn. „Annars hefur henni farið mikið fram
upp á síðkastið, og hún er orðin langtum ákveðnari, en
það væri til of mikils mælzt, að hún gæti afborið þ^
raun, sem Davíð hefur bakað henni í dagl ... Komdu
liérna Davíð. Nú förum við báðir upp á loft!“
Og svo þreif hann í öxlina á mér og teymdi mig ut
úr stofunni. Ég sá, að móðir mín spratt á fætur, einS
og hún ætlaði að hlaupa á eftir okkur, en ungfrú Muid-
stone aftraði henni.
Hægt og hátíðlega héldum við upp stigann, og undir
eins og við vorum komnir inn í herbergið mitt, stakk
hann höfðinu á mér undir vinstri handlegginn á sér.
„Æ, herra Murdstone, sláið þér mig ekkil" kallaði ég