Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1962, Page 19

Æskan - 01.10.1962, Page 19
ÆSKAN sagði Páll hreykinn. ,Við flugum eina íerð yfir bæinn og sundin. Það var gaman.“ „Hvað er að tarna, eruð þið út- lendingar? Þið talið svo vel ensku,“ sagði flugmaðurinn, sem nú hafði lokið verkinu. „Eruð þið kunnug hér í grenndimii? Vitið, hvort ég get nokkurs staðar fengið matárbita?“ „Viljið þér ekki borða með okk- ur?“ bauð Nancy. „Við höfum svo mikið nesti. Það er nóg handa okkur öllum.“ Flugmaðurinn þakkaði þeim, og þau tylltu sér í sandinn með nests- körfuna. Þáu sögðu honum, hvers vegna þau voru þarna, en hann kvaðst hafa fengið skarlatssótt, svo að hann væri ekkert smeykur við að vera með þeim. Eftir beiðni þeirra fór hann að segja þeim frá flugferðinni, sem hann hafði tekið þátt í. FLUGFERÐ. „En nú verð ég að fara,“ sagði hinn nýi kunningi þeirra, sem kvaðst heita Jack Rivers. „Langar ykkur kannski í dálitla flugferð?" Páll og Nancy litu livort á annað. Það var víst ekkert, sem þau langaði fremur til, en var það óhætt? „Ég þarf að fara út í smáeyju hérna úti á sundinu. Þar er viti, og þangað ætla ég að fleygja niður poka,“ útskýrði Jack Rivers. „Það tek- ur okkur ekki meira en klukkutíma." / hvaða œvintýrum skyldu hörnin lenda? Það heyrum við. í ncesta hlaði. Veiztu það? Svör: 1. 2.176.600 km2 2. í rómverska keisaradæminu. 3. Sir Isac Newton. 4. Nei, hún sér ekki í algeru myrkri. 5. Það mun ske (hebreska). 6. í minnsta lagi 10, stundum allt að hví 20 eggjum í einu. 7. Ilannes Hafstein. 8. Pappír og póstulín. 9. Næstum 2% sinn- um. 10. Rúmiega 42 km. Tíþ'inu sinni var konungur, sem stjórnaði svo vel og skynsamlega, að orð fór af því út um allan heim. En fólkið í landinu var ákaflega latt og hirðulaust. Allt sem gera þurfti var látið ógert af því allir hugsuðu sem svo, hver um sig, að það væri skylda einhvers annars að gera það, og enginn vildi gera neitt, sem hann var ekki skyldugur að gera. Konunginum þótti þetta slæmt, og hann liugsaði sér að kenna fólkinu starfsemi. Ein af aðalgötunum inn í borgina, þar sem konungurinn átti heima, lá yfir hæð. Konungurinn fór þangað eitt kvöld, þegar allir voru háttaðir, §10^ dálitla laut í miðja götuna. Svo tók hann dálítinn böggul úr skikkju sinni og lagði hann í lautina. Því næst fór hann út fyrir veginn, losaði stór- Gott er að ég hafði nóg að starfa, því síðustu árin háfa ekki verið skemmtileg. báðir hræður mínir voru í hernurn. George var í Pearl Harbor þegar sprengjurnar féllu þar, en hann slapp til allrar hamingju óskaddaður. Maðurinn minn, Jack Agar, var í flughernum. Ég liitti hann fyrst fyrir rúmum tveinmr árum. Hann kom með nokkrum kunningjum mínum heim til mín. Þann dag get ég varla sagt að ég sæi hann, og liann varð að fara fljótt aftur, en ég fann á mér að hann myndi koma aftur. Næst hitti ég hann í teboði hjá Zazu Pitts, sem er nágranni okkar, og á eftir fórum við ut með tveimur öðrum. Þá þekkti ég ekki Joyce, systur hans, sem er ári eldri en ég, en J)egar ég kynntist henni, líkaði mér svo vel við hana, að ég fékk hana til að flytjast í Westlake-skólann og ljúka skólanámi sínu þar. Stuttu eftir að ég kynntist Jack, fór hann í herinn, og leið þá á löngu unz ég sá hann aftur. Hann var í Texas níu mánuði og í Oregon sjö mánuði. Þegar hann fékk leyfi kom hann í heimsókn til mín. Það kom að })ví að lokum, á jólunum 1944, að við ákváðum að trúlofast. Foreldrar okkar vissu það og voru ánægð yfir því, en þau vildu að við frestuðum trúlofuninni vegna stríðsins og þess, hve ung ég var. En þegar Jack var búinn að gefa mér dýrindis hring, þá gat ég samt ekki stillt mig um að segja skólasystrum mínum frá trúlofuninni. Mamma giftist sjálf Jsegar hún var 17 ára. En henni fannst nú sámt að ég liefði átt að bíða lengur með að binda mig. Biðin varð nú samt ekki löng. Jack er dá- samlegur. Hann er meira en sex fet á hæð og nijög fallegur. Endir. / dag lifir Shirley Temple mjög kyrrlátu lifi og flestir virðast hafa gleymt þvi, að eitt sinn vai hún heiinsfrceg. Enghin hiður hana lengur um eiginhandaráritun eða lokka úr hári hennar. Hún er nú 32 ára, fjögurra barna móðir. Á myndinni sést hún með yngsta barni sinu, Lori, sem er sex ára. 211

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.