Æskan - 01.02.1972, Side 44
CAfíA
BRAUÐSIIMS
Á miðöldum voru brauðgerðarmenn skyldaðir til að selja brauð sin á markaðstorgum. Eftirlitsmenn athuguðu þyngd og
gæði brauðanna. í London er ein gata nefnd Bread Street (brauðgata) eftir staðnum. þar sem brauð voru eitt sinn seld. i
Tyrklandi var bakari, sem seldi svikin brauð, negldur á eyrunum við hurð brauðgerðar sinnar. í Þýzkalandi var hver sá pynd-
aður, sem réðst á bakara.
Þegar eldsvoðinn mikli varð i Lundúnum árið 1666, sagði lólkið, að hirðulaus bakari hefði farið háskalega með eld. Talið
er, að eldurinn hafi átt upptök sin i húsi Master Farryner (konunglega hirðbakarans) i Pudding Lane. Eftir eldsvoðann var
brauðgerðarmönnum bannað að nota strá til að kynda ofna sina að næturlagi, þar eð þetta var hættulegt.
Brauðgeröarmenn á 18. og 19. öld voru oft sakaðir um að setja álún í hveitið til þess að gera brauðin hvítari. Álitið var,
að einn bakari hafi malað mannabein til að láta i hveiti sitt.
Um það leyti, sem pýramídinn mikli var i smiðum, fyrir um 5000 árum, var brauðhleifur notaður sem gjaldmiöill i Egypta-
landi. Prestar og embættismenn fengu laun sin greidd að hluta með brauði. Oftsinnis voru þessi sérstöku „greiðslu‘‘-brauð
bökuð mismunandi að lögun. Sum þeirra, 3000 ára gömul, að þvi er- almannarómur hermir, fundust í gömlum grafhvelf-
ingum og eru jafnvel enn til sýnis í þjóðminjasafninu brezka i London.
Egypzkir bakarar urðu fyrstir til að baka súrdeigsbrauð, þ. e. brauð með geri i. Rómverjar, sem var mjög i mun (sjá að
ofan), að fólk fengi brauð sitt rétt vegið, komu upp brauðgerðum á almannafæri undir eftirliti. Grikkir höfðu mjög strangar
hreinlætisreglur við brauðgerð, og grískir bakarar báru grimur.
Á normannska tímabilinu voru enskir bakarar einnig undir lagalegu eftirliti. Árið 1266 heimilaði Hinrik III þeim aðeins 13
hundraðshluta hagnað. Þessi lög héldust óbreytt um 500 ára skeið. Jóhann konungur gaf út tilskipun þess efnis, að bakarar
í London mættu selja brauð fyrir V2 d. eða V* d., en í öðrum hlutum Bretlands höfðu brauðgerðarmenn ekki leyfi til að taka
hærra gjald en sem svaraði 3 d. á hverjar 2 tunnur af hveiti.
42