Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 37

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 37
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hörpudiskurinn, sem vildi ekki spila á hörpu "— Er bannað að innrita dýr í skólann? spurði mamma. — Nei, en það er bannað að koma með dýr í skólann, svaraði skólastjórinn. En það er kannski ekki bannað að hafa þau hérna sem nemendur, ef þau sýna ótviræða tónlistarhæfileika? spurði mamma. ~~ Nei, það hugsa ég ekki, svaraði skólastjórinn. — Við skul- Urn bara reyna það. Svo leit hann aftur á hörpudiskinn. ' Þekkirðu nóturnar? spurði hann. Nei, hörpudiskurinn þekkti ekki nóturnar. ~~ Svo þú þekkir ekki nóturnar, sagði skólastjórinn. — Þá spilarðu víst allt eftir eyranu eða bara upp úr þér. En við skulum Þætta að hugsa um það, Hörður minn, því að ég ætla að kalla Þig Hörð eins og frúin þarna. Ég held, að ég leyfi þér að koma hingað og reyna þig, og gangi þér vel, skal ég láta innrita þig sem nemanda hérna, en þú verður fyrst af öllu að læra að þekkja nóturnar. Nlamma þakkaði fyrir sig, og hún var svo hrifin, að hún fór í iei9ubil heim. María og Gunni voru svo himinlifandi, að þau réðu Ser naumast, en hrifnastur af öllum var samt litli hörpudiskurinn, sem átti að fá að læra að spila á óbó. Og daginn eftir byrjaði hann í skólanum, en um kvöldið hélt ^amma veizlu fyrir hann, og hún bauð öllum börnunum I göt- Unni að koma og sjá litla hörpudiskinn. ^yrst töluðu þau við hann og svo töluðu þau um hann og loksins fóru þau að tala um sig sjálf. Þau vildu fá að vita, hvort það væri skóli ofan i sjónum. — Nei, ne'. sagöi hörpudiskurinn. — Það er eiginlega enginn skóli. Ég verð að vísu að læra að spila á hörpu, og krabbarnir verða að lasra að hneigja sig og dansa aftur á bak af því að það er skylda þeirra. Dansa krabbarnir aftur á bak? spurði Gunni undrandi. Já, auðvitað gera þeir það, sagði hörpudiskurinn. — Þegar vip höldum dansleiki í sjónum, þá höfum við þá bara fyrir smá- Jýrin en góðir fiskar fá að horfa á okkur. Þá leika hörpudiskarnir a hörpurnar sínar og bjöllurnar hringja litlu bjöllunum sínum, svo að úr þessu verður fegursta tónlist. Sverðfiskurinn spilar á sverðið sitt alveg eins og sumir menn spila á fiðlu, og þorskarnir syn9ja bassann. Krabbarnir dansa aftur á bak og veifa klónum og hnei9ja sig fyrir rækjunum, en þær dansa í allar áttir og upp og n|ður, því að þær eru svo fjörugar. Þetta fannst börnunum merkilegt, og þau vildu fá að heyra Hhkið meira um sjóinn og alla, sem i honum bjuggu, en mamma Vlic)i. að allir færu að drekka og svo heim að sofa, og auðvitað Varð mamma að ráða, en börnunum fannst þetta slæmt samt. Þegar mamma sá, hvað börnin voru hnuggin við borðið og það þótt þau fengju bæði rjómakökur og gosdrykki, þá sagðist hún ætla að segja þeim eina sögu um lífið í sjónum. Gunni leit undrandi á mömmu sína. — Kanntu sögur um lífið i sjónum? spurði hann. — Ég held nú það, sagði mamma hlæjandi. — Hefur þú nokk- urn tíma heyrt minnzt á marbendla, Hörður minn? Hún kallaði hörpudiskinn nefnilega alltaf Hörð, en börnin gerðu það sjaldnast. Og svo byrjaði mamma á sögunni sinni: Mér er i minni stundin þá marbendill hló blíð var baugahrundin er bóndinn kom af sjó kyssti hún laufabundinn lymskan undir bjó sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. — Það var í bæjarþorpi á Suðurnesjum, sagði mamma, — að þar bjó bóndi, sem sótti fast sjóinn. Einu sinni fór hann á sjó sem oftar og þá festist færið hans i mjög þungum fiski, svo að bóndinn átti fullt í fangi með að innbyrða hann. Þegar hann var búinn að draga fiskinn upp, sá hann, að þetta var meira maður en fiskur, og bóndinn spurði, hvað hann væri eiginlega að gera i sjónum. Maðurinn sagðist vera marbendill, en þeir væru eins konar mannfiskar og byggju í sjónum. Bóndinn vildi fyrst af öllu fá að vita, hvað maðurinn hefði verið að gera, þegar færið festist í hann, og marbendillinn sagðist hafa verið að gera við eldhús- strompinn hennar mömmu sinnar, og bað nú marbendillinn bónd- ann að sleppa sér aftur í sjóinn. En bóndinn sagði, að það gerði hann aldrei. Hann ætlaði að eiga hann og sýna hann fyrir peninga. — Það hefur freka konan áreiðanlega ætlað að gera, sagði Gunni, en mamma sussaði á hann og sagði, að hann gæti sagt krökkunum frá því seinna, því að nú ætlaði hún að Ijúka við söguna. Svo fór bóndinn heim að landinu, og þegar hann var búinn að draga upp bátinn sinn, kom hundurinn hans til hans, flaðraði upp um hann og vildi vera góður við hann. En bóndinn varð reiður og sló hundinn. Þá skellihló marbendillinn í fyrsta sinn. Bóndinn fór nú með marbendilinn í fanginu upp túnið, því að marbendillinn var með sporð, þótt hann hefði hendur. Á leiðinni hrasaði bóndinn um þúfu og skammaðist mikið. Þá hló mar- bendillinn i annað sinn. Þegar bóndinn kom að bænum, kom konan hans til hans og kyssti hann og kjassaði og bóndinn kyssti hana á móti. Þá hló marbendillinn í þriðja skipti. Bóndinn var 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.