Æskan - 01.02.1972, Page 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS:
TAL OG TÓNAR
— Æi! Nú á ég eftir aö laera kvæði fyrir morgundaginn.
Þetta hef ég heyrt marga unga vini mína segja.
Við höfum svo rætt, hvaða aðferð sé heppilegust til að læra
kvæðið utanbókar, — helzt bæði fljótt og vel.
Ekki eru allir á sama máli hvað það snertir.
Einn segir: — Mér finnst bezt að lesa það vel, — horfa vel á
það. Þá sé ég það allt fyrir mér, því að ég endurkalla það fram í
huganum. Ég hef svo gott sjónminni.
Annar segir: — Ég vil nú helzt láta lesa kvæðið fyrir mig, —
eða lesa það inn á segulband og hlusta svo á það aftur og aftur,
því ég man bezt það sem ég heyri.
Sá þriðji segir: — Öruggasta aðferðin er að þylja það áður en
ég fer að sofa. Þá kann ég það alveg þegar ég vakna.
Ég held, að þetta séu allt Ijómandi góðar aðferðir.
Flestir hafa þó sagt við mig: — Það er langbezt að læra þau
kvæði eða Ijóð, sem maður kann lög við. — Ég er því líka alveg
sammála.
Þess vegna rifjaðist upp fyrir mér, þegar þetta barst í tal fyrir
skömmu, að ég varð einu sinni við ósk nokkurra barna. Þau áttu
að læra kvæði Davíðs Stefánssonar, „Sálin hans Jóns míns“,
og fannst það nokkuð langt.
Eftir að þau fengu lagið við það, sögðust þau hafa lært það
,,eins og skotl", og þeim, sem tilheyra þessum síðastnefnda flokki,
sendi ég nú lagið við þetta fræga kvæði.
Davíð Stefánsson fæddist í Fagraskógi við Eyjafjörð 1895 og
andaðist á Akureyri 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum i Reykjavik 1919, og sama ár kom fyrsta Ijóðabók hans
út, „Svartar fjaðrir", og var henni mjög vel tekið.
í Kaupmannahöfn lauk Davíð kandídatsprófi i heimspeki. Að
loknu námi kom hann heim og var bókavörður við Amtsbóka-
safnið á Akureyri frá 1925.
Helztu verk hans eru Ijóðabækur, skáldsagan „Sólon íslandus"
og leikrit. „Gullna hliðið" er þeirra þekktast. „Sálin hans Jóns
míns", hin skemmtilega þjóðsaga, lagði honum til efnið í kvæðið
og síðar í leikritið.
En nú skuluð þið strax byrja að læra „Sálina hans Jóns míns",
og ég vona að þið gefizt ekki upp. — Það gerið þið heldur ekki,
ef þið hugsið um kerlinguna í kvæðinu. Hún klifraði, kafaði og
hrasaði, en — „Upp hún aftur stóð,
hélt áfram, þreytt og móð.
Alltaf komst hún hærra og hærr’a . ..“
og hún sigraði að lokum, og eftir allt hið mikla erfiði „fékk hún
allan vilja sinn...“ Á þessu sjáum við, að næstum allt er hægt —■
ef við gefumst ekki upp!
Kær kveðja!
INGIBJÖRG.
I.
am
Er gigtin íór að jafna um Jón,
E7 am
fannst Jóni komið nóg.
2.
am
Kerling gekk nú lengi, lengi
E7 am
og lagði á reginfjöll.
3.
am
Oft grípur einliver geigur þá,
E7 am
sem ganga í þoku og reyk.
Þá nennti hann ekki að liía lengur,
E7 am
lagði sig — og dó.
G7
En af því hann hafði ýmsum verið
C
til ama og jafnvel tjóns,
dm
var ekkjan, satt að segja, hrædd
am E7
um sálina hans Jóns.
am
Hún átti fáa að.
Hún varð bæði að klifra kletta,
E7 am
kafa leir og mjöll.
G7
Allt var þetta upp í móti, —
C
sumt ógurlega bratt,
dm
þó hélt hún, að það hlyti að skána,
am E7
en hrasaði og datt.
am
Upp hún aftur stóð,
En kerlingin — hún var því vön
E7 am
og var því hvergi smeyk.
G7
Þótt hún heyrði úr öllum áttum
C
einhvern stormaþyt,
dm
varð það alltaf fegra og fegra
am E7
hið fölva stjörnuglit.
am
Loks gat hún vörður greint
Því afréð kerling það
dm am
að troða henni í tóma skjóðu
dm E7 am
og tölta svo af stað.
hélt áfram, þreytt og móð.
dm am
Alltaf komst hún hærra og hærra
dm E7 am
og himinkrapann óð.
og gat nú farið beint.
dm am
Hvern fjandann var að fárast um,
dm E7 am
þó ferðin gengi seint.
24