Æskan - 01.02.1972, Síða 2
Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, sími 17336, heimasimi 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN
grq GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, heimasími 23230. Útbreiðslustjóri: Finnbogi Júliusson, skrifstofa: Lækjar-
götu 10A, sími 17336. Árgangur kr. 500,00 innanlands. Gjalddagi: 1. april. í lausasölu kr. 60,00 eintakið. — Utaná-
2. tbl. skrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgiró 14014. Útgefandi Stórstúka íslands. Prentun: Prentsmiðjan ODDI hf.
Febrúra
1972
Skrýtlur.
Kennarinn: — Getur þú sagt
mér, Sigriður, hvort orðið bux-
ur er i cintölu eða fleirtölu?
Sigriður: — Það er i eintölu
að ofan en fleirtölu að neðan.
Kaupstaðardreng hafði verið
komið fyrir á sveitabæ. Einn
kaldan og dimman vetrarmorg-
un var hann sendur i útihús til
þess að leggja reiðtygi á hest.
1 myrkrinu náði hann i hyrnda
kú, en gekk illa að koma beizl-
inu yfir hausinn á henni.
— Ertu ekki að verða búinn
að þessu? kallaði húsbóndinn.
— Ég get þetta ekki, lirópaði
drenguririn. — Eyrun á hestin-
um eru gaddfrosin.
Faðirinn: — Hvers vegna
varstu látinn sitja eftir i skól-
anum, Hörður?
Hörður: — Ég mundi ekki,
hvar Malta var.
Faðirinn: — Þú átt að venja
þig á að muna, hvar þú Iætur
hlutina.
Læknirinn: — Lofaðu mér
að sjá i þér tunguna.
Óli leyfir honum aðeins að
sjá tungubroddinn.
Læknirinn: — Teygðu hana
alla út úr þér.
Óli: — Það get ég ekki. Hún
er föst að aftan.
Pétur: — Má ég skreppa inn
i skólastofuna?
Kennarinn: — Til hvers, Pét-
ur minn?
Pétur: — Ég ætla að sækja
inniskóna mina, svo að ég þurfi
ekki að ganga á sokkaleistun-
um inn.
Skúli: — Ég var að heyra,
að þú hefðir aftur fallið á
prófinu?
Björn: — Jú, það er svo sem
engin furða, þvi að kennararn-
ir lögðu fyrir mig alveg sömu
spurningarnar og í fyrravor.
Kennarinn: — Hver hefur
skrifað fyrir þig þennan stil,
Sveinn?
Sveinn: — Pabbi minn.
Kennarinn: — Hefur hann
skrifað allan stilinn?
Sveinn: — Nei, ég hjálpaði
honum.
Kennslukonan: -— Mikill sóði
ertu, Pétur. Þú hefur ekki
þvegið þér aður en þú fórst i
skólann. Ég get séð, hvað þú
hefur borðað i morgun.
Pétur: — Og hvað heldurðu,
að ég hafi borðað i morgun?
Kennslukonan: — Egg.
Pétur: — Nei, ekki aldeilis.
Ég borðaði súrmjólk i morgun
— en egg i gærmorgun.
Gesturinn: — Kallið þér
þetta nautasteik?
Þjónninn: — Er nokkuð að
steikinni?
Gesturinn: — Ekki annað en
það, að mér heyrist hún
hneggja.
Móðirin: — Ég er mjög
óánægð með einkunnina þina,
Skúli minn.
Skúli: — Það er ég nú lika.
En kennarinn var alveg ófáan-
legur til að breyta einum ein-
asta staf i einkunnabókinni.
11 lU li *
—Jil - Lllt-I — ■
li
1
Kjörorðið er: ÆSKAN FYRIR ÆSKUNA
í